Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 3
STALDRAÐ VIÐ T3j&rmi TÍMARIT UM TRUMAL Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Guðmundur Karl Brynjarsson, og Kjartan Jónsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, Pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.800,- innanlands, kr. 3.300, til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,-. Umbrot og útlit: flhrif ehf. - Kringlunni 6. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Prentun: Borgarprent. 4Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, fjallar um trú, von og kærleika í átökum lifsins. 6Rætt vió Esther Gunnarsson, hjúkrunarfræóing, um trú, von og kærleika andspænis þjáningu, sorg og dauóa. J|^fcTerry White, sem ■ Whaldió var í gísl- ingu í 1.763 daga, horfóist í augu vió þjáninguna. ^yjViótal vió sr. ■“TSigfús Ingvason og Laufeyju Gísla- dóttur, prestshjón í Keflavík, um erfióleik- ana o.fl. Jj O Gyóa Karlsdóttir 1 O ræóir vió Guórúnu Ásmundsdóttur um leikritiö „Heilagir syndarar“ sem sýnt er í Grafarvogskirkju. AA Kjartan Jónsson veltir upp spurningunni hvort íslenska kirkjan veröi áhorfandi eóa þátttakandi í kristniboói alheimsins á næstu öld. AA Œskulýósstarf í fcO Ólafsvík er öflugra en víóa annarsstaóar. Guómundur Karl Brynjarsson fjallar um upphaf starfsins og ræóir vió leiótogana. Allir verða fyrir áföllum í líf- inu. Þau geta verið misjafn- lega harkaleg og erfið en öll þurfum við að takast á við erf- iðleika og þjáningu lífsins með einhverjum hætti. Stundum geta aðstæður okkar verið slíkar að okkur finnst allt hrunið og að framundan sé ekkert nema vonleysi og myrkur. Okkur finnst við ein og yfirgefin og íyllumst beiskju út í Guð og menn. Þetta geta verið eðlileg viðbrögð í íyrstu þegar áföll dynja yfir en spumingin er hvemig við ætlum síðan að takast á við það sem við mætum og þær tilfinningar sem vakna. Páll postuli talar um trú, von og kærleika í 13. kafla 1. Korintubréfs. Þetta þrennt er stundum nefnt hinar þrjár kristilegu dygðir. Páll segir: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur" (v. 13). Þetta em því grundvallaratriði sem standast hvað sem á dynur. Þegar við mætum áföll- um og erfiðleikum lífsins er það þetta sem við getum byggt á. Trúin beinist að Guði og felur í sér traust á honum. Vissulega getur verið erfitt að koma auga á hann og treysta honum í hremmingum lífsins. En Guð er sá sem hann er þrátt fyrir allt og ef einhver getur borið okkur í gegnum erfiðleika lífsins þá er það hann. Og víst er að hann gleymir okkur ekki. „Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína," segir hann (Jes. 49.16). Við getum þvi ömgg treyst honum. Vonin er ekki síður mikilvæg. Aðstæður okkar kunna að virðast vonlausar og þær geta orðið það ef við ætlum eingöngu að byggja á okkur sjálfum. En mitt í þrenging- unum megum við vona á Drottin og sú von bregst ekki. Davíðssálmur 27 lýsir ýms- um hremmingum sem geta mætt á lífsleiðinni. Sálmurinn endar á hvatningu þar sem segir: „Vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, já, vona á Drottin" (v. 14). Vonin er andstæða vonleysisins. Það er hægt að sökkva sér ofan í vonleysi en það leiðir aðeins til þess að við missum vonina og sjáum ekki út úr myrkrinu. Það kann að vera dimmt í kringum okkur á ýmsum stundum lífs okkar en með voninni sjáum við bjarma af nýjum degi. Kærleikurinn er þeirra mestur, segir Páll. Það er rétt. í fyrsta lagi af því að Guð er kærleikur og hann elskar okkur hvað sem á dynur í lífi okkar. í öðru lagi af því að við eigum að elska hann af öllu hjarta og lifa í kærleikssamfélagi við hann. í því samfélagi getur ekkert grandað okkur. Og í þriðja lagi af því að við eigum að elska hvert annað. Það birtist m.a. í þvi að þegar einhver verður fyrir áfalli og þjáist þá leitumst við við að hjálpa, styðja og styrkja eftir mætti. Páll orðar þetta svo í 1. Korintubréfi: „Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limimir með hon- um" (12.26). Kærleikurinn bindur þá sem trúa á Jesú Krist saman órofa böndum. Og án kærleikans em þeir ekki neitt. í þjáningu, sorg og dauða er það kærleikur- inn sem heldur okkur uppi, kærleikur Guðs og kærleikur þeirra sem láta sér annt um okkur. Nú varir trú, von og kærleikur. Gætum við lifað lífinu án þess að eiga þetta þrennt? Leggjum þvi rækt við það á góðu dögunum þannig að það haldi þegar á reynir. Trú, von og kærleikur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.