Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 19
GuQrún Ásmundsdóttir. sem ég get sagt um þessi mál. Ég er ekki guðfræðingur, ég bara skrifa eins og hjartað segir mér. Leikritið Heilagir syndarar fjallar um manneskjur og Guð. Ég hef ekki einhver .lausnarorð fyrir samkynhneigða og kirkjuna. Leikritið fjallar ekki um kirkju, það fjallar um trú. Þess vegna var það mér alveg óskaplega mikil upp- örvun að þegar Sigurbjörn Einarsson hafði lesið handritið, þá hringdi hann í mig og sagði við mig: „Þetta er hreinn kristindómur." Síðan skrifaði hann þessa yndislegu grein i leikskrána. Ungu gæjamir, sem eru með markaðs- stjómina hjá mér, sögðu við mig: „Þetta leikrit fjallar svo mikið um ástina, Guð- rún.“ Og svo auglýsa þeir þetta upp sem leikrit um ástina. Og auðvitað fjallar það líka um ástina. Ástin er ekki svo lít- ill þáttur í þvi þegar við erum að berjast við að íylgja Jesú. Þú skrifaðir leikrit um danska prestinn Kaj Munk og nú leikrit um sænskan prest. Eiga þessir prestar eitthvað sam- eiginlegt? Já, ég held að þeir eigi ýmislegt sam- eiginlegt. í fyrsta lagi þetta að báðir vom breyskir menn. Fólkið vildi gera þá að dýrlingum en þeir voru báðir bara venjulegir menn. Kaj Munk trúði á nas- ismann í byrjun, enda áfellast Danir hann enn þann dag í dag iýrir það. En

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.