Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 23
AF VETTVANGI veislumatur á borðum allan tímann. Þetta kunnu við vel að meta. í Nakskov gafst tækifæri til þess að endurnýja kynni sín við unglingana sem við kynntumst á mót- inu. Kvöldvökur voru haldnar, farið í skoðunar- ferðir um nágrennið og á ströndina. Það var óneitanlega erfitt fyrir marga þegar kveðjustundin rann upp. Eftir tveggja daga stopp var tími til kominn að halda aftur til Kaupmannahafnar. Það voru að vonum miklir fagnaðarfundir þegar farið var að heilsa upp á vini og ættingja í dýragarðinum. Að því loknu var haldið á fslendingasóðir, farið á söfn, í Tívolí og að sjálfsögðu á Strikið. Það var hress og kátur hópur sem hélt heim á leið eftir sautján daga ferðalag. Þegar leitað var álits þátttakenda í ferðinni um hversu vel hefði til tekist kom berlega í ljós að andinn í hópnum var sérstaklega góður. Þetta var skemmtilegur og samheldinn hópur sem var saman komin til þess að kynnast og að skemmta sér. Flestum fannst að ferðin hefði mátt vera lengri og þau voru tilbúin til þess að endurtaka hana („jafnvel með sömu leiðtogum, þótt þeir væru grimmir á köflum..."). Skemmtilegasta við ferðina var m.a að þar mynduðust mörg ný vinasambönd sem eiga eftir að vara lengi. KFUK og KFUM geta verið stolt af þessum fríða flokki sem með framkomu sinni var sjálfum sér, félögunum og landi til sóma. Hópurinn er þakklátur öllum þeim einstaklingum og félaga- samtökum sem styrktu ferðina. An þess stuðnings hefði þetta ekki verið mögulegt.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.