Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 22
BRÚÐKAUP * I CHEPARERÍA Eitt og hálft ár er liðið síðan við fluttum hingað til Chepareria og allan þann tíma hefur Agneta, húshjálpin okkar, unnið vinnu sína einstaklega vel. Hvern morgun hefur hún birst í eldhúsdyrunum með fallega brosið sitt og tekið til við sín daglegu störf með gleði og fúsleika. N JL. ^ ú var komið að því að hún skyldi giftast. Mannsefnið, ungur og efnilegur piltur, hefur nú undanfarna mánuði verið prédikari í Ch- epkobegh, og þar kemur framtíðar- heimilið til með að vera. Akrarnir eru þar á stangli og fremur smáir, því að þurrt er og heitt á sléttunni. Það litla sem gægðist upp úr jörðinni á liðnu ári hefur verið étið af skepnum. Allt er skrælnað og þurrt, en samt sem áður er þar „akur hvítur til uppskeru“ a.m.k. sá akur sem þau koma til með að vinna á, ef Guð lofar. „Hvað eru nú komnar margar?“ Ég hrökk upp úr hugsunum mínum og leit til Agnetu, sem beið eftir- væntingarfull eftir svari. „Ja, nú eru þær líklegast orðnar 273. Enn er heilmikið eftir. Við verðum án efa að gera milli fjögur og fimm hundruð,“ sagði ég og hélt áfram að taka ilmandi brauðbollurnar af bökunarplötunni. Agneta hélt áfram að hnoða af krafti, svo að svitadroparnir láku niður andlitið. Fína brúðartertan, fjögurra hæða, stóð tilbúin inni í ísskápnum skreytt með hvítu smjör- kremi og áletruð: AGNETA NA SAMUEL. Sekkurinn á gólfinu var næstum fullur af bollum. Skyldi þetta nú verða nóg? Að Ioknum bakstrinum um kvöldið var gott að geta sest niður við eldhús- borðið og lagt áhyggjur morgundags- ins fram fyrir Guð í bæn. Ég las fyrir Agnetu Sálm 23, sem hafði oft orðið mér sjálfri til blessunar. Hún faðmaði mig að sér, og um leið og hún hvarf út í náttmyrkrið, hvíslaði hún: „Ég þarf ekkert að óttast um framtíðina, því að Jesús er hirðirinn minn, hann yfirgefur mig aldrei.“ oksins hófst brúðkaupið, aðeins fjórum og hálfum tíma á eftir því sem auglýst hafði verið. Hinir fyrstu komu snemma morguns og byrjuðu að syngja af krafti og klappa í takt svo að ómurinn barst um nágrennið. „Kirkjuklukkurnar“ í Cheparería eru tvenns konar, annars vegar gömul felga sem hangir uppi í tré á kirkjulóðinni og hins vegar söngur og klapp þeirra er fyrstir mæta í kirkjuna. Kirkjan var þétt setin, réttara sagt troðfull, og söngurinn hljómaði kröft- ugur og taktfastur með hjálp Melikku, Maríu og Prícillu sem allar voru mættar með steinadósirnar sínar til að „spila undir“. Kirkjan var fagurlega skreytt með blómum og trjágreinum og gleði skein úr hverju andliti. Sex 40 lítra pottar voru á hlóðum fyrir utan kirkjuna og nokkrar trúfast- ar konur bættu samviskusamlega á eldinn og fylgdust með. Unglingakór- inn fór út eftir að hafa sungið nokkur lög og stillti sér upp í röð fyrir utan kirkjuna. Tvö þeirra gengu fremst til að stjórna hópnum, síðan komu brúðurin og vinkona hennar og svo allur kórinn fyrir aftan. Allur hópur- inn fikraði sigfram eftir kirkjugólfinu, tvö lítil skref voru stigin fram á við og svo eitt aftur á bak uns þau voru komin fremst í kirkjuna, um leið og þau sungu: „Zaeni matunda mema“ — „Berið góða ávexti.“ u ngu hjónin fengu með sér gott veganesti. „Hvers vegna hafa Agneta og Sam- uel kosið að gifta sig hér í kirkjunni-7 Jú, af því að þau eru kristin, Jesús er frelsari þeirra, þau hafa kosið að fylgja honum og að helga honum líf sitt. Nú þegar þau byrja nýtt líf saman, vilja þau byrja það með 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.