Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 13
framtíðin er Guðs og endalok alls eru í
hans hendi en ekki einhverra tortíming-
araíla. Við göngum þvi til móts við kær-
leika Guðs sem sigrar allt að lokum. í
þessari vissu eigum við að halda vöku
okkar.
Jesús segir því: „Himinn og jörð
munu líða undir lok, en orð mín munu
aldrei undir lok líða" (v. 31).
(1) Við verðum hér að gera greinar-
mun á okkar orði, þ.e.a.s. þeim orðum
sem streyma út af munni okkar í tíma
og ótíma, og orði Guðs. Við hugsum eitt,
segjum annað og gerum ef til vill það
þriðja. Þessu er ekki svo farið hjá Guði.
Hjá honum er hugsun, orð og verk eitt.
Þannig kallar Guð ekki bara heim og
mann fram með orði sínu. Með því virk-
ar, viðheldur og leiðir hann það sem það
hefur einu sinni kallaðfram. Heimurinn
endurómar orð Guðs. Þetta greinum við
því vel t.d. á stjömubjarti nóttu og get-
um þá vel tekið undir orðin i 8. Davíðs-
sálmi: „Drottinn, Guð vor, hversu dýr-
legt er nafn þitt um alla jörðina! Þú
breiðir ljóma þinn yflr himininn."
(2) Orð Guðs er í Biblíunni lika skil-
greint sem það orð sem er talað beint til
mannsins, sem hann heyrir og getur
skilið. Þannig talar Guð til lýðsins fyrir
munn spámanna eða sem orð ritningar-
innar (Sálm. 147,15).
Jesús segir þvi hér: Orð Guðs er Guð
sjálfur. í þvi kallar Guð manninn til lífs-
ins, setur honum mörk og umvefur
hann á allan máta.
(3) Því nægir ekki að orð Guðs sé
kennt og meðhöndlað úr fjærlægð, held-
ur ber okkur að lifa í þvi. í orði Guðs
býr lífskrafturinn sjálfur, þess vegna er
það lífsspursmál að við virðum það.
í þessu samhengi er auðskilið hvað
Jesús á við þegar hann segir: „Himinn
og jörð munu líða undir lok, en orð mín
munu aldrei undir lok líða.“ Það sem er
kallað fram í orði Guðs er sköpun og
getur horflð, en ekki Jesús Kristur sem
er orðið. Og hann er fullur náðar og
sannleika. í honum dveljum við og um
alla eilífð. Jesús heldur áfram og segir:
„En þann dag eða stund veit enginn,
hvorki englar á himni né sonurinn,
enginn nema faðirinn. Verið varir um
yður, vakið! Þér vitið ekki, nær tíminn
er kominn" (v. 32-33). í ljósi þessara
orða er fáránlegt að vera að velta fyrir
sér hvenær endalokin komi eða að
reyna að reikna það út, því það sem
Guð hefur hulið mönnum og englum,
já, sjálfum syninum, er handan þess
sem við getum nokkum tíman nálgast.
Megin-áherslan liggur á því að við
þurfum ekki að óttast endinn, því við
þekkjum þann sem mætir okkur þar,
Jesú Krist. í endurkomunni, þegar mynd
þessa heims líður undir lok, þá tekur við
veruleiki sem er alfarið og í alla staði
mótaður af fyrirgefningu, náð og kær-
leika Guðs. Boðskapurinn um endalok
alls er því gleði- og huggunarboðskapur.
En eftir stendur samt spurningin um
hvernig við eigum að vera í millitíðinni.
Til að skýra þetta nánar segir Jesús
okkur dæmisögu:
„Svo er þetta sem maður fari úr landi,
skilji við hús sitt og feli þjónum sínum
umráðin, hveijum sitt verk. Dyraverðin-
um býður hann að vaka. Vakið því, þér
vitið ekki, hvenær húsbóndinn kemur,
að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögum"
(v. 34-37). Það er hefur ætíð reynst
freistandi fyrir menn að rifa þessi orð
Krists úr samhengi og leysa þau upp í
einhverskonar aðvörunaróp siðapostula.
Ef það er gert þá erum við búin að gera
breytni okkar að tryggingu hjálpræðis-
ins en ekki orð Krists. Og ef við hættum
að treysta fyrirgefningu Guðs og fömm
að byggja alfarið á okkur þá hættum við
að vaka og gemmst andvaka. Þetta veit
Jesús og skilgreinir því eðli biðarinnar
með dæmisögu.
Hann líkir sér í henni við húsráðanda
og okkur við þjóna. Húsbóndinn heldur
á brott en áður en hann fer felur hann
þjónunum umráðin og hverjum sitt
verk. Takið eftir að enginn er skilinn eft-
ir í óvissu um hvernig hann eða hún
skuli haga tíma sínum þar til húsbónd-
in kemur aftur. Allir hafa sínu hlutverki
að gegna. Biðin og það að halda vöku
sinni er ekki tími óöryggis og aðerðar-
leysis, heldur vissu. Við eigum að ganga
til okkar dagsverks og leysa það af
hendi eftir bestu getu. Við eigum sem sé
ekki að loka okkur af frá heiminum,
bíða og stara upp í himininn. Timi end-
urkomunnar er okkur óviss, en ekki tími
biðarinnar. Við eigum að vinna og vaka
- og einnig að njóta hvíldar, þvi Kristur
skiptir sólarhringnum niður í fjórar
vaktir sem undirstrikar að hver hefur
sína vakt og þegar einn vakir getur ann-
ar soflð. Nú segir Jesús:
„Látið hann ekki flnna yður sofandi,
þegar hann kemur allt í einu. Það sem
ég segi við yður, það segi ég öllum: Vak-
ið!“ (v. 36). Að halda vöku sinni kostar
vinnu og krefst stöðugleika hjartans.
Hér er ekki um það að ræða að ofkeyra
sig með vökum, heldur það að reyna að
halda ró sinni. Þ.e.a.s. sá er vökull sem
lætur ekki allt koma sér út af sporinu
heldur leitast við að halda jafnvægi og
skýrleika hugsunar sinnar svo hann
geti sinnt sínum daglegu skyldum. Að
halda vöku sinni felst ekki í því að æða
áfram og drifa allt af. Við eigum ekki að
vera andvaka og „djöílast" áfram heldur
eigum við samkvæmt orðum Krists að
vaka og vinna. Og hér verður hver og
einn að flnna sinn gullna meðalveg.
Það er merkilegt að þetta eru síðustu
orð Jesú áður en píslasagan hefst sem
gefur til kynna að orð hans veitir okkur
það hald sem við þörfnust þegar erflð-
leikar mæta okkur. Réttara sagt: Það er
Jesús Kristur og orð hans sem gerir
okkur mögulegt að halda vöku okkar og
bíða. í þessari vissu störfum við án ótta
því sá sem þekkir framtíð sína i Guði
getur óhræddur sinnt starfi síns dag-
lega lífs.
Dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson er héraðsprestur i
Reykjavikurprófastsdæmi eystra.