Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 7
um arði, er þá yfirleitt einnig illa séð. Sumir vilja jafnvel útrýma því. Þannig var hugarfar nazista og þannig er hugar- farið hjá mörgum heiðnum þjóðum. Ef við virðum samtíð okkar ofurlítið fyrir okkur, þá sjáum við þessi einkenni fljótt og svo virðist, sem þau verði skýrari og afdráttarlausari með hverju ári, sem líður. Tryggð og fórnfýsi eru á undanhaldi og einnig virðingin fyrir helgi mannlegs lífs. Á ævi allra manna skiptast á skin og skúrir, meðbyr og mótbyr. Það þarf oft uthald til þess að standast mótlæti og halda það út. í slíkum kringumstæðum er mikilvægt að við kristnir menn lítum a maka okkar sömu augum og Jesús gerði, þ.e. að hann er óendanlega dýrmætur og að hlutverk okkar er að elska hann og gera hann hamingjusam- ann, reynast honunt náungi þegar á reynir. Jesús lagði áherslu á í Matt. 19 að hjónabandið væri stofnun, sem ætti að Vara svo lengi, sem makarnir lifðu, enda hafði Guð séð samlífi karls og konu best horgið með þeim hætti. Það er því ekki undarlegt þótt 6. boðorðið undirstriki Það að menn eigi að vera maka sínum trúir og það 10. einnig, að menn eigi ekki að girnast maka annars. Gott hjónaband verður ekki til af sJálfu sér. Það útheimtir mikla vinnu af 'ttökunum, sem þurfa að vilja ná því tnarki. Það er vinna og vandi að sam- ftema lífshætti tveggja ólíkra einstak- hnga svo að góð skipan fáist og makarnir hurfa oft að láta af eigingjörnum löngunum og sjónarmiðum. Þar þarf að r>kja auðmýkt og fúsleiki til þess að játa yfirsjónir sínar og til þess að fyrirgefa hinum. Hjónavígsla kristinna einstaklinga og hamingja brúðkaupsdagsins tryggir ekki hamingjusamt hjónaband, heldur er hún upphaf sameiginlegs verkefnis. Ef utakarnir eru samtaka og ákveðnir í að v>nna verkefnið af samviskusemi, eru ahar líkur á að vel takist til. Hjónaband er því möguleiki til hamingju. Góð hjónabönd eru forsenda farsæls fjölskyldulífs. Þar ríkir jafnvægi og hver fjölskyldumeðlimur er samþykktur og elskaður eins og hann er með kostum sínum og göllum. Slíkar fjölskyldur eiga mesta möguleika á að skila af sér góðum og heilbrigðum þjóðfélagsþegn- um. Hjónabandið er sáttmáli, þar sem báðir aðilar lofa ævilangri tryggð og fórnfýsi í þágu hins. Þessum sáttmála er ekki hægt að rifta í fljótheitum. Það er gott og spornar gegn því að menn láti hita augnabliksins taka af sér ráðin. Tíðarandinn virðist ekki hafa komið auga á lcyndardóm og möguleika hjóna- bandsins til þess að veita hamingju og skapa farsælt þjóðfélag. Hjá honum miðast allt við eigingjarna gleði augna- bliksins. Við kristnir menn þurfum að íhuga hvað okkur er gefið í hjónabandinu og standa vörð um þessa stofnun sjálfum okkur og þjóðfélaginu til heilla. Ef við gerum það, mun kristið samfélag og íslenskt þjóðfélag eiga möguleika á farsælli framtíð. Ef við gerum það ekki og hættum að lifa í samræmi við þau góðu lögmál, sem Guð setti lífinu, þá verðum við að taka afleiðingum þess. Þá yfirgefum við blessun Guðs og kjósum yfir okkur bölvun þess lífs þar sem Guð fær ekki að veita okkur blessun sína. Sr. Kjartan Jónsson, kristniboði. AUSTUR-EVRÓFA: Vantar Biblíur „Slavneska kristniboðið" í Sví- þjóð hefur aflað sérýmissa upplýs- inga um þörfina á Biblíum handan járntjaidsins, og kemur þar fram að mikiil skortur er á Biblium. f Sovétríkjunum er giskað á að séu um 50 milfjónir trúrækinna manna. Frá árinu 1945 hafa þó aðeins verið prentaðar 200 þús- und rússneskar Biblíur. Það svarar tii þess að 225 manns séu um hveija Biblíu. Sé þetta borið saman við ailan íbúafjöldann, 265 milfjón- ir, verður hlutfallið enn þá óhag- stæðara. f Póllandi hafa Sameinuðu Biblíufélögin getað prentað nokkrar Bibliur handa mótmæl- endum i landinu, en ntjög vantar á að nóg sé af Biblíum i kaþólsku kirkjunni. Glemp erkibiskup hefur beðið um fimm milfjón eintök! Svipað er uppi á teningnum í Tékkóslóvakíu. Þar á stór hluti mótmælenda hver sína Biblíu en margir kaþóiskir eru án þeirra. Hin opinbera dreifing Bíblíunnar þar svarar til þess að 55 manns séu um hveija Biblíu; í Júgóslavíu 70 manns. f Ungveijalandi hafa Biblíufélög- in prentað 277 þúsund Biblíur frá árinu 1945. Þar er ein Biblía fyrir hveija 36 landsbúa. Austur—Þýskaland er það kommúnistaiand í Evrópu þar sem hvað mest framboð er á Biblíum, enda hafa Sameinuðu Biblíufélög- in prentað þar tvær milljónir ein- taka af Biblíunni frá árinu 1945. Menn ættu að minnast þessa vanda þegar þeir biðja fyrir þjóðum þeim sem byggja þessi lönd. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.