Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 9
B JARMI 233 Andleg starfsemi kyenna. Eftir Ouðrúnu Lárusdóttur. Framh. _______ III. K.F.U.K-fundurinn i Búdapest. Það var margt um manninn á hinni geysilega stóru eimlestarstöð í Búdapest, böfuðborg Ungverja; eim- lestin bægði á sjer, og seig nú hægt og stynjandi inn undir hvelfinguna á stöðinni. Runnu þá saman í óað- greinanlegan klið raddbrigði ýmsra tungumála, sem Ijetu í eyrum eins og stórfeldur sjávarniður eða brim- gnýr. Átta fulltrúar frá Norðurlöndum, sem sitja áttu alheimsmót K. F. U. K. í Búdapest, voru með lestinni, og fyrir augu íslendings, sem lítt er vanur þvilíku fjölmenni sem hjer var saman komið, brá margháttuöum mannsandlitum, eins og hringiðu í straumhörðu fljóti eða eins og öldu- róti á reginhafi. Þau komu og hurfu til skiftis og báru vott um iðandi líf stórborgarinnar. »Um að gera að halda vel hópinn«, sögðum við hvert við annað. »Einn, — tveir, — þrír, — við erum öll!« Ósjálfrátt reikaði hugurinn heim í íslands dali, þar sem smalinn stend- ur hjá fjenu sinu og kastar tölu á hjörðina! En hjer er enginn islenskur dala- friður, bjer rennur elfa stórborgalífs- ins og fleytir á bárum sinum kom- andi og farandi manneskjum, sem tæplega verður tölu á komið. Við inngönguhlið stórhýssins, þar sem eimlestar-farþegar streyma um látlaust dag eftir dag og ár eftir ár, komum við auga á ungan mann í hópnum, með hvitan silkiborða um handlegginn og á borðanum voru bókstafirnir: Y. W. C. A., með stóru lelri; en þannig er »Kristilegt fjelag ungra kvenna« skammstafað á ensku. Pilturinn sá jafnsnemma að við bár- um handtöskur, merklar »Y. W. C. A., World's Congress in Búdapest«. Höfðu fundarkonum verið send merkin frá aðal-stjórn fjelagsins í Lundúnum, og ráðlagt að láta bera sem mest á þeim, þegar kæmi til Búdapest. Auðvitað urðum við harla fegin að koma auga á leiðsögumann innan um aragrúann á stöðinni, en brátt kom sá galli í ljós að hann skildi ekki stakt orð í ensku og lílið í þýsku, — um Norðurlandamála- kunnáttu er ekki að ræða þar syðra, — með bendingum og á bjagaðri þýsku gerði hann okkur það skiljan- legt, að bifreiðar biðu okkar hinum- megin hússins, er myndu flytja okkur til náttstaðar, því að dagur var að kvöldi kominn. — En þá var það gleðiefni fyrir okkur, þegar hár og þrekinn maður, sem horfði á okkur hvössum rannsóknaraugum, sagði við okkur hjónin á hreinni norsku: »Pið komið með mjer«. Var þar kominn sira Gísli Johnson, Gyðinga-trúboði i Búdapest. Hann átti von á okkur hjónunum, og tók nú á móti okkur eins og besti bróðir og landi, lá við sjálft að við vor- kendum dönsku og sænsku samferða- konunum, sem urðu að fara bráð- ókunnugar til gistihúsa einhvers- staðar í borginni; og varla höfðum við ráðrúm til að kveðja þær, eftir góða samve.ru og samfylgd, sum- part alla leið frá Kaupmannahöfn, og sumpart frá Praha í Tsjekko- slóvaklu, þar sem nokkrar þeirra bættust við hópinn. Síra Gisli Johnson er af íslensku bergi brotinn, eins og fyr er frá sagt hjer í blaðinu. Telur hann sjer það sæmd að vera af islenskum ættum í föðurætt, og hefi jeg sjaldan, eða

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.