Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 21
Fráhvarf Það er fráhvarf þegar maður gengur al trúnni vitandi vits og skýtur sér undan því að hlýða Guði. Forsenda fráhvarfs er ávallt að niaðurinn hefur þekkt vilja Guðs og lifað í samfélagi yið hann. Þess vegna er þessi synd svo alvarleg, Jes. 1,2. Allt frá dögum Hósea er fráhvarfi frá trúnni líkt við svik í hjónabandi, s6r. Hós. 2. Því er einnig jafnað við heimsku, Jer. 2,13, og talið vísbend- 'ng um hið mesta vanþakklæti, Jes. 63,9. í Gamla testamentinu birtist frá- hvarfið einkum í hjáguðadýrkun, 5. Mós. 13; Jer. 2. Óeinlægni í guðsdýrk- uninni er líka merki um fráhvarf, Jes. 1. Fráhvarf er að dómi Nýja testa- ’óentisins fyrst og fremst fráfall hjart- ans frá lifandi Guði, Hebr. 3.12; Jóh. 15,6. Nýja testamentið dæmir frá- hvarfið harðar en Gamla testamentið. Fegar verst gegnir er fráhvarfið háð- Ung gagnvart heilögum anda. Það verður aldrei fyrirgefið, Matt. 12.31; Mark. 3,29; Hebr. 6,4-6; 10,29; 1. Jóh. 5.16. Hvers vegna falla ntenn frá trúnni? hyrst og fremst vegna þess að þeir sofna á verðinum, 1. Tím. 1,9; Matt. 26,41. í Nýja testamentinu er líka viðvörun til þeirra sem leiða aðra til fráhvarfs, Matt. 7,15; 1. Jóh. 4, ln; 2. Jóh. 7-10. Sænski vakningapredikarinn og rit- höfundurinn Róseníus segir: „Mörg blessuð börn Guðs hafa týnt lífi á þeim vegi sem heitir andleg leti. Þau hafa lagt niður vopnin, látið undir höfuð leggjast að nota náðarmeðulin og vinna góð verk. Það er líka andleg leti að vanrækja að breyta í samræmi við orðið og gefa gaum að rödd heilags anda. Þá hefur djöfullinn mikið vald þar sem eru girndir okkar. Hann stjórnar með þeim eins og sínum eigin vopnum. Fyrst kveikir hann í hjartanu ákafa girnd syndarinnar, vekur í hugarflugi og tilfinningum ríka velvild í garð hennar og leiðir manninum fyrir sjón- ir hvílík skemmtun og ávinningur sé að henni. Þetta er alltaf fyrsta freistingin. Því sem hann nær ekki með krafti freist- ingarinnar reynir hann að koma til leiðar með því að láta freistinguna vara við sem lengst. Hann lætur sér þá ekki nægja að vekja ákafa eftirsókn og áhuga, heldur sveipar skilninginn myrkri og sannfærir manninn um að synd sé ekki synd, hún sé að minnsta kosti hættulaus.“ Biblían geymir mörg dæmi um fráhvarf. Saga ísraels er að drjúgum hluta saga um fráhvarf frá Guði. Lýðurinn er varaður við fráhvarfi, 5. Mós. 4,19; 13,6nn. Fráhvarfið er sagt fyrir, 5. Mós. 31,16. Það er rifjað upp í Sálm. 78; Esek. 16,23. Sbr. líkaSál, 1. Sam. 15,11, Amasja, 2. Kron. 25,14,27, Júdas Ískaríot, Matt. 26,14 o.v., Hýmeneus og Alexander, 1. Tím. 1,19-20. Fráhvarf frá trúnni verður mikið á síðustu tímum, 2. Þess. 2,3, og verður tengt komu andkrists, sbr. Matt. 24,10,12; Lúk. 21,34. Það eru ekki síst falsspámenn sem valda fráhvarf- inu. Þeir hafa líka mátt til að vinna kraftaverk, Matt. 24,4; 2. Þess. 2,9nn. „Þarna þurfa trúaðir menn og trú- hneigðir að vera sérstaklega á verði. Þeir telja einatt að sá sem gerir kraftaverk sé sannkristinn, hann sé útvalinn af Guði og búinn náðargjöf- um hans í ríkum mæli. En svo er ekki ætíð.“ Fráfallinn maður á sér viðreisnar von nema hann hafi drýgt syndina á móti heilögum anda, 1. Jóh. 5,16a; Opinb. 2.5 l,14nn; sbr. Jak. 5,19n. Því er aldrei „vonlaust" að vitna um Krist fyrir fráhorfnum manni eða þjóð sem hefur leiðst í burtu frá honum. Práhvarf frá trúnni verður mikið á hinum síðustu tímum. Jesús hvetur laerisveina sína til að vera vakandi. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.