Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.1995, Qupperneq 16

Bjarmi - 01.06.1995, Qupperneq 16
F - SÍÐAN Því miður verðum við oft áþreifanlega vör við að misbrestur verður á sambúð mannfólksins og náttúrunnar. Sumarib er tími vaxtar og uppskeru „Og vorið kom ímaí, eins og vorin komuforðum, með vœngjaþyt og sólskin og nœturkyrrð og angan..." Hending úr Frá lidim vori eftir Tómas Guðmundsson Eftir langan og erfiðan vetur er nú loks farið að örla á hlýindum í lofti og angan frá nýútsprungnum vorblómum og brumi. Það léttir lund að bjart er nánast allan sólar- hringinn. Vorið er mikill gleðigjafi og gefur fyrirheit um bjarta og „hlýja“ daga. Þegar snjórinn hefur hulið jörðina í marga mánuði sjáum við hana í nýju ljósi þegar hún birtist á ný undan hvíta teppinu sem breytti allri ásýnd hennar. Svo undrafljótt byrjar gróðurinn að vaxa á ný, grasið grænkar og fyrstu vorblómin brosa við okkur. Gleði barnanna yfir fyrstu blómunum er ósvikin og hækkandi loft- hitinn kallar þau út í leik. Það er gaman að sjá vorið í bömunum. A sumri njótum við útiveru og sólskins, gróðurs jarðar og hvíldar frá amstri hversdagsins ein eða í samfélagi annarra. Sumarið er tími vaxtar og uppskeru. Þá birtist sköpunarverk Guðs í allri sinni dýrð, þess eigum við að njóta. Mikilvægt er að kenna börnum að umgang- ast og virða náttúruna - sköpunarverkið. Tímanum er vel varið sem fjölskyldan er saman að njóta nátt- úrunnar, að skoða og skilgreina hið smáa sem stóra, blómin, steinana, vatnið, fjöllin, fuglana, skordýrin, húsdýrin... 16

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.