Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 6
AÐALGREIN I margvíslegum samskiptum er stundum þœgilegast aðfara á svig við sannleikann til þess að gera eigin hlut betri en þá er míkíl hŒtta á aðfestast í neti lyginnar og ganga óheikrleikanum á höni hvorki beint né óbeint, hvorki með orðunum né þögninni, hagræða ekki sannleikanum á neinn hátt í eigin þágu því það verður alltaf á kostnað annarra. I margvíslegum samskiptum er stundum þægileg- ast að fara á svig við sannleikann til þess að gera eigin hlut betri en þá er mikil hætta á að festast í neti lyginnar og ganga óheiðarleikanum á hönd. Biblían og heiöarleikinn Samkvæmt orðalykli að Biblíunni koma orðin heiðarleiki og heiðarleg(ur) aldrei fyrir í Heilagri ritningu. Þetta er einkum athyglisvert vegna þess að Biblían fjallar mikið og víða um heiðarleika. I spámannaritum GT er drjúgur hluti dóms- boðskapar spámannanna tengdur óheiðarleika í ein- hverri mynd. Þar eru ýmsar lýsingar á því hvernig menn misnota aðstöðu sína til að hagnast á kostnað þeirra sem verr eru settir og hagræða sannleikanum í því skyni að komast sjálfir auðveldlegar frá hlut- unum. Frásagan um Davíð og Batsebu í II. Samúelsbók 11-12 er skýrt dæmi um það að óheiðarleiki er and- styggð í augum Guðs en hann þráir heiðarleika. Davíð girnist konu annars manns og breytir óheiðar- lega er hann misnotar aðstöðu sína til þess að koma eiginmanninum fyrir kattarnef og komast yfir kon- una. Spámaður Drottins gerir Davíð grein fyrir synd hans og Davíð tekur út refsingu en kemur fram fyrir Guð í heiðarleika og er endurreistur. Frásagan um Ananías og Saffíru í Post. 5:1-11 er einnig um skelfilegar afleiðingar óheiðarleika. Þau hjónin vilja sýnast betri og fórnfúsari en þau eru í raun en geta ekki blekkt Anda Guðs. Óheilindi hjónanna og iðrunarleysi kostar þau lífið. Heilindi eiga að einkenna hvern kristinn mann. I Efes. 6:5-8 erum við hvött til að vinna öll störf eins og Drottinn ætti í hlut en ekki menn, ekki með augnaþjónustu (sýndarmennsku) þess sem vill komast auðveldlega frá hlutunum, heldur vera gegnheil í öllum störfum okkar. Heiöarleiki í samtímanum í 15. Davíðssálmi segir á þessa leið: Drottinn, hver fær að gista í tjaldi þínu, hver fær að búa á fjallinu þínu helga? Sá er sver sér í mein og bregður eigi af, sá er eigi lánar fé sitt með okri og eigi þiggur mútur gegn saklausum - sá er þetta gjörir mun eigi haggast um aldur. Þarna eru fyrirheit eilífa lífsins tengd heiðarlegri breytni. Annars vegar meðferð fjármuna og hins vegar því að standa við orð sín - jafnvel þótt það kosti óþægindi. Orð skulu standa, var sagt. Því miður er það frekar undantekning en regla í upplausn samtímans að hægt sé að treysta munnlegum loforðum og pappírs- lausum skuldbindingum. Blekið í skriflegum samningum er oft varla þornað fyrr en farið er að hártoga þá og túlka út og suður - í þeim tilgangi að komast hjá að standa við það sem lofað var í upphafi. Það leiðir til þess að einhver annar lendir í óþægi- legri aðstöðu og er þess vegna óverjandi frá sjónar- miði kristinnar siðfræði.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.