Vorið - 01.12.1972, Blaðsíða 9
Þeirra finnst fyrst getið á bók í Grýlu-
kvæði Stefáns Ólafssonar í Yallanesi frá
17. öld. Telur hann Grýlu og Leppalúða
foreldra þeirra:
Börnin eiga þau bæSi saman
brjósthörð og þrá,
af þeim eru jólasveinar,
börn þekkja þá.
Næst getur Jón Grunnvíkingur þeirra í
orðabók sinni frá því um 1740. Þá er
þeirra getið í ITúsagatilskipuninni, útgef-
inni á ITólum 1746, og fer úr því að fjölga
vitnisburðum um tilveru þeirra, þótt ekki
sé getið um ætterni. Jón Árnason segir það
sumra manna mál, að Grýla hafi átt þá,
áður en hún giftist Leppalúða, og hefur
Jónas Jónsson heyrt, að faðir þeirra héti
Loðinbarði. Bn hann hefur einnig heyrt
marga halda því fram, að jólasveinarnir
ættu ekkert skylt við Grýlu eða hennar
hyski.
Þegar fyrst er getið um Jólasveina, er
ekkert. tekið til um fjölda þeirra, og óvíst
er, hvenær tekið liefur verið að reyna að
henda reiður á tölunni. Það er ekki fyrr
en 200 árum síðar, hjá Jóni Árnasyni, sem
reynt er að ákveða tölu þeirra, og ltann-
ast hann þá við tvær skoðanir, að þeir séu
þrettán eða níu. Fyrri skoðunin er al-
mennari, a. m. k. nú á dögum, enda kemur
hún heim við fjölda jóladaganna, og nöfn
hefur Jón Árnason fengið á þeim þrettán
hjá séra Páli Jónssyni á Myrká, sem trú-
lega hefur lært þau í æsku sinni vestur í
Dölum. Hin skoðunhi virðist liafa verið
almenn í Skagafirði og víðar norðanlands,
og hún hefur það sér til styrktar að geta
að dæmi Snorra Sturlusonar stuðzt við
„forn kvæði eða söguljóð“, nefnilega þul-
rma
Jólasveinar einn og átta
ofan lioma af fjöllunum o. s. frv.
og hina, er svo hljóðar:
Upp á stól
stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
Blztu nöfn jólasveinanna, sem þekkt
eru, eru þessi: Stekkjastaur, Giljagaur,
Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Aska-
sleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjiigna-
krældr, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ket-
krókur, Kertasníkir. En fleiri nöfn eru til
á jólasveinum, livort sem það merkir, að
þeir gangi undir mismunandi nöfnum eft-
ir sveitum, eða séu fleiri en þrettán. Þessi
nöfn eru Kertasníkir, Pönnusleikir, Potta-
skefill, ITurðaskellir, Moðbingur (líklega
úr Eyjafirði), Illöðustrangi, Móamangi.
Vorið
9