Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1931, Page 10

Bjarmi - 01.12.1931, Page 10
186 BJARMI lega margt ungra manna í söfnuðunum. Tveir háskólastúdentar höfðu nýverið heimsótt hann og spurt: »Hvernig getum við orðið kristnir?« Mjög margir höfðu beðið um leiðbeiningu og fyrirbæn hans, til þess að geta lifað fullkomnara trúarlífi. Það var jafnvel ekki óvenjulegt að heiðnir skólar bæðu hann að flytja erindi um kristindóminn. Pví næst sagði hann frá fyrirkomulagi biblíuskólans í Hunan. Nemendur hans koma víðsvegar að og eru venjulega ná- lega 100. Flestir koma þangað með það í huga, að verða trúboðar. Tímaritið hafði reynst góður trúboði, nefndi hann dæmi þess. Sumstaðar kæmi fólk saman og læsi það í fjelagi og hefði þá heldur engan annan sáluhirðir. Biblíuskólinn hefir að staðaldri auglýst í stóru, kínversku dagblaði, hvatt menn til að kynnast kristindóminum og boðist til að veita nauðsynlegar upplýsingar. Fjöl- margir kváðu hafa skrifað og beðið um bækur kristilegs efnis. T. d. hafði búdda- trúar-munkur skrifað: »Jeg hefi ekkert lesið um Krist. En jeg sje að þið með öllu móti, jafnvel með auglýsingum, útbreiðið þekkinguna um hann, þá finst mjer það lýsa slíkum áhuga, að mig fari að langa til að kynnast trúarbrögðum ykkar«. Ung- ur kommúnista-leiðtogi skrifaði: »Jeg er orðinn þreyttur í æðisgenginni stjórnmála- baráttu. IJefir kristindómurinn nokkra yf- irburði fram yfir okkar eigin gagnslausu trúarbrögð?« Herforingi í ríkisliðinu sendi mann með brjef til skólans, og bað um allar fáanlegar upplýsingar. Er nú svo komið, að skólinn hefir orðið að ráða mann til að svara öllum þessum brjefum. Sra Cheng- kvaðst hafa auglýst í blöð- unum og beðið fólk, sem hefði í hyggju að fyrirfara sjer, að heimsækja síg fyrst eða skrifa nokkur orð. Hefðu margir orðið við þeim tilmælum. Ölafur Ölafsson. Frá Tengchow. Af síðustu brjefum til ki'istniboðsvina verður ekki annað ráðið, en að við sjeum enn þá í Hankow, eða uppi á Kúling. Jeg er þó bráðum búinn að vera hjer í mánuð og hefi þegar heimsótt útstöðvarnar. Ættu þið kost á að líta inn um hjerna á aðalstöð- inni, mundi ykkur þykja flest bera vitni um annríki og aukna starfsmöguleika. Petta þykir okkur mikil Guðs gjöf. Eng- ir erfiðleikar kristniboðsstarfsins þola samanburð við þá þungu þraut, að verða að standa auðum höndum og ekkert geta gert, eins og oft hefir komið fyrir. Vegna borgarastyrjaldarinnar í sumar var ekki afráðið fyr en í lok ágústmánað- ar hvað gera skyldi. Var þá ákveðið að konur og börn yrðu um kyrt í Kúling, en að karlmennirnir snjeru aftur til kristni- boðsstöðvanna. Nokkru síðar fylgdu þrír kventrúboðar í fótspor okkai-. I byrjun september gerðum við burðar- mönnunum aðvart, og lögðum af stað fót- gangandi niður fjallið. Pessir áburðarklár- ar keyfa á undan okkur með þungar byrð- ar. Vöðvarnir eru þrútnir og brjóstin þan- in eins og dragspil. 1 sumar hafa þeir bor- ið farangur tíu þúsund manna upp á þetta háa fjall, og bera hann nú sömu leið aftur niður af fjallinu. Og í mörgum tilfellum bera þeir ekki einungis farangurinn, held- ur einnig eigendurna sjálfa. 1 nánd við Kúling þykir engin atvinna arðsamari og eftirsóknarverðari, en að vera burðarmaður. En þessi þúsund ára gamli atvinnuvegur minnir mann ósjálf- rátt á þrælahald og mannúðarleysi. Kúling er yndislegur dvalarstaður á sumrin. — Við stöndum efst í »þúsund-þrepa-tröpp- um«, og njótum útsýnisins áður en við sökkvum niður í sljettlendið. Utsýni er hjer engu minni en frá Baulu í Norðurárdal

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.