Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 11
AFMÆLI Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins (í pontu), kallaöi upp þá 7 af stofnfélögum sem viöstaddir voru á afmælissamkomunni. F.v.: Árni Sigurjónsson, Einar Th. Magnússon, Friörik Vigfússon, Þorkell Sigurbjörnsson, Hilmar B. Þórhallsson, Helgi Elíasson og Hermann Þorsteinsson. Gídeonfélagiö í 50 ár á íslandi Þann 30. ágúst síðastliðinn hélt Gídeon- félagið á íslandi upp á hálfrar aldar afmæli sitt með hátíðarsamkomu í aðalsal KFUM og KFUK við Holtaveg. í tilefni afmælisársins hefur félagið bæði gefið út sérstakan afmælisveggplatta, sem og sögu sína á bók: „Það er ég sem sendi þig." Gídeonfélagið á upphaf sitt að rekja til Banda- ríkjanna. Það var stofnað af þremur sölumönnum 1. júlí 1899 í Janesville í Wisconsin. Þegar fyrsti ársfundurinn var haldinn réttu ári síðar voru meðlimir þess orðnir 600 talsins. Á þeim fundi var m.a. samþykkt sú ályktun að reynt yrði að koma fyrir Biblíum á öllum hótelum þar sem Gídeonmenn ferðuðust um. Upp úr þessu óx Gídeonfélagið jafnt og þétt og starfsgrundvöllurinn stækkaði. I upphafi var félagið eingöngu ætlað farandsölumönnum, en smám saman voru inntökuskilyrðin rýmkuð og í dag er það ætlað kaupsýslumönnum, verslunarmönnum og sérfróðum mönnum í föstum stöðum, öðrum en prestum. Gídeonfélagið er þverkirkjulegur félags- skapur og ræða félagar aldrei kenningarleg ágrein- ingsmál sín á milli. Markmið Gídeon- félagsins er fyrst og fremst að útbreiða Guðs orð og ávinna fólk til trúar á Jesú Krist. Það er gert með út- breiðslu ritningarinnar og persónu- legum vitnisburði. Sumarið 1945 (46 árum eftir að Gídeonfélagið var stofnað þar vestra) kom maður að nafni Kristinn Guðnason hingað til lands. Hann hafði flutt ungur frá íslandi, fyrst til Noregs og síðar til Banda- Kristinn Guhason taldi Gídeonfélagið vera bestafélagsskap sem hann hafði bjnnst og bar með sér heita þrá um að einhver yrði til að stofna slíktfélag heima á Islandi. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.