Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 7
Árna Thorsteinson. Hann ferðast um land-
ið og kemur t.d. að Hofi til Halldórs Jóns-
sonar, sem er kvæntur Yalgerði frænku
hans. I Reykjavík er hann og tíður gestur
á heimilum frændfólks síns, Hilmars Pin-
sen landshöfðingja og Ólafs Pinsen póst-
meistara. — Um Islandsdvölina farasthon-
um einnig svo orð: „Eg er orðinn liálf
afmenntaður (uciviliseret) og alíslenzkur,
tala jafnvel dönsku með fallegasta íslenzka
hreim, — og einstakur vitringur, — verri
en nokkru sinni áður — óheflaður og svör-
gúlslegúr.“ — Talið er, að íslandsdvölin
hafi liaft mikil áhrif á Niels og aukið fé-
lagslyndi hans.
Stúdentsprófið gekk erfiðlega, enda var
hann þá sjúkur, en prófi náði liann samt
18. júlí 1882, 21. árs að aldri. Péklc hann
heldur lélegar einkunnir í flestum fögum
nema náttúrufræði og stærðfræðigreinum.
— Þá sagði hann við vin sinn Jón ITelga-
son: „Ég ætla að verða læknir. — Pinnst
þér það ekki hljóma rétt vel dr. Finsen f ‘
Nokkrum mánuðum eftir stúdentspróf
heldur hann til Kaupmannaliafnar og inn-
ritást í læknadeild háskólans. Sem íslenzk-
ur stúdent á hann heimild til Garðsvistar.
Hann fær herbergi í hornherbergi á gatna-
mótum Köbmagerstræde og Kanninstræde.
Á Garði býr liann í góðu yfirlæti í fjögur
ár. Hann hefur ýmis áhugamál fyrir utan
námið. í Pæreyjum hafði liann vanizt að
sjnida í sjó og var góður sundmaður. Iíann
hefur ánægju af róðrum og að sigla um
sundin blá. í þessum ferðum hafa þeir fé-
lagar með sér riffla og stunda fuglaveiðar
frá bátnum. Niels er ágæt skytta, en þrek
hans er þegar tekið að minnka. Sjúkdóm-
urinn, sem þjáði hann síðar í 16—18 ár,
er farinn að gera vart við sig, hann má
ekki reyna á sig við róðra og siglingar og
FœtHngarbær Niels F. Finsen.
verður að láta sér nægja skotíþróttina.
ITann ver öllum frístundum sínum á skot-
brautinni, tekur þátt í fjölda skotkeppna
og lxlýtur mörg fyrstu verðlaun í Dan-
mörku og verður Norðurlandameistari í
skotfimi. En brátt verða jafnvel skotæf-
ingarnar honum oframi, og þá hverfur
hann aftur að æskuiðju sinni, teiknar og
tálgar í tré, því að aðgerðarlaus gat hann
aldrei verið, jafnvel í frístundum sínum.
í skólaleyfum er Niels oft hjá föður sín-
um, amtmanninum í Ribe. Það var eðli-
legt, að synir amtmannsins og dætur Bals-
lev biskups (sem samdi gamla kverið) hitt-
ust oft. Og þar skeði það, að eftir að
Niels hafði tekið fyrrihlutapróf 1889, hitti
hann ungfrú Ingeborg Balslev og trúlof-
uðust þau fljótlega, og síðar varð hún
eiginkona lians og tryggur förunautur á
erfiðri lífsbraut.
Háskólaprófi í lælmisfræði lýkur hann í
árslok 1890, en fær aðeins aðra einkunn.
Þetta voru honum vonbrigði, því að liann
hafði búið sig undir prófið eins vel og
lieilsan leyfði. Það varð honum þó mikil
sárabót og uppörfun, að prófessor J. 11.
Chievitz viðurkennir hæfileika hans og
ræður hann, þrátt fyrir slakt próf, sem að-
stoðarraann sinn. Þettí var talinn veruleg-
VORIÐ
7