Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 10
Klara Björnsdóttir og Sævar Berg Guðbergsson: Fjölskyldulíf Sævar Berg Guðbergsson er félagsrádgjafi á Lands- spitalanum og Klara Bjömsdóttir er fóstra og húsmóð- ir. Þau em búsett í Hveragerðin og eiga þijú bóm. Líf hvers manns er óslitinn þroskaferill frá vöggu til grafar. Hvert æviskeið hefur þó sín sérstöku markmið og verkefni. í þessari grein er ætlunin að fjalla um þann hluta ævinnar, sem er helgaður samskiptum foreldra og barna, þegar tvær kynslóöir mætast og hin eldr! reynir að móta þá yngri og búa hana undir 70-80 ára líf í mannlegu samfélagi. Ekki er ætlunin að skrifa fræðilega grein, heldur reyna að miðla þekkingu og reynslu um börn, uppeldi (samskipti foreldra og barna) og uin samskipti foreldr- anna sjálfra í eins almcnnu orðalagi og okkur er unnt. í svo stuttri grein verður aðeins unnt að staldra við fáein atriði. Hlutverk fjölskyldunuar Hver einstaklingur á rætur sínar í fjölskyldu þar sem foreldrar eða fóstur- foreldrar hafa haft það hlutverk að ala viðkomandi upp. Þetta hlutverk köllum við gjarnan foreldrahlutverk, og það er uppcldisstarf. En uppeldi er jú aðeins markviss leiðbeining eða leiðsögn til athafna, umgengni og sjálfstæðis. Að ala upp er að reyna að hafa áhrif á einhvern einstakling með það markmið að gera viðkomandi hæfan til ábyrgrar afstöðu til sjálfs sín og annarra. Fjölskyldan er sá vettvangur þar sem foreldrar og börn eru saman, elska, starfa og finna öryggi. Hún er sá vett- vangur þar sem fjölskyldumeðlimir eru vissir um að geta treyst hver öðrum, eru virtir og viðurkenndir, hver með sínar sérþarfir og þar sem þeir hafa gagn- kvæm mótandi áhrif hver á annan. Fjölskyldur eru þó ólíkar og hver hefur sína sérstöku sögu, venjur og siði. Innan fjölskyldunnar mótast þær reglur um lífshætti, viðhorf, tjáskipti og hlut- verk einstaklinganna, sem síðar fylgja þeim innan fjölskyldunnar og utan. Þannig hefur hver fjölskylda áhrif á aðra. Reynsla foreldranna frá eigin upprunafjölskyldu hefur áhrif á mótun þeirra eigin kjarnafjölskyldu (foreldrar og börn). Þá reynslu sem börnin þín öðlast í dag nota þau svo við myndun sinnar eigin fjölskyldu og í samskiptum við aðra menn og konur síðar á lífsleið- inni. Þetta má gjarnan kalla mótun. Hlutverk fjölskyldunnar í dag er um margt mun cinhæfara en fyrr á tímum. Að sama skapi er það nú e.t.v. mikil- vægara á vissum sviðum. Áður tengdust oft fleiri aðilar fjölskyldunni, bæði skyldmenni og vandalausir. Innan fjöl- skyldunnar fór oft fram framleiðsla á þeim vörum og greðum, sem fjölskyldan þurfti að nota eða selja sér til framfæris. Nú má segja að megin hlutverk fjöl- sky'dunnar sé aó vera griðastaður fjöl- skyldumeðlimanna þar sem þeir geta starfað að áhugamálum sínum og tjáð sig í einlægni og trúnaðartrausti. Grið- astaður fyrir rœktun inannlegra tilfinn- inga og náinna persónulegra kynna og samskipta. Þar með talið uppeldið sem er megin hlutverk foreldranna er bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og uppeldi þeirra. Þá ábyrgð getur enginn tekið af þeim'. Þó svo þau feli oft öðrum aðilum og stofnunum tímabund- ið og afmarkaða þætti uppeldisins, þá er framkvæmdin á ábyrgð foreldranna. Foreldrarnir eru megin fyrirmynd barn- anna. Af foreldrunum læra börnin t.d. að leysa sín eigin vandamál og árekstra síðar. Leysi foreldrarnir árekstra sín á milli með hávaða, rifrildi og barsmíð- um, þá er afar líklegt, að þannig leysi börnin sína árekstra við annað fólk síðar á lífsleiðinni, bæði jafnaldra og síðan maka og börn. Börn flytja oft þá mynd sem þau fá af foreldrum sínurn yfir á hugmyndir sínar um Guð. Börn eru bein í hugsun og færa óhikað eigin reynslu yfir í sinn hugarheinr. Ef for- eldrar sýna aldrei hlýju, væntumþykju eða fyrirgefningu, hvernig geta börn þá gert sér í hugarlund, að Guð eigi þessa eiginleika. - Samkvæmni í orði og verki er eitt af lykilatriðum í öllu uppeldis- starfi. Þarfir fjölskyldunnar Að þessu framansögðu er ástæða til þess að fara nokkrum orðum um þarfif fjölskyldumeðlimanna. Segja má, að bæði börn og fullorðnir hafi sömu grundvallarþarfir, og munum við nú nefna nokkrar þeirra. Öryggi er eitt af mikilvægustu þörfum mannsins. í því felast þættir eins og það að finna festu, samkvæmni í orði og athöfnum, eiga þak yfir höfuðið, hafa 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.