Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 6
Rætt við Esther Grinincirssoii hjúlcrzincirfræðing nm trú, von og kærleika cinclspænis þjáningu, sorg og clauða Triíin á Jesú getur bjargaðfhvaða erfiðleikum sem er sther Gunnarsson hjúkr- unarfræðingur á ættir að rekja til Illinois í Banda- ríkjunum. Hún flutti hingað til lands með eig- inmanni sínum, Guðna Gunnarssyni, árið 1967 og hefur búið hér á landi síð- an. Guðni lærði guðfræði við Háskólann og starfaði sem skólaprestur á vegum Kristilegu skólahreyfingarinnar þegar hann lést úr krabbameini íyrir nokkrum árum rúmlega fimmtugur að aldri. Þau Esther eignuðust þijá syni. Einn þeirra greindist með krabbamein fyrir nokkrum mánuðum og hefur verið í meðferð vegna þess. Sú meðferð hefur nú skilað góðum árangri. Bjarmi tók Esther tali til að heyra hvaða gildi trú, von og kærleikur hefur haft íyrir hana á þessum erfiðu tímum. Hún var fyrst spurð hvort hún gæti lýst þeirri reynslu að missa eiginmanninn úr krabbameini á besta aldri og standa svo andspænis því fáum árum síðar að einn sona hennar var kominn með sama sjúkdóm. Þetta var auðvitað erfið reynsla. Guðni hafði barist við krabbameinið um nokkurt skeið og verið í meðferð þegar ég fékk að vita það á föstudegi að hann ætti ekki langt eftir. Fram að því hafði okkur alltaf verið sagt að hann kæmist yfir þetta og að honum myndi batna. En þennan dag kallaði læknirinn okkur saman á fjölskyldufund og sagði okkur að Guðni ætti stutt eftir. Hann sagði okkur ekki um hve langan tíma væri að ræða. Það var auðvitað mikið áfall fyrir okkur að fá þessi tíðindi og við vorum dofin og sorgmædd. Þegar læknirinn var farinn talaði Guðni við okkur. Hann sagðist ekki ætla að halda neinar ræður yfir okkur. Hann sagði: „Ég vil ekki fara frá ykkur en þetta hlýtur að vera Guðs vilji úr því að svona er komið. Við skul- um nota tímann sem við eigum eftir og reyna að hafa það gott saman og láta ekki sorgina yfirbuga okkur.“ Mér fannst hann ótrúlega rólegur þótt við værum langt niðri. Ég gleymi þvi aldrei Trúin kom ekki í vegfyrir að ég var sorgmædd. En ég hefði ekki getað komist ígegnum pessa erfiðleika og sorg án trúar minnar. Ég las mikið í Biblíunni, meðal annars vers um ekkjur og munaðarleysingja, par sem Guð lofar að hjálpa peim og blessa sérstak- lega. Sem dæmi get ég nefnt Sálm 146:9 par sem segir að Drottinn annist ekkjur ogföðurlausa.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.