Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 24
raót 03 þing S 1 Vatnaskógi Almenna mótið Almenna mótið í Vatnaskógi var haldið síðustu helgina í júní sl. Hófst mótið föstudagskvöldið 28. júní og lauk síðdegis sunnudaginn 30. Dagskrá mótsins var með svipuðu sniði og undanfarin ár og voru samverustundir bæði fyrir börn og fullorðna. Yfirskrifir stundanna voru valdar með það í huga að nú er ár æskunnar og voru þær flestar sóttar í bréf Páls postula til Tímóteusar, ungs vinar hans og samverkamanns. Heildaryfirskrift mótsins var „Treystu Drottni af öllu hjarta“. Það var Sr. Kjartan Jónsson, kristniboði sem stjórnaði mótinu. Á kristniboðs- samkomunni á sunnudeginum töluðu kristniboðarnir Ingi- björg Ingvarsdóttir og Jónas Pórisson, sem hafa verið hér heima í sumar í stuttu leyfi. Pá ávarpaði Haraldur Ólafsson einnig samkomuna, en hann hefur yfirumsjón með starfi Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar í Eþíópíu. Á mótinu gáfust kristniboðinu á annað hundrað þúsund krónur í samskotum og sölu happdrættismiða. Var mótið vel sótt, enda hafði það verið vel auglýst, og áttu þátttakendur góðar stundir í Vatnaskógi að þessu sinni eins og svo oft áður. Þing SÍK 29. þing Sambands ísl. kristniboðsfélaga var haldið í Vatnaskógi í beinu framhaldi af mótinu og stóð dagana 1.-3. júlí. Voru þátttakendur milli 60og70. Á þinginu fóru fram venjuleg aðalfundarstörf. Formaður SÍK, Gísli Arnkelsson, flutti skýrslu stjórnar og rakti það helsta í starfi Sambandsins sl. tvö ár. Fram kom að á undanförnum árum hafa gjafir til kristniboðsins ekki vaxið í hlutfalli við aukinn kostnað og því blasi nú við miklir fjárhagsörðug- leikar. Það kom síðan skýrt fram í reikningum áranna 1983 og 1984 sem Hilmar B. Þórhallsson útskýrði. Fyrra árið voru gjöld umfram tekjur rúmlega 400 þúsund og það síðara rúmlega 760 þúsund. Því er fjárhagsstaða SÍK mjög slæm um þessar mundir og hlýtur það að hvetja alla kristniboðsvini til að gera átak í að afla kristniboðinu fjármuna. Á þinginu voru samþykkt ný lög fyrir Sambandið, enda voru gömlu lögin að sumu leyti orðin úrelt og þörfnuðust endurskoðunar. Umræður voru bæði um starfið ytra og hér heima. Voru umræðurnar um heimastarfið líflegar. Þær hófust með inngangserindi Skúla Svavarssonar, sem birt er annars staðar hér í blaðinu. Var einkum rætt um leiðir til fjáröflunar og kynningar á kristniboðinu og gerð fræðslu- efnis fyrir barnastarf, skóla, söfnuði o.fl. Voru samþykktar tvær tillögur í því efni, önnur varðandi gerð upplýsinga- og fræðsluefnis, hin um sérstakt kynningar- og fjáröflunar- átak í tengslum við kristniboðsdaginn í nóvember n.k. Á lokadc gi þingsins fór fram stjórnarkjör. Úr stjórn áttu að ganga þau Gísli Arnkelsson, sem verið hcfur formaður sl. 12 ár, Hilmar B. Þórhallsson, sem veriö hefur gjaldkeri í 32 ár og Sigríður Sandholt sem átt hefur sæti í stjórninni í 24 ár. Þau gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Þá átti Jón Viðar Guðlaugsson einnig að ganga úr stjórn. í stjórn voru kosin þau Jóhannes Tómasson, Kristín Möller, Sigurjón Gunnarsson og Stína Gisladóttir. Fengu Stína og Jón Viðar jafnmörg atkvæði og var hlutkesti látið ráða. Fyrir í stjórn voru Ingólfur Gissurarson, Páll Friðriksson og Skúli Svavarsson. Varamenn voru kosnir þeir Jón Viðar Guðlaugsson, Baldvin Steindórsson og Björgvin Þórðar- son. Stjórnin hefur nú skipt með sér verkum þannig að Skúli Svavarsson er formaður, Jóhannes Tómasson vara- formaður, Sigurjón Gunnarsson gjaldkeri og Ingólfur Gissurarson ritari. Aðrir eru meðstjórncndur. Þinginu lauk síðan um hádegi miðvikudaginn 3. júlí með því að sr. Lárus Halldórsson flutti bæn og blessunarorð og þátttakendur sungu „Sterk eru andans bönd“. Hér á eftir fer ávarp þingsins til kristniboðsvina. 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.