Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 21
Því á meðan hann hefur ekki fyrirgefið er eins og
pað sé veggur í kringum hann. Það er eins og lækn-
ingin og bænin komist ekki að. Það er fyrirgefningin
sem leysir menn.
sjóinn og tjöldin okkar hrynja yfir mynd-
ina. Það yrði lítið gagn af sænginni
minni. Ég svaf ekkert næstu nótt en svo
fór ég upp í kaþólsku kirkju og bað Guð
að vemda myndina, enda kom hún út úr
gámnum í Kaupmannahöfn fegurri en
nokkurri sinni og það kom í ljós að hún
var í sömu litum og Vartov-kirkja. Það
var eins og hún hefði alltaf verið þar.
Jæja, svo kemur að því að fara heim
frá Kaupmannahöfn. Á meðan við vor-
um þar höfðum við látið smíða þann
rammgerðasta kassa sem hægt var að
hugsa sér utan um Kristsmyndina. Þeg-
ar verið var að koma kassanum fyrir í
gámnum heyri ég utan að mér að fólk
minnist á útvarp og ég heyri að einhver
segir: „Heyrðu, settu það í gáminn, þá
þarftu ekki að borga toll.“ Og ég hugsa:
Nei, ekki! Ekki nálægt Kristsmyndinni,
- en var sá ræflll að ég sagði ekki neitt.
Svo komum við heim til íslands.
Gámurinn er kominn upp að Hallgríms-
kirkju og við erum að taka dótið út. „Ég
ætla að hringja í prestana og skila
myndinni strax,“ segi ég og er komin í
símann. Þá er komið til mín: „Guðrún,
Kristsmyndin er brotin.“ Úr kassanum
fina, brotinn handleggur. í öngum mín-
um hringi ég í þáverandi tengdaföður
minn, sem var myndhöggvari, og spyr
hann hvað ég eigi að gera. Hann bendir
mér á mann í Hjálmholtinu sem heiti
Baldur og geri við styttur. Ég fer með
styttuna til Baldurs og hann segir: „Ég
mun gera allt sem ég get, en það er svo
gamalt efni í þessari mynd, ég veit ekki
hvaða lím passar og ég veit ekki hvort
ég flnn þennan lit en ég skal gera mitt
besta.“
Eftir viku eða hálfan mánuð hringir
hann og segir mér að myndin sé tilbúin.
Ég fer til hans og viti menn: Það er
ómögulegt að sjá að það hafi nokkuð
komið fyrir Kristsmyndina. Og hver
voru svo viðbrögð hinnar trúuðu konu?
„Ég segi prestunum ekki neitt. Ég skila
bara myndinni."
Svo leggjum við af stað með Krists-
myndina, Baldur og ég, og ég er búin að
hringja dyrabjöllunni hjá prestunum. Þá
kemur Baldur til mín: „Guðrún, sjáðu,
bresturinn er kominn aftur.“ Og ég segi
það satt, mér fannst eins blæddi úr
handleggnum, það var kominn brestur
aftur. „Þú verður að bjarga mér, þú verð-
ur,“ segi ég og við keyrum aftur heim til
hans. „Veistu það, að þetta gerðist af því
að ég ætlaði að ljúga," sagði ég við hann
þegar við komum heim til hans. Svo fór
ég til prestanna, hágrenjandi, og sagði
þeim bara alveg eins og var. Ég man að
einn kaþólski presturinn lagði höndina
yflr axlimar á mér og sagði: „Þetta verð-
ur allt í lagi, Guðrún mín, þú skalt bara
hætta að gráta." Jæja, svo kom að því að
Baldur hringdi í mig og sagði: „Myndin
er tilbúin, ég get tekið hana upp á hand-
leggnum."
Þegar ég fór að skrifa Heilaga syndara
var ég alltaf með þennan krúsifix í
huga, í atriðinu þar sem ég læt söfnuð-
inn gefa prestinum krúsifix. Svo leið
tíminn og það kom að því að leikmynda-
teiknarinn spurði mig hvaða krúsiflx ég
hefði verið að tala um. „Hann er upþi í
kaþólsku kirkju,“ svara ég, en það veit
Guð að ég þorði ekki að biðja um hann
aftur, ekki slíkan dýrgrip. Við ákváðum
því að biðja um leyfi til að láta taka eft-
irlíkingu af honum, þvi mér var eitthvað
svo mikið í mun að það yrði þessi kross.
Ég fer upp í kaþólsku kirkju til þess að
fá leyfið og mæti þá séra Georg og öðr-
um presti á leið út, en þeir stoppa og ég
ber upp erindið. Jú, séra Georg mundi
eftir því að krossinn hafði verið lánaður
til Kaupmannahafnar fyrir tiu árum og
við byijum að leita. En krossinn flnnst
ekki. Hann er ekki í prestsbústaðnum.
Hann er ekki í kapellu prestanna og í
skrúðhúsinu er allt annar krúsiflx. Við
förum út í skóla. Þar var allt annar
ki'úsiflx. Og séra Georg segir: „Ég bara
skil ekkert í þessu. Ég veit ekki hvort ég
hef lánað hann í Karmelklaustrið.”
Tveimur vikum seinna hringir hann til
mín: „Krossinn er fundinn. Hann var á
bak við í skrúðhúsinu". Guð hafði sem
sagt bara tekið hann frá íyrir mig. Þetta
gaf mér kjarkinn til að biðja um að fá
hann lánaðan því ég hefði aldrei haft
kjark til þess ef hann hefði verið á sín-
um stað. Þegar ég fór að sækja krossinn
var ég með dúndrandi hjartslátt eins og
ég væri að fara að hitta gamlan kær-
asta. Og nú hangir hann yflr heilögum
syndurum, þessi blessaði kross.
Er það þá fyrirgefningin sem er megin-
innlak verksins?
Ég hef mjög mikið verið að velta fyrir
mér kristnum lækningum, hvemig fólk
læknast af sínu sálarmeini, og ég hef
hitt fólk sem hefur verið mjög áhrifaríkt
á þessum vettvangi kristninnar. Þetta
fólk hefur sagt mér að þegar við biðjum
fyrir manneskju, þegar við biðjum
heilagan anda Jesú Krists um lækn-
ingu, þá sé aðalatriðið að sá sem beðið
er íyrir biðji Guð að fyrirgefa sér syndir
sínar og biðji Guð jafnframt um að
hjálpa sér að fyrirgefa þeim sem hafa
sært hann eða komið illa fram við hann.
Þvi á meðan hann hefur ekki fyrirgefið
er eins og það sé veggur í kringum
hann. Það er eins og lækningin og bæn-
in komist ekki að. Það er fyrirgefningin
sem leysir menn. Þetta er það sem ég er
að reyna að ná fram i leikritinu um
heilaga syndarara. Ég hef líka verið að
lesa bækur um það hvemig stúlkur og
konur hafa læknast af því voðalega sári
sem þær hlutu þegar þær vom misnot-
aðar sem böm. í þessum bókum koma
fram mörg dæmi um að hin kristna
lækning geti hjálpað konum og hún
felist alltaf í þessu að byrja á því að fyr-
irgefa.
Að lokum, Guðrún: - Hvemig geia synd-
arar verið heilagir?
Það flnnst mér sr. Sigurbjöm Einars-
son útskýra svo vel í þvi sem hann
skrifar í leikskrána að Heilögum synd-
umm. Hann segir: „Syndug manneskja
er heilög af því að Guð elskar hana."
Gyða Karlsdóttir er með B.A.-próf í heimspeki.