Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 29

Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 29
má svo bæta 24 klukkustundum, eu þaS ætti að vera nægur tími fyrir hjálparloiðangurinn að kom- ast liingað. Það ætti því að öllu forfallalausu ekki að líða nema ein vika, þar til sendimaðurinn kemur hingað aftur með hjálp.“ „Þetta mun vera rétt hjá Yrton/ ‘ sagði greifinn. „En hver á að flytja þessi skilaboð 1 Þetta verður bæði erfið og hættuleg ferð. Hver vill leggja sig í þá hættu að flytja orðsendingu til Melbourne?“ Wilson, Mulrady, Paganel, John og Bóbert buð- ust allir til fararinnar, en þá tók Yrton til máls: „Ef greifanum er það ekki á móti skapi, vildi ég mega taka að mér þessa för. Ég get sigrazt á erfiðleikum, sem mörgum öðrum mundi vera um megn. Ég beiðist þess því eindregið að mega fara þessa ferð. Ég lofa að koma „Dunean“ heilu og liöldnu til Twofoldflóa.“ „Éallega mælt,“ sagði Glenvan. „Þér eruð bæði hygginn og ötull maður, og hamingjan mun vafa- laust verða yöur hliðholl.' ‘ Allir voru sammála um, að Yrton væri bezt fall- inn til þessarar ferðar fyrir allra hluta sakir. »Leggið þá af stað í guðs nafni, Yrton,“ sagði Glenvan. „Ég treysti því, að þór hraðið för yðar sem auðið er.“ Yrton lióf nú undirbúning ferðarinnar, og Wil- son og Mulrady veittu honum alla þá aðstoð, er þeir máttu. En á meðan tók greifinn sér penna í hönd til að skrifa Tom Austin, en Lindsay og Yrton biðu við lilið lians á meðan. Greifinn bað varaskipstjóra, Tom Austin, að sigla samstundis til Twofoldflóa og gaf um leið sendimanni þeim, er færði honum þessa orðsend ingu, hin beztu meðmæli. Tom skyldi svo fá hon- um nokkra hrausta liáseta til yfirráða. — Þegar hingað var komið í bréfinu, spurði Lindsay með einkennilegum hreim i röddinni, hvernig hann skrifaði nafnið Yrton. „Hvernig? Ég ætla, að það muni vera skrifað oftir framburði,“ mælti Glenvan. „Það or ekki rétt,“ hélt majórinn áfram kahl- ur og rólegur að vanda. „Það er borið fram Yrton, en skrif að: glæpamaðurinn Ben J o n s o n.“ TUTTUGASTI OG SJÖTTI KAELI aland — aland. Allir urðu sem þrumu lostnir, þegar nafn þetta var nefnt. Yrton sneri sér snögglega viðj hann hélt á skammbyssu og skaut, en greifinn fóll til jarðar. í sama bili heyrðust nokkur byssuskot úti í skóginum, eins og verið væri að svara skoti Yrtons. Karlmeunirnir ætluðu að handsama glæpa- manninn, en hann var á svipstundu horfinn inn í skóginn. • Það var lítið afdrep í tjaldinu fyrir kúlum ill- ræðismannanna. Þess vegna var nauðsynlegt að leita sér betri griðastaðar. Glenvan, sem aðeins hafði særzt lítið eitt, var nú staðinn á fætur. „Allir að vagninum, allir að vagninum!“ kail- aði John og hraðaði sér burt með konurnar. Karlmennirnir sóttu byssur sinar í skyndi og bjuggu sig undir árás óvinanna. Aðeins Glenvan og Bóbert urðu eftir hjá konunum. Allir gáfu nánar gætur að útjaðri skógarins, en þar var allt kyrrt. Eftir nokkurra klukkustunda bið hættu þeir sér út að skógarjaðrinum, Johu og majórinn. En þar var ekkert að sjá nama traðk allmikið, engir menn voru sjáaulegir. „Glæpamennirnir eru farnir,“ sagði John. „Já,“ mælti majórinn, „og ég óttast þetta skyndilega hvarf þeirra. Tígrisdýr ú sléttu er betra en slanga í grasi. Yið skulum atliuga runn- ana í nánd við vagninn.“ Sú leit reyndist þó árangurslaus. Á öllu svæð- inu frá skógarjaðrinum niður að ánni sást enginn maður. Þetta skyndilega livarf bófanna þótti svo tortryggilegt, að karlmennirnir skiptust á um að lialda vörð, tveir og tveir. Konurnar létu það verða sitt fyrsta verk að binda um sár Glenvans. Það liafði liðið yfir Helenu, þegar liún sá mann sinn falla fyrir kúlu Bens, en liún náði sér þó brátt, og þegar farið var að skoða sárið, kom í ljós, að kúlan hafði aðeins farið í gegnum vöðva á öxlinni, en þó blæddi nokkuð úr sárinu. Þegar Lindsay og Mangles komu aftur úr rann- sóknarför sinui, liöfðu allir komið sér fyrir í vagn- inum, og nú var þess farið á leit við majórinn, að liann segði allt, sem liann vissi. VORIÐ 29

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.