Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 10
AÐ HORFAST í AUGD
VIÐ ÞJANINGUNA
„Eftir að ég var látinn laus spurðu
margir mig hvort trú mín hefði ekki
gefið mér öryggi. Ég varð að svara
þessu neitandi."
Þetta segir Terry White sem var sér-
legur erindreki erkibiskupsins af Kant-
araborg, eftir að hafa verið í varðhaldi
Drúsa í Líbanon í 1763 daga, frá 20.
janúar 1987 til 18. nóvember 1991.
Hann samdi um lausn margra vest-
rænna gísla úr höndum hópa hiyðju-
verkamanna í Mið-Austurlöndum á ní-
unda áratugnum. En 20. janúar 1987
fór eitthvað úrskeiðis í samningaviðræð-
unum og hann var sjálfur tekinn til
fanga. Fyrstu fjögur árin var hann
hlekkjaður við vegginn í fangaklefa þar
sem hvorki var ljós né húsgögn af
nokkru tagi. Einu tengslin við umheim-
inn voru þögulir fangaverðir.
í þessi tæplega fimm ár hafði Terry
góðan tíma til að hugsa. Hann hélt fast í
þá trú að sálin væri innsti kjarni
mannsins sem enginn gæti lagt hönd á.
„Ég sagði við sjálfan mig: Þeir geta
brotið niður líkama minn og jafnvel
brenglað skynsemi mína en þeir geta
aldrei snert sál mína.“
Á þessum tíma ígrundaði hann mikið
tilgang þjáningarinnar. „Þjáning er
aldrei auðveld viðureignar. En eitt af því
sem ég lærði í varðhaldinu var að hún
þarf ekki að vera eyðileggjandi. Þjáning
getur leitt til hugleysis, þunglyndis og
örvæntingar, en þarf það ekki. Ég veit
að margir hafa reynslu af því að eitt-
hvað nýtt geti komið út úr þjáningunni.
Mestu máli skiptir hvaða afstöðu maður
tekur til hennar. Við þurfum ekki að
leita að þjáningunni því að hún er hluti
af lífinu. Við eigum bæði að reyna að
koma í veg íyrir þjáningu og draga úr
henni eins og kostur er. En þegar við
verðum fyrir henni er mikilvægt að
horfast í augu við hana.
Það hefur afleiðingar að reyna ávallt
að flýja þjáninguna. Líknardráp er t.d.
venjulega tilraun til þess, en sársauka
er hægt að lina með lyfjum. í líknar-
drápi er liíið niðurlægt þvi að aðstand-
endur standa eftir með sektarkennd. Að
svipta sjálfan sig eða aðra lífi með þess-
um hætti getur þýtt að maður sviptir
sjálfan sig eða aðra mikilvægri vídd i líf-
inu.
En þó að allir verði fyrir þjáningu
leggst hún misþungt á fólk. Að þvi leyti
er heimurinn ekki réttlátur. Ég sný
alltaf til trúarinnar gagnvart þjáning-
unni. Þar er þjáning Krists á krossinum
miðlæg. Hinn saklausi varð að þola
hræðilega þjáningu. Sannleikurinn í
upprisufrásögunni er að jafnvel hræði-
legustu mannlegu þjáningu er hægt að
yfirvinna.
Trúin gerði mig ekki öruggan í varð-
haldinu á þann hátt að tilveran hefði
orðið auðveldari því að hún stillir manni
augliti til auglitis við sannleikann og
gagnvart honum uppgötvar maður
marga galla sína, að maður er langt frá
því að vera góð eða eftirsóknarverð
manneskja og að hið illa, sem maður
sér í kringum sig, býr einnig hið innra
með manni. Þess vegna sagði Jesús að
sá sem væri syndlaus skyldi kasta
íyrsta steininum.
Margur nútímamaðurinn íýllist von-
leysi vegna þrýstingsins frá neyslu-
hyggju kapítalismans sem er i grund-
vallaratriðum ekkert frábrugðinn marx-
ismanum. í báðum stefnunum er mjög
sterk efnishyggja sem hefur misst sjón-
ar á því að sálin er grundvallarþáttur
mannsins. Fólki eru gefin skýringarkerfi
sem veita engin svör við mörgum grund-
vallarþáttum tilverunnar eins og t.d.
þjáningunni. Efnahagurinn er drifafl
samfélgsins. Fólk er stöðugt hvatt til að
kaupa meir og njóta meir. Fyrir suma
verður það eins og eiturlyf sem þeir geta
ekki verið án. Þeir verða sífellt að hafa
útvarpið eða sjónvarpið í gangi. Flestir
eiga erfitt með að vera einir með sjálfum
sér og eigin hugsunum en það er mjög
mikilvægt að læra það. Geti maður það
á maður auðveldara með að byggja upp
samband við aðra.“
Terry White býr í litlu þorpi skammt
utan við Cambridge. Hann er fyrirlesari
við Trinity Hall í Cambridge í alþjóða-
málum og hefur m.a. gefið út endur-
minningar sínar, „Taken on Trust“
(1993), sem urðu til í huga hans í varð-
haldinu. Bókin hefur verið gefin út í
stórum upplögum um allan heim. Hann
hefur einnig ort ljóð um einsemd sem
tónlist hefur verið samin við fýrir kór og
hljómsveit. Það var frumflutt fyrir
skömmu.
Terry White á að baki mjög óvenjuleg-
an feril sem guðfræðingur og hefur ekki
tekið prestsvígslu. Á sjöunda áratugn-
um var hann ráðgjafi biskupsins í
Bristol, síðan var hann ráðgjafi erki-
biskupsins í Kampala í Úganda í nokk-
ur ár. Árið 1972 flutti hann til
Vatikansins og var ráðgjafi kaþólsku
kirkjunnar í Afríkumálum í sjö ár. Síð-
an varð hann sérlegur sendimaður erki-
biskupsins af Kantaraborg.