Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.1928, Blaðsíða 12
236 BJARMI vakti miklar umræður; skorað var á hann að birta það sem fyrst, og nefnd var kosin til að ibuga tillögu frá bonum til næsta dags. Kl. 2 síðd. flutti Björn P. Kalman bæstarjettarmálaflutningsmaður,erindi um Vídalíns-postillu, og var þá funda- salurinn þjettskipaðri en nokkru sinni ella. Kom margt gesta úr bænum, er ljek forvitni á að heyra hvað lög- fræðirjgnr hefði að segja um »Meist- ara Jón«. — Erindi hans var prýði- lega flutt og lýsli greinilega þeirri ást og vhðingu, er tíður Iestur Vidalíns- postillu hafði vakið hjá ræðumanni. Taldi bann þjóð vorri minkun og kristnihaldi hennar tjón, ef lestur »Meistara Jóns« hætti með öllu, en þar eð urjga fólkið flest læsi varla gotneskt letur, þyrfti að endurprenta hana (í 14. sinn) sem fyrst, og þá með venjulegu »latinuletri«. — Annars kom ræðumaður víða við og nefndi t. d. gamla vísu, er sýndi að þjóð- trúin hefði talið postilluna holla eign í fleiru en einu tilliti. — Vísan er svo: Ef bak við syllu gjörir grillu glettinn villuandi, Jóns-postillu hafðu' á hillu, hún ver illu grandi.1) Fundarmenn tóku þessu máli hið besta. Einn ræðumanna gat þess, að hann hefði lesið húslestur »í Vidalín« siðastliðinn sunnudag, og mörgum var bókin kær. — Að loknum þeim umræðum var f einu hljóði samþykt að kjósa nefnd, til að hlutast til um að Vídalíns-postilla væri endurprent- uð svo fljótt sem föng væru á. Þeir Björn P. Kalman, síia Ólafur Ólafs- son fríkirkjuprestur og síra Guðm. Einarsson á Mosfelli voru kosnir í 1) Ef Iesendurnir kunna önnur gömul erindi um »Jóns-postillu«, þá væri fróð- legt að fá þau til birtingar. Riistj. Bjarma. þessa nefnd. — Ásmundur Gestsson minti á, að Sjöorðabókin og Mið- vikudags-prjedikanir Jóns Vídalíns ættu og skiíið endurprentun, og var tekið vel undir það. Margt var skrafað við kaffiborðin, sem hjer er ekki talið. — En á eftir flutti síra Bjarni Jónsson, dómkirkju- prestur, erindi um framtfðarhoifur kirkjunnar og mintist þar á margt, sem sumpart stæði til bóta og sum- part vekti góðar vonir um bjarta framtíð hennar. Við umræðurnar á eftir var tals- vert vikið að sambúð ríkis og kirkju, og kom þar, sem oftar, i ljós að leikmönnum, engu síður en prestum, þótti anda kalt frá Alþingi í garð kirkjunnar, en þó mætti margt betur fara, ef áhugi presta og safnaða væri meiri í kristindómsstörfum. Jóhannes Sigurðsson, er dvaldi hálfan mánuð í Færeyjum i sumar, sem leið, gat þess að þar væru kirkj- urnar (42) aldrei auðar um helgar, þótt hver prestur þjónaði frá þrem til sjö kirkjum. Alstaðar væri þar lesinn lestur í kirkjum á sunnudög- um, þótt prestur kæmi ekki, og þessir kirkjulestrar væru prýðilega sóttir. Matthias Þórðarson, þjóðminja- vörður, sóknarnefndarmaður í Rvik, átaldi ræktarleysi sumra safnaða við kirkjur sinar. Taldi hann, sem fleiri, það harla aðfinningarvert, að Alþingi skyldi fella niður styrk til »ferða- prestsins«. Hann vildi láta presla hagnýta sjer bætta vegi og sam- göngutæki til að messa tvisvar bvern helgan dag á sumrin, og skiftast á um messugjörðir miklu oftar en al- ment væri nú. Þessar tvær tillögur voru sam- þyktar að umræðum loknum: »Fundurinn lýsir hjer með yfir að hann telur mjög æskilegt

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.