Vorið - 01.12.1972, Page 18

Vorið - 01.12.1972, Page 18
miðnætti, mun þig fýsa mjög að fara út úr bænum, þú skalt ekki heldur sporna við því, heldur ganga út, — mun þá standa á hlaði kona stórvaxin. Sú mun þrífa þig og bera þig í fangi sér ofan túnið og ösla með þig yfir Fjarðarána og suður nesið og stefna til Staðarfjalls. Þegar hún er komin með þig skammt á leið frá Fjarðaránni, skaltu segja: „Hvað heyrðist mér?“ — Þá mun hún segja: „Hvað ætli þér hafi heyrzt?“ — Þá skaltu segja: „Mér heyrðist sagt Gellivör mamma, Gellivör mamma!“ — Það mun henni þykja kynlegt, því hún veit, að enginn mennskur maður þekkir nafn sitt, og mun hún þá segja: „Það mun vera barnskrakkinn minn,“ — og mun hún þá kasta þér niður og steðja í Staðarfjallið, en ég mun kvelja krakkann, meðan hún er hjá þér, en verð þó að fara frá, þegar hún kem- 18 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.