Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 28
252 BJ ARMI hann gerði til aö prýða kirkj- una. — Ymsu er slept i þessari upptaln- ingu uppi og niðri, sem eftirtekt vekur og rifjar upp sögu siðbótar- innar, og þvi næst því, sem nijer er erflðast að lýsa með orðum, lotning- unni og þakklætinu, sem gagntekur lútherskan ferðamann i þessari kirkju. — Óljóst man jeg eftir þvi, að lotning mikil var mjer í hug, er jeg kom, 7 ára gamall, í fyrsta skifti í Hóla-kirkju i Hjaltadal, áður en bún var rúin fornri prýði sinni. Síðan hefi jeg komið i mörg hundruð kirkjur, »austan hafs og vestantc, en aldrei fundið til slíkrar lotningar sem i Hallarkirkjunni í Wittenberg, nje þótt eins sárt að geta ekki varið miklu lengri tima en jeg mátti i þetta sinn, til að grannskoða kirkjuna helst hvað eftir annað. Því endurtek jeg það: Farið til Wittenberg,. þjer sem ferðist utan! Pangað er ekki nema um 12 stunda ferð frá Kaupm.höfn, og fargjaldið smámunir samanborið við endur- minningarnar á eflir. — Enginn ætli að það sjeu ekki aðrir en »bestu vinir« evangelisk-lútberskrar trúar, sem þangað fara. í nýkomnu blaði erlendu sje jeg þess getið, að Pacelli, erkibiskup kaþólskra í Berlin, hafi farið til Wittenberg liðið sumar, til að skoða Lúthers-safnið og Hallar- kirkjuna. Er sagt að hann hafi furðað sig á starfsþoli Lútbers, er hann sá þar verk hans i 50 bindum i arkar- broti. Jafnframt er á það minst, að annar kaþólskur erkibiskup, P. P. Vergeris, fór til Wittenberg árið 1535, tii að heyra og sjá hinn »illræmda óvin kaþólskrar kirkju«. Afleiðing þeirrar ferðar varð sú, að hann tók sjálfur evangeliska trú og varð síðar lútberskur prestur. — — — Frá Wiltenberg tit Kolding. Mánudagsmorguninn 18. júni íór- um við snemma af stað frá Witten- berg norður til Berlínar, ókum um þvera borg í bifreið milli stöðva, biðum stundarkorn eftir »lest« og fórum svo til Hamborgar. — í járn- brautarvögnum skrafa jeg helst við þá, sem mjer þykja sjerkennilegir. Og frá þessari för man jeg best eftir Spánverja, er var búsettur i Kolum- biu i Suður-Ameriku, en kom nú frá Italiu. Við töluðum þýsku nokkurn veginn »jafn vel« báðir, nóg til að spyijast almæltra tiðinda. Hann ljet lílið yíir ítalíu: »Þ.ir stendur alstaðar fyrirboðið, fyrirboðið; en heima i Kolumbíu er alt frjálst«, sagði hann. Við höfðum búist við að hitta ís- lenska stúlku i Hamborg, en hún var þá flutt úr borginni; en nú vorum við orðin svo vön stórborgum að vlð höfðum gaman af að horfa alókunnug á umferðina miklu á járnbrautar- stöðinni þar i borg. Við höfðum árilun 4 eða 5 kristilegra gistihúsa i Hamborg, en vissum auðvitað ekkert um hvar þær götur voru, sem þau voru við. Ókunnugum er ráðlegast i stórborgnm að spyrja enga til vegar aðra en lögregluþjóna eða bifreiðar- stjóra einkennisbúna. En þótt mjer væri það vel kunnugt, spurði jeg »svona rjett til fróðleiks« fyrsta manninn, sem fyrir okkur vaið á götunni við stöðvarnar, hvert þessara gistihúsa væri næst stöðinni. Hann svaraði þvi greiðlega og kvaðst skyldi fylgja okkur þangað íyrir 3 mörk. Jeg sagði það næði engri átt. þá tæki jeg heldur bifreið, og gekk frá honum, i átt til gistihússins. Hann kom að vörmu spori á eftir, og sagð- ist vel geta farið með okkur fyrir 1 mark, — og það fjekk hann, —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.