Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Síða 7

Bjarmi - 01.11.1997, Síða 7
Henning Emil Magnússon: Ritningin rammar lúkkið inn! Allir eiga sér heimsmynd eða lífssýn. Maðurinn er hugsjóna- vera. Hann sér ekki eingöngu með augunum og hvötunum heldur einnig með huganum. Maðurinn tekur ákvarðanir og þær eru teknar með hliðsjón af heimsmynd hans. Heims- myndin hefur mótandi áhrif á okkur, beinir okkur í eina átt frekar en aðra. Hún túlkar heiminn í kringum okkur og raðar atburðum og viðfangsefnum í ákveðna forgangsröð. Sem dæmi um áhrif heimsmyndar má nefna afstöðu til þjófnaðar. Heims- myndin eða lífsviðhorfið getur sagt: Þó að ég vilji hlutinn þá tek ég hann ekki, þegar annað viðhorf gæti haldið því fram að það væri réttlætanlegt að stela. Það sem réttlæti stuldinn gæti verið eigin fátækt eða annarra. Hér eru strax komnar þrjár ólíkar skoðanir á sama hlutnum. Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvað það er sem hefur áhrif á heimsmynd hvers og eins. Heimsmynd Heimsmynd mótast oft af svörum við mikilvægum spurningum. Flestir velta fyrir sér spurningum eins og: Hver er ég? Hvar er ég? Er líf eftir dauðann? Hvað er rétt og rangt? Það eru spum- ingar af þessari gerð sem stýra oft ákvörðunum. En þó ber að hafa í huga að sjaldnast mótar einstaklingur sér heimsmynd meðvitað. Hann tekur ekki hvem einasta atburð og vegur og metur út frá grundvallandi spurningum. Heimsmyndin verður miklu frekar til ómeðvitað og ef hún er skoðuð náið koma ef til vill einhveijir gallar í ljós. En heimsmynd á að vera samstæð og má ekki vera í mótsögn við sjálfa sig. Það er ekki heldur hægt að horfa fram hjá þvi að óskhyggja hefur mikið að segja í þessum visindum. Sem dæmi um heimsmynd sem var smíðuð úr óskhyggju og ófullkomnum rökum má nefna þá strauma og stefnur sem réðu rikjum áður en heimsstyijald- irnar riðu yfir. Víða var mikil trú á manninum og góðmennsku hans. Maðurinn var mælikvarði alls, hann gat slitið sig úr sambandi við allt utanað- komandi, sjálfur átti hann svör við öllum lífsins gátum. Mennirnir trúðu á manninn. En síðan fór maðurinn að smíða sér vopn og vélar, lííláta og eyða. Þegar upp var staðið hafði kaldur raun- veruleikinn afhjúpað heimsmyndina. Það er mikilvægt að smíða heimsmynd sína meðvitað. Ekki eingöngu vaða áfram og „hirða upp af götunni". „Slökktu á heilanum, stilltu á Guö!" Margir halda að til „að stilla sig inn“ á Guð þá þurfi að slökkva á huganum á meðan. Þeir gleyma þvi að hugurinn er hluti af sköpunarverkinu. Það er oft rætt um hlut- verk hugar og hjarta í trúarlífinu. Menn vilja stundum líta á þetta sem tvær and- stæðar fylkingar. Annars vegar þá sem lifa þurru trúarlífi með huganum og hina sem eiga lifandi trú með hjartanu. Það er alvarlegt að aðskilja þessa þætti því að þeir eru báðir mjög mikilvægir og þeir eiga að virka saman en ekki sitt í hvoru lagi. Annað getur ekki staðið án hins.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.