Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 23
honum og að allir viti að þau kjósa að halda áfram í fylgd með honum.“ Að lokinni vígslunni söng kvenfólk- ið af miklum krafti og gömlu konurnar jóðluðu og dönsuðu frant og aftur unt kirkjugólfið í gleði sinni. Síðan fóru allir út og heilsuðust. Að því loknu sneru allir inn aftur því nú var komið að því sent var einna mest spennandi 1 augum margra, sem annars hafa lítil hynni haft af kökum og tertum á sinni ævi: Brúðartertan skyldi skorin. Brúðhjónin skáru fyrstu bitana og mötuðu hvort annað, síðan var kakan skorin í marga litla bita og þannig að allir viðstaddir fengu að smakka. Þá var komið með dýsætt mjólkuteið og brauðbollurnar sem dugðu fyrir allt þetta fólk. Síðast á dagskrá var að brúðhjónin settust við borð fremst í kirkjunni, en síðan komu ættingjar og vinir þeirra °g báru fram gjafir sínar: Borð, tvo klappstóla, fjóra kolla, tvær hænur, grasker nteð mjólk í, nokkur egg og svo uni ein og hálf mánaðarlaun í Peningum. D agur var að kveldi komin. Agneta og Samuel voru glöð og hamingjusöm. Agneta hafði líka ■nikla ástæðu til að gleðjast. í mörg ár hafði hún búið með fjölskyldu sinni, alein kristin. Mikill drykkjuskapur bðkast þar, og oft var hún fótum 'roðin og lítilsvirt af sínum nánustu. Hvers vegna? Jú, af því að hún var kristin og af því að hún var kona, sem htils sem einskis var metin, a.m.k. ekki mikið meira en þær 5 kýr sem Samuel hafði greitt fyrir hana. Innan Urn ættingja sína hafði hún verið Ijós °g salt, en nú er nýr tími hafinn. Hennar bíður að vera ljós og salt ;>samt manni sínum í starfi þeirra í Hhepkobegh. Biðjum þess að svo verði og að Guð gefi þeim visku og styrk til að vinna á akri sínum af alúð. Hrönn Sigurðcirdóttir Fúsir Daystar Communication heitir stofnun ein í Nairobí, höfuðborg Kenýu. Hún hefur tekið að sér að kanna hvernig ýmsir þjóðflokkar hafa tekið því þegar hafist hefur verið handa um kristilegt starf á meðal þeirra. Verkefnið var unnið að tilstuðlan alþjóðlegrar, kristilegrar hreyfingar sem kennd er við Lausanne í Sviss, en hún vinnur að svipuðum rann- sóknum víða um heirn. Markniiðið er að komast að raun um hvaða þjóðflokkar hafa ekki enn heyrt fagn- aðarboðskapinn um Jesúm Krist. Stofnunin kynnti sér þessi mál meðal 26 þjóðflokka í Kenýu og varð niðurstaðan sú að fáir væru eins fúsir að hlusta á kristilega boðun og Pókotmenn í Vestur-Ken- ýu — og varla nokkrir eins ófúsir og Dígómenn, en þeir eru múhameðs- trúar og eiga heima við strönd Indlandshafs. Kristniboðssambandið norska hóf að boða fagnaðarerindið meðal Pókotmanna árið 1978 (og íslend- ingar árið eftir) og sama ár í byggð- um Dígóþjóðflokksins. Snemma á þessu ári, 1985, höfðu um eitt þúsund Pókotmenn verið skírðir en aðeins tveir Dígómenn. Pókotmenn eru taldir vera um 220 þúsund. Þeir eru andadýrkend- ur og er menning þeirra skilgreind þannig að þeir lifi nánast á steinald- arstigi. Hvítu landnemunum þóttu byggðirnar í fjallahéruðum Pók- otmanna lítt árennilegar, enda létu - og fráhverfir Pókotmenn í það skína að þeir væru ckki hrifnir af of nánu sambandi við þá. Nokkrum sinnum var reynt að hefja kristniboðsstarf á meðal þeirra en það fór að mestu út um þúfur. Nú er hins vegar verið að leggja þjóðbraut til Suður-Súdan þvert yfir land þeirra. Fólkið hrífst mjög af nýjum vindum sem blása en finnst jafnframt sem grundvöllur gömlu trúarbragðanna riði undir fótum sér. Hefur þetta stuðlað að því að Pókotmenn taka boðberum Krists hvað best allra Kenýumanna. Dígómenn eru fastari fyrir. Á meðal þeirra höfðu norskir kristni- boðar starfað í sex ár þegar tveir fyrstu Dígómennirnir voru skírðir. Það var í mars 1984. Dígómenn eru taldir vera um 140 þúsund — og mjög fráhverfir kristnidómnum eins og títt er um múhameðstrúarmenn. Fyrir 100 árum var unnið að kristniboði rneðal Dígóþjóðflokks- ins og nokkrar fjölskyldur urðu kristnar. en ýmislegt varð starfinu til hindrunar, m.a. það að fólkið gekk Islam á hönd, svo að kristniboðarnir færðu sig lengra inn í landið. Síðan hefur ekki verið predikað á heimaslóðum Dígó- manna fyrr en Norðmenn byrjuðu að nýju. Þeir vinna að beinu trúboði og að kristinfræðikennslu í skólum. Við eigum eflaust eftir að heyra ýmislegt fleira frá Dígómönnum á næstunni. Lesendurættu að minnast þessa fólks í bænum sínum. 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.