Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 9
ALDARMINNING ólaíur Cneösttil v.ns n asa^ íkjanna, Wð'<»'nSarö"""nfs,n Fu\\ama- Olafur meö kínverskum 'ærdómsmanni. PassamV"d í W^^^~Zy&1 áöur neL]0nes. stórviðrinu einu. Hann heyrist ekki síður og birtist ekki síður í blíðum blænum, - mildi hans og miskunn. Og Ólafur var eins og harpa Guðs. Það, sem hann sagði frá og talaði um, fór skemmstu leið í hugskotin og hjörtun. Raunar var hann eins og heil hljómsveit og hljómkviða, allt fas hans, röddin, gleðin, brosið, en einnig hryggðin og sársaukinn vegna þeirra, sem lifðu í vonarsnauðri veröld, myrkri og þjáning. II. Drottinn gerði þann mann, sem þannig kom drengsnáða fyrir sjónir fyrir tæpum sextíu árum, að tákni fyrir íslenzka þjóð, - áminning um skuld hennar og skyldur. Nú eru liðnir tæpir þrír aldarfjórðungar, frá því að Ólafur hélt austur til Kína og gerðist þar kristniboði. Hann fór þangað á vegum erlends kristniboðsfélags, en þó fór svo, að fyrstur íslenzkra manna var hann studdur af íslendingum til kristniboðs í fjarlægu landi. Þáttur hans í íslenzkri kirkjusögu er því næsta merkur. Árið 1873 ritaði helsjúkur, norðlenzkur prestur bréf til þjóðar sinnar. Þjóðhátíð var í vændum. Hann lagði til, að stofnað yrði kristniboðsfélag á Þing- völlum á þeirri þjóðhátíð. Hann var ungur og djarfmæltur: „Ég hræðist hvorki fátækt þjóðarinnar né auvirðileika uppástungumannsins," segir þar. „Ég hef tekið eftir því, að Drottinn framleiðir einatt mik- ið af litlu. Þannig getur hann með þessari fámennu og fátæku þjóð, gert gagn annarri stærri og ríkari þjóð, það gagn, sem ekki verður metið eftir mæli- kvarða veraldarvitringanna." Bréfritaranum entist ekki aldur fram á þjóðhjátíðar- árið. Félagið fæddist nær andvana. Þeir voru fáir, sem töldu íslendinga aflögufæra um kristinn dóm. Drottinn gerðiþann mann að táknifyrir íslenzka þjóft, - áminning um skuld hennar og skyldur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.