Bjarmi - 01.12.1931, Side 12
188
BJARMI
bátnum upp eftir Han-ánni, og stundum
verið mápuð á leiðinni. Umferðum er .að
mestu leyti hætt á Hangjang, enda í hönd-
um kommúnista á stórum svæðum.
Nú var útlit fyrir að kommúnistum
mundi takast að stöðva bílferðirnar líka.
Læknirinn okkar og fylgdarmaður hans
biðu í Hwayuen eftir bílferð, í 5 vikur.
Þegar þeir loksins komust af stað, töfðust
þeir víða á leiðinni, en komu til Laohokow
á 8. degi. Lögðust þeir þar báðir í blóð-
sótt, og eru ekki búnir að ná sjer enn þá.
Við vorum hepnari.
Snemma morguns daginn eftir að við
komum til Hwayuen, ókum við úr hlaði,
og komum á öðrum degi til Laohokow. Var
það glæfraför mikil. Ræningjarnir höfðu
stöðvað bílana hvað eftir annað, rænt far-
angri og peningum, og drepið einn mann
daginn áður. Á hættulegustu stöðunum
ókum við með geysi hraða. Hermenn stöðv-
uðu okkur einu sinni, og tróðust nokkrir
þeirra inn í bílinn. Vorum við eftir það 20
manns í bílnum, en sæti aðeins fyrir tólf.
svo að þá leið kemst nú enginn til Hankow,
nema fuglinn fljúgandi. Eiga kommúnist-
ar og ræningjar sök á því. Kom það okk-
ur ekki á óvart.
Frá ferðalagi mínu til útstöðvanna mun
jeg segja ykkur í næsta brjefi. Sem stend-
ur eru góðar horfur á að okkiur gefist ný
og óvænt tækifæri til að flytja þessu fólki
fagnaðarboðskap friðarins.
Nýr kristniboði fluttist hingað í sumar,
Anda, skólabróðir minn úr Noregi, ásamt
konu sinni. En hún hefir verið kenslukona
í Laohokow og er skólasystir Herborgar.
Svo vinna hjer tveir kventrúboðar noskir,
5 kventrúboðar kínverskir og 8 trúboðar.
Verður sagt frá því í næsta brjefi
hvernig við skiftum með okkur verkum,
og gjöri jeg mjer von um að geta sagt
ykkur góðar frjettir.
Tengchow, Honan, 5. okt. Í931..
Ólafur ÓlafsHon.
Frá Kína.
Það berast margar hroðalegar frásögur
frá Kína um þessar miundir. Grimmilegar
innanlandsstyrjaldir, vatnavextir, hung-
ursneyð og ófriður við Japan valda svo
margháttaðri eymd, að ókunnugir geta
ekki gjört sjer glögga grein fyrir, þótt
eitthvað lesi um það í frjettablöðum.
Aðalstjórn K. F. U. K. í Kína, sem er
að undirbúa alþjóðaþing þess fjelagsskap-
ar í Kína 1933, sendi t. d. í október í haust
ávarp til K. F. U. K. í öllum löndum, til
að biðja um hallærishjálp út af vatna-
vöxtum og skora á allar kristnar konur
um víða veröld að beita áhrifum sínum til
þess að stórveldin vestrænu komi í veg
fyrir yfirgang Japana í Manschjúríu, og
þakkar um leið framkomu alþjóðastjórnar
K. F. U. K. í Genf, sem sneri sjer til
þjóðabandalagsins í haust og bað það stilla
til friðar.
Svipuð áskoriun hefir komið frá K. F.
U. M. í Kína, og hefir t. d. K. F. U. M, í
Danmörku birt áskorun um almenn sam-
skot í þessu augnamiði. Segir þar, að flóð-
ið mikla í sumar hafi farið yfir akurlendi,
sem sje ,um 130 þús. ferkílómetra (Island
er um 100 þús. ferkm.), og 12 miljónir
manna hafi orðið fyrir stórtjóni af þess
völdum. Kínversk stórblöð flytja átakan-
legar áskoranir um hjálp og erlendir
kristniboðar eru víða í bjálparnefndum
með bestu mönnum þarlendum. — Sam-
kvæmt eldri reynslu, bjargast Kínverjar
við lítið. 10 kr. ísl. nægja t. d. einum Kín-
verja í 4 mánuði frá því að deyja úr hungri,
og 33 kr. heilli fjölskyldu. Danska stjórn-
in gaf í haust meðalaforða gegn farsóttum
og víða annars staðar eru stórfeld sam-
skot hafin. Rauði krossinn í Bandaríkj.un-
um gaf t. d. 100 þús. dollara.
En Kína er víðlent, og víða er þar vinnu-
friður og árangur mikill af kristniboði.