Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 6
Hjónabandið... og allir vissu að hverju þeir gengu. Karlmenn stunduðu útivinnu og konur heimilisstörf. Við þessari skipan mála datt mönnum yfirleitt ekki í hug að hrófla. Þannig var lífið í föstum og ákveðnum skorðum auk þess, sem trú- argrundvöllur manna var yfirleitt sá sami, er leiddi til þess að gildismat var mjög svipað hjá öllum þorra manna. Sú breyting hefur orðið á þjóðfélag- inu, að flestir búa nú í þéttbýli og kjarnafjölskyldan er orðinn grundvall- areining þjóðfélagsins. Eldri kynslóðin býr út af fyrir sig, en yngra fólkið vinnur í auknum mæli úti á vinnumarkaðinum og sést ekki stóran hluta vökutímans. Börnin lifa sífellt meir í sinni eigin tilveru í skólum, dagvistunarstofnunum og ýmis konar félagsstarfsemi, utan veggja heimilanna. Þessi aðgreining kynslóðanna og makanna, gerir það að verkum, að sameiginlegir þættir lífsins verða færri og færri og grundvöllur hjónabandsins því veigaminni. Síauk- inn þungi hvílir því á þeim þáttum, sem eftir eru, sérstaklega tilfinninga- og kynlífinu, og komi upp vandamál á þessum sviðum, leiða þau oft til upp- lausnar hjónabandsins. Með breyttum tímum og lifnaðarhátt- um, hefur hlutverkaskipting kynjanna gengið mjög úr skorðum. Menn geta ekki gengið út frá sömu hlutverkaskipt- ingu og foreldrarnir höfðu, heldur verða hver hjón að ákveða hlutverkaskiptingu sína, sem tekur mið af störfum þeirra utan heimilisins. Þetta leiðir til þess, að margir karlmenn vinna heimilisstörf jafnt á við eiginkonurnar, en við það myndast oft sár í karlmannsímynd margra þeirra, sem eru aldir upp við að ákveðin störf séu kvenmannsstörf og önnur karlmannsstörf. Húsbóndavaldið er ekki lengur óskorað og sjálfsagt, en hugmyndin um það blundar í hugar- fylgsnum margra eiginmanna. Þegar í hjónabandið er komið verða svo á- rekstrar af þcssum völdum, sem geta orðið býsna alvarlegir. Margt annað hefur skapað hjóna- bandinu vandamál. Fráhvarf manna frá kristinni trú og kristnu gildismati birtist t.d. í nytsemishyggju samtímans, þar sem allt er vegið og metið eftir því hvort það skili arði. Þessum mælikvarða er í auknum mæli beitt á hjónabandið og það gert að e.k. neysluvöru. Samkvæmt því á það aðeins rétt á sér ef það gcrir mig hamingjusaman og þjónar mark- miðum mínum. Finni ég annan aðila, sem fcllur betur að þessum viðmiðunum en makinn, er sjálfsagt og rétt að skipta. Hinar „gömlu“, kristilegu dyggðir, fórn- fýsi og loforð um ævilanga tryggð, eru nú mjög véfengdar og sumir halda því jafnvel fram að hjónabandið sé búið að ganga sér til húðar, enda tilheyri það tíma afturhalds. Margir telja óvígða eða pappírslausa sambúð hentugri á margan hátt, því að þá er hægt að skilja í kyrrþey ef mönnum sýnist svo. Allar þessar breytingar á þjóðfélag- inu og gildismati fólks hafa haft mikil áhrif á kristna menn og margir eru ekki lengur vissir um hver hin kristna kenn- ing er í þessum efnum. Kenning Biblíunnar um hjónabandið er mjög ljós, en það er hins vegar ekkert nýmæli, að syndugir ntenn vilji breyta henni og aðlaga hana sínum eigin óskum. Á dögum Jesú var t.d. illa komið fyrir hjónabandinu hjá Gyðing- um og ntenn gátu skilið við konur sínar hvenær, sem þeim þóknaðist og fyrir jafnlitlar sakir og að brenna matinn við, fara út með óuppsett hár eða tala svo hátt, að til þeirra heyrðist yfir í næsta hús. M.ö.o. manngildi konunnar var mjög lítið. Það var ekki hugsað um tilfinningar hennar eða vandamál ýmis konar, sem skilnaður gat haft í för með sér fyrir hana. — Jesús réðst gegn þessu og boðaði að frammi fyrir Guði væri enginn munur á karli og konu, þau væru jöfn. Öðru hverju í sögunni hefur upplausn komist á siðferðismat manna. Slík upp- lausn hefur oft leitt til hruns þjóðfélag- anna fyrr eða síðar, vegna þess að þegar það verður auðvelt að koma hjóna- skilnuðum í kring og menn lifa ábyrgð- arlausu ástarlífi, er orsökin ávallt sú, að virðingin fyrir náunganum, tilfinningum hans og heill almennt, er mjög lítil- Menn hugsa fyrst og fremst um gleði líðandi stundar en minna um afleiðingar gerða sinna. Á þann hátt hafa mörg tilfinningasár skapast og mörg óvelkomin börn komið í heiminn. Bæklað fólk, er ekki getur tekið þátt í lífsbaráttunni jafnt og aðrir og skilar ekki fjárhagsleg- 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.