Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 14
Asfcj0rn Kvalbein: Bamið, sjónvarpið og mvndböndin .vaða áhrif hefur sjónvarpið á börnin okkar? Hvernig notum við sjónvarp og myndbönd á heimili og í skóla? Foreldrar og uppalendur sem finna til ábyrgðar sinnar hljóta að spyrja sig slíkra spurninga. Ég óttast að við séum svo föst í hringiðu samtímans að við tökum tæpast eftir þeim hröðu breytingum sem verða í samfélaginu. Barnið - mjúkur leir Ég þarf varla að benda á hve áhrifa- gjörn börn eru. Það er auðvelt að móta þau. Þau verða fyrir áhrifum, geyma þau í huga sér og nota þau í leikjum sínum. Ef börn níunda áratugarins geta flokkað og unnið úr öllum þeim áhrifum sem þau verða fyrir, þá eru þau a.m.k. að því leyti hæfari þjóðfélagsþegnar en afar þeirra og ömmur. En hætt er við að það sem þau hafa framyfir í þckkingu, yfirsýn og hugarflugi, hafi leitt af sér afturför hvað varðar viðhorf, trú- mennsku og gildismat. Og hvort er meira virði? Rannsóknir Áhrif fjölmiðla eru svo samtvinnuð áhrifum frá samfélaginu í heild að erfitt er að átta sig á því scm er að gerast. En hvað sem því líður hefur verið sýnt fram á að áhrif sjónvarps og myndbanda eru óheppileg miðað við hvernig þorri fólks notar fjölmiðla nú á dögum. Þeir sem hafa stundað rannsóknir á þessu tala um „sljó augu“. Augu sem horfa of mikið á sjónvarp glata hæfi- leikanum til snöggra og stuttra hreyf- inga sem nauðsynlegar eru til að geta lesið vel. Of mikið sjónvarpsgláp dregur einnig úr hæfni til að sjá í þrívídd. Stöðugt hljóðið í sjónvarpinu getur einnig haft slæm áhrif á heyrnina. Hæfilcikinn til að greina úr livaða átt hljóð kemur veikist. Það sem þó er alvarlegast er að taumlaus sjónvarpsnotkun dregur úr hæfni til að nota hugsun og mál. Þegar við þurfum sífellt að vera viðbúin nýjum áhrifum gefst okkur ekki tóm til að hugsa um það sem við sjáum. Ef upp vex kynslóð sem glatað hefur hæfi- leikanum til að eiga samskipti við aðra og heldur að ofbeldi leysi vandamálin, þá getum við velt því fyrir okkur hvernig þjóð félagið verður. Sjónvarp og ofbeldi í föðurlandi sjónvarpsins, Bandaríkj- unum, hefur meðalfjölskyldan kveikt á sjónvarpinu í meira en sjö klukkustund- ir á dag. Börn á forskólaaldri geta að meðaltali horft á sjónvarp í níu og hálfa klukkustund. 17 ára bandarískir ungl- ingar hafa horft á sjónvarp í 18.000 klst. en hafa aðeins verið 11.000 klst. í skólanum. Vinsælasta efnið er spennu- myndir af ýmsu tagi. Rannsóknir benda til að börn, sem horfa mikið á ofbcldismyndir, verði árásargjarnari en önnur börn. Rann- sóknir, sem gerðar hafa verið með gjörólíkum aðferðum, styðja hverjar aðrár: Ofbeldi í sjónvarpi leiðir til aukins ofbeldis í samfélaginu. Sálræn áhríf. Sálfræðingurinn Magne Raundalen hefur lýst þeirri þróun sem nú á sér stað í myndbandamálum, sem hræðilegu slysi fyrir uppvaxandi kynslóð. Hann álítur þó að við séum ekki máttvana i baráttunni gegn þróuninni, en reynsla hans sjálfs, sem barnasálfræðingur, sýn- ir að við alvarleg vandamál er að stríða. Hann segist sjá þrenns konar skaða af völduni ofbeldis á myndböndum. í fyrsta lagi eru dæmi um 4-6 ára börn sem hafi orðið svo skelfingu lostin við að horfa á ofbeldissenur í sjónvarpi að þau þora ekki inn í herbergið þar sem tækið er. í öðru lagi hefur hann orðið var við varanlegan ótta hjá eldri börnum. Ótt- anum fylgir martröð og svefntruflanir. Loks er um að ræða táninga sem hafa fengið taugaáfall eftir að hafa horft á sérstaklega grófar og hrottafengnar myndir. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.