Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 28
VITNISBURÐUR Nýlega sagði kona við mig: „Mig langar til að ferðast til útlanda, en hvorki ég né maðurinn minn tala ensku. Ég kann bara að segja: I LOVE YOU." Og við hlógum báðar. Svo hugsaði ég að það væru kannski bestu skilaboð sem við gætum gefið heiminum. Kærleikurinn er það sem vantar í heiminum í dag, og ég held að kærleikurinn milli kristins fólks sé ómetanlegur. I sumar hitti ég konu í Bandarfkjunum sem hefur verið ekkja í 20 ár. Maðurinn hennar var ________ prestur eins og maðurinn minn, Guðni heitinn Gunnarsson, og dó á svipuðum aldri og hann. Hún er ennþá í sorg. Hún fer til sálfræðings og á mjög erfitt andlega þó að hún sé trúuð kona. Ég fór að segja henni frá minni reynslu, að frá fyrsta degi sem Guðni varð veikur hringdi ég alltaf í vina- fólkið okkar og bað um fyrirbæn. Það var komið á spítalann og beðið fyrir okkur. Við áttum eingin skyldmenni á Islandi en við áttum systkini í Kristi sem stóðu með okkur í öllum erfið- leikum. Kærleikur kristins manns. Þið báðuð þegar ég átti engan styrk. Og ég fann að Guð gaf mér styrk. Daginn sem Guðni dó fylltist húsið mitt af fólki sem þótti vænt um Guðna. Við grétum og báðum saman. Presturinn okkar sagði að við mættum gráta og það væri í lagi að spyrja Guð: „Hvers vegna?" En þrátt fyrir allt vissum við að það var Guðs vilji. Eg bið Guð um að minna okkur öll á að það er bara einnfrelsari, Jesús Kristur, bara ein köllun, aðfylgja Jesú og segja öðrumfrá honum,ogeinkirkja... Esther Gunnarsson er húsmóðir og hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Nu er liðið rúmlega ár síðan Guðni dó. Tveir af drengjunum mínum eru giftir og sá þriðji er á síðasta ári í Háskólanum. Allt hefur breyst hjá mér nema eitt: Ég á ennþá Jesú. Hann sagði: „Ég mun alls ekki sleppa þér né yfirgefa þig" (Heb. 13:5). Jesús, sem kallaði mig til sín þegar ég var lítil telpa, kallar enn. Nýlega var ég á heimsþingi í Nairóbí, Kenýa, á vegum Kristilegu skólahreyfingarinnar. Þar vorum við saman komin 350 manns frá yfir 100 löndum. Yfirskriftin var: Einn frelsari, ein köllun og ein kirkja. Við vorum hvött til að sameinast í Jesú Kristi. Guð talaði til mín í fyrir munn ræðumannanna, í vitnisburðum, á bænastundum og þegár ég var að spjalla við fólkið. Mér fannst fólk frá löndum þar sem var stríð og hungursneyð ætti svo brennandi trú á Jesú. Eg bað Guð að hjálpa mér að sjá fólk í kringum mig sem þyrfti að finna Jesú og að hvetja mig að biðja og trúa meira. Hann benti mér á ýmislegt sem ég gæti gert fyrir sig á íslandi þrátt fyrir að ég væri miðaldra, útlensk ekkja. Og það var eins og hann kveikti löngun í mér til að gera allt sem hægt er að sameina fólk í Jesú Kristi. Þegar ég hugsa um Jesú og er að hvetja fólk til að sameinast í honum er lítill tími til að vera bitur og gagnrýninn. Bara það sem ég geri fyrir Jesú skiptir máli. Eg þakka Guði fyrir loforð sem hann gefur mér í Jes. 41:10: „ Óttast þú eigi, því að ég er með þér; lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð; ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlœtis míns." Ég bið Guð um að minna okkur öll á að það er bara einn frelsari, Jesús Kristur, bara ein köllun, að fylgja Jesú og segja öðrum frá honum, og ein kirkja sem hann vill að sameinist í sér. Megi heimurinn sjá kærleika okkar sem höfum kosið að fylgja Jesú og megum við sýna fólki í kringum okkur að Jesús elskar það. Já, skilaboðin: „I LOVE YOU" og: „Eg vil leiða þig til Jesú," er það sem heimurinn þarf að heyra í dag. Guð blessi ykkur. Esther Gwmarsson 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.