Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.07.1985, Blaðsíða 15
Hvað gera foreldramir? 75% nemenda á aldrinum 12 til 19 ára hafa tækifæri til að horfa á myndbönd. Ofbeldis- og hryllingsmyndir og >,vestrar“ eru vinsælasta efnið. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar frá Asker. Nauðganir, misþyrmingar og manndráp eru meðal þess sem ungling- arnir horfa á. Nemandi í sjöunda bekk sagðist horfa á myndbönd í 28 klst. á v'ku. Margir segja að þeir horfi á myndbönd á meðan foreldrarnir eru ekki heima. Við höfum haft opinberar herferðir gcgn reykingum, eiturlyfja- og áfengis- notkun o.s.frv. Er ekki kominn tími til að við hrindum af stað herferð gegn misnotkun sjónvarps og myndbanda? Kristlð sjónarmið Biblían hefur að geyma margar áminningar um að láta heiminn ekki móta okkur. Þessi hefðbundnu „píet- >sku“ sjónarmið eru ekki sérlega vinsæl °g margir Iíta á þau sem eins konar faríseisma. En lesum áminningarnar í bréfum Páls, Péturs og Jóhannesar og sjáum af hve miklum þunga þeir áminna hina trúuðu um að hegða sér ckki eftir öld þessari (Róm. 12,2). Við getum hvorki flúið þennan heim né látið taka okkur úr honum, en það ríður á að varðveitast frá hinu illa (Jóh. 17,15). Fjölmiðla er hægt að nota á góðan og uPPt>yggjandi hátt. Ef það væri ekki hægt hefðum við tæpast tckið þá í notkun í kristnu samhengi. En við verðum að prófa allt á orði Guðs. Allt sem er satt, allt sem er sómasamlegt, allt sem er rétt, allt sem er hreint, allt sem er elskuvert, allt sem er gott afspurnar (Fil__4,8) á að búa á meðal okkar. En umfram allt á orð Krists að búa ríkulega hjá okkur (Kól. 3,16) og við eigum að taka skjöld trúarinnar sem viö getum slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda (Ef. 6,16). Við eigum ekki að vera hrædd við að tala hreint út um notkun og misnotkun sjónvarps og myndbanda. Það eru mikil verðmæti í húfi bæði út frá mannlegum og kristnum sjónarhóli. (Norsk S0ndagsskoleblad). EÞÍÓPÍA: Kirkjur opnaðar f fylkinu Vollega í Eþíópíu hafa kirkjur sem hafa verið lokaðar í mörg ár verið opnaðar að nýju. Um 90 af hveijum hundrað kirkj- um hafa til þessa verið lokaðar. Ákveðið hefur verið að flytja stóra hópa fólks úr öðru fylki til Vollega en þar er matvælafram- leiðsla mikil. Hins vegar eru yfir- völd ekki í stakk búin til að annast dreifingu matvæla á eigin spýtur og hefúr kirkjan verið beðin að rétta þjálparhönd þeg- ar fólkið kemur. Virðst svo sem þessi merki um samstarfsvilja hafi einnig komið fram í því að yfirvöld hafi betri skilning en áður á starfi kirkjunnar. [Norska kristniboðsfélagið, Misjonsseiskapet, og fríkirkjan í INoregi vinna að kristniboði í þessu fylki. Ráðamenn ■ Vollega hafa valdið miklum erfiðleikum í starfi kirkjunnar svo að kristið fólk hefur orðið að koma saman á laun. Kristniboðar hafa jafnvel verið settir í varðhald að ófyrir- synju. Lagt hefur verið hald á útvarpstæki, bílar teknir í óleyfi og skemmdir og peningar hafa horfið. Norski ráðherrann Brusletten (hún er trúuð, kristin kona) sem fór nýlega í opinbera heimsókn til Eþiópiu segir svo frá að hún hafi rætt um mannréttindamál við utanrikisráðherra landsins. Lagði hún fram lista frá Amnesti Intemational með 40 nöfnum manna úr lúthersku kirkjunni sem sitja i fangelsum. Einnig hafði hún meðferðis lista yfir lokaðar kirkjur. Hún fékk þau svör að mál þessi yrðu athuguð gaumgæfilega. Telur hún að herstjömin muni leyfa að fleiri kirkjur verði opn- aðar á næstunni. Þessar fréttir em uppörvandi fyrir kristniboðsvini og ættu að verða þeim hvatning til að vera trúir I fyrírbæninni. Jtannsóknir benda til að ofbeldi í sjónvarpi leiði tii aukins ofbeldis í samfélaginu og að örn, sem horfa mikið á ofbeldismyndir, verði árásargjarnari en önnur börn. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.