Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 29
VESTUR-ÞÝSKALAND: Hvar er manngildið? Mörgum Vestur—Þjóðveijum hrýs hugur er þeir minnast þess að tugum þúsunda ófæddra bama hefur verið sálgað með fóstureyð- ingum á hverju ári í landi þeirra um langt skeið. INú glímir þjóðin við það vandamál að barnsfæðingum fækkar svo ískyggilega að árið 2030 mun hver vinnandi maður að líkindum verða að sjá einum eftir- launamanni farborða, nema þró- uninni verði snúið við. Stjóm Kohls vill spoma við þessu og rekur áróður til að örva bams- fæðingar, að þær verði helst 200 þúsund á ári svo að halda megi í horfinu. Stofnaður hefur verið sjóður sem barnmargar fjölskyld- ur eiga að njóta góðs af. Vestur—Þjóðverjar vom 62 mill- jónir árið 1973 og gátu þá „státað" af lægstu fæðingatölu í víðri veröld. En nú er svo komið að einungis tvö böm fæðast á móti hveijum þremur Vestur—Þjóðveij- um sem deyja. Þetta dregur dilk á eftir sér. Skólum hefur verið lokað. Hagur þjóðarinnar er i hættu. Helmut Kohl vill að mæður losni við Qárhagsáhyggjur og fái „mæðralaun" ■ eitt ár eftir barnsburð. Talsmenn fijálsra fóst- ureyðinga em þessu mótfallnir. Aðrir segja að útlendir farand- verkamenn muni fá bróðurpartinn af sjóðnum. f tyrkneskum fjol- skyldum em að jafnaði 3,5 böm, nærri þrisvar sinnum fleiri en ■ þýskum. Þýski læknirinn Siefried Emst er í hópi þeirra sem kveðja sér hljóðs í baráttunni gegn frjálsum fóstur- eyðingum. Honum er ekki ókunn- ugt um fjöldamorð nasista lýrr á ámm en hann kallar hinar hrika- legu fóstureyðingar í skjóli laga fjóldamorð á ófæddum bömum og finnst þær minna óhugnanlega á hugsunarhátt illræmdra nasista- ■eiðtoga. „Enginn hugsandi maður getur séð neinn grundvallarmun á því að lífláta heilbrigt, ófætt bam — af því að það sé „of mikil félagsleg byrði" lýrir umhverfið — og illa haldinn geðsjúkling sem er að minnsta kosti þúsund sinnum al- varlegri „félagsleg byrði" lýrir um- hverfið en heilbrigt bam," segir Emst. Hann bendir á það að þeir sem deyða ófædd börn komist senn á gamals aldur og verði sjálfir „félagsleg byrði", og hann spyr: „Jafnaldrar yngri kynslóðarinnar vom ráðnir af dögum fýrir fæðingu þeirra af því að þeir vom „félagsleg byrði". Mun yngri kynslóðin þá hlífa þeim sem em orðnir „félags- leg byrði" í ellinni?" Litilsvirðingin á manninum birt- ist i því, segir Emst, að baminu er komið fyrir kattamef og því hent í mslafötuna eins og hvimleiðu snikjudýri. „Slíkt hlýtur að eyða öllu gildismati í mannlegu samfé- lagi. Sú alda hryðjuverka og glæpa sem nú ríður yfir Vestur—Þýska- land og alla hina frjálsu Evrópu er óhjákvæmileg afleiðing þess að manngildið er orðið að engu," seg- ir læknirinn. NOREQUR: Tatarar trúa Menn játa afbrot sín og gera þau upp þó að það kosti þá dvöl í fangelsi. Fólk í óvígðri sambúð sem sumt á mörg böm gengur í hjónaband. Ýmsir hætta flökkulífl og tjaldbúðavist og taka upp fasta búsetu og ráða sig í vinnu. Starfsmenn i samtökunum Norskt kristniboð meðal heimilis- lausra segja að þetta séu sum einkenni á fýrstu vemlegu vakn- ingunni sem á sér stað meðai flökkufólks í Noregi. Fólk þetta hefur löngum verið kallað Tatarar og ætla sumir að þeir séu uppmnnir á Indlandi. Þeir em alls flmm þúsund í Noregi. Siðastliðin fjögur til flmm ár hafa um fimm hundmð manns meðal þessa fólks játað trú á Jesúm Krist. Vakningin hefur einkum orð- ið í Heiðmörk, Upplöndum, Vest- fold og Þelamörk. ASÍA OQ AfRÍKA: Kristniboðsáhugi Hinar ungu kirkjur i Asíu og Afríku em ávöxtur af starfl kristni- boðsins. Það er þvi gleðiefni að mikill kristniboðsáhugi hefur vaknað í mörgum þessum kirkjum. Er talið að tíundi hver kristniboði komi frá landi í þriðja heiminum en alls munu kristniboðar um víða veröld vera samanlagt um 50.600. Trúaðir menn í Asiu hafa sett sér það mark að senda 10.000 kristni- boða fýrir árið 2000. Indveijar riðu á vaðið, fýrstir Asíuþjóða, ogsendu kristniboða til Malasíu árið 1884. riæstir urðu Japanir og Kóreu- menn á ámnum 1903 og 1907. Meiri háttar kristniboðsáhuga varð þó ekki vart í Austurálfu iýrr en 1960-70. Má segja að nú séu Kóreumenn þar fremstir i flokki. Arið 1982 höfðu þeir sent meir en 330 kristniboða til nær 40 landa. Fóm þeir flestir á slóðir Asíulanda en nokkrir komu alla leið til Evrópu. Þá er áhugi á kristniboði einnig viða vaknaður í Afríku og munu Nígeriumenn hafa sent flesta boð- bera, eða alls nokkur hundmð manns. KÍNA: Ýmsar hömlur Óheimilt er að skira Kinveija sem em yngri en átján ára. Kristin- fræði má ekki kenna í kinverskum skólum. Hins vegar mega foreldrar ala bömin upp að eigin vilja. Kristnir menn i Kina skipta mill- jónum. Meira en ellefu hundmð kirkjur hafa verið opnaðar síðan árið 1976. Kirkjumenn annast sjálfir um að gefa út Biblíuna. Frá árinu 1949 hafa a.m.k. 1,3 miiyón- ir eintaka af Biblíunni verið prent- aðar í Kina. Yflrmenn kirkjunnar líta þá hom- auga sem smygla Biblíum inn í landið. Þeir segjast geta séð sjálflr um útgáfu Biblíunnar og vitja ekki að aðrir „blandi sér í" þau mál. Svipuð er afstaðan til kristilegra útvarpssendinga til Kína. Slík starfsemi sýnir vantraust á kin versku kirkjunni, segja forystu- mennirnir. 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.