Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 16
Kristileqt fj ölskyldustaf' Frá fjölsKyl Iduhátíð í íþróttahúsinö * Fjölskyldustarfið er skemmtileg og mikilvæg starfsgrein í KFUM og KFUK í Reykjavík. Það hófst fyrir nokkrum árum að frumkvæði ungs fólks, sem leitaði leiða er gætu sameinað alla fjölskylduna í kristilegu félagsstarfi inn- an KFUM og KFUK. v Félögin hafa frá upphafi haft víðtækt starf fvrir börn, unglinga og fullorðna, en löngum hefur uppbygging þess verið þannig að fjölskyldumeðlimir eru hver á sínum fundinum og enginn á sama tíma. Fjölskyldustarfinu er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir þetta margþætta deildastarf félaganna, því allir þurfa kristilegt samfélag fyrir sinn aldurshóp, en því er ætlað að vera vettvangur fyrir fjölskylduna í heild. Það gefur einnig fólki sem hefur orðið að taka sér hlé frá virkri þátttöku í starfinu, vegna barna eða íbúðabyggingar, kærkomið tækifæri til að vera með í kristilegu starfi. Fjölþætt dagskrá Eitt einkenni á fjölskyldustarfinu er fjölþætt og breytileg dagskrá. Fastur liður yfir vetrarmánuðina eru fjöl- skyldusamkomur sem oftast eru síðdeg- is á sunnudögum sem næst einu sinni í mánuði. A undan samkomunum eru opnar samverustundir, þar sem ungir sem aldnir geta tekið þátt í leikjum, verkefnum og öðru sem kallar á virka þáttöku með öðrum fjölskyldum. Sam- komurnar eru skipulagðar þannig að jafnvel þau yngstu geti fylgst með og hlustað á Guðs orð. Aðventan er mikil- vægur tími í fjölskyldustarfinu því jóla- undirbúningurinn er mörgum fjölskyld- um kærkomið tækifæri til að rifja upp gamlar hefðir og læra nýjar. Jólaverk- stæði, þar sem unnið var saman að alls konar föndri og meðal annars máluð risastór jólamynd til skreytingar á fél- agshúsinu, var skemmtilegt nýmæli í Böm hlusta af athygli- 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.