Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 14
¥'r Ragnar Schram Tilgangur með erfiðleikunum Arið 1992 útskrifaðist Akur- eyringurinn Sigfús Baldvin Ingvason frá Guðfræðideild Háskóla íslands. Hann var þá giftur Laufeyju Gísla- dóttur kennaranema sem ólst upp i Vestmannaeyjum og Breiðholti. Daginn sem Sigfús útskrifaðist vissi hann ekki hvað tæki við, hvar og hvenær hann yrði prestur. Fyrsta árið eftir útskrift var hann æskulýðsfulltrúi Fella- og Hólakirkju. í dag er Sigfús prestur í Keilavik og er að ljúka þar sínu fimmta starfsári. í við- tali við Bjarma segja sr. Sigfús og Lauf- ey m.a. frá lífinu í Keflavik, prestskapn- um, sorginni og væntanlegri fjölgun í fjölskyldunni. Keflavík ekki úti á landi Nokkrum mánuðum eftir útskrift Sig- fúsar var leitað til hans og hann spurð- ur hvort hann gæti hugsað sér að gerast aðstoðarprestur í Keflavík. í fyrstu sagði Sigfús nei, fannst það ekki koma til greina. L: „Við vorum búin að ákveða að fara eitthvað út á land og í mínum huga var Keflavík ekki úti á landi. Ég vildi fara eitthvert þar sem væri alvöru vetur og gott skíðasvæði, það var númer eitt." S: „Síðar var aftur haft samband við mig og ég beðinn að íhuga Keflavík og það gerði ég. Sr. Bragi Friðriksson þá- verandi prófastur fór með mér suður og ég skoðaði aðstöðuna og leist strax mjög vel á. Á leiðinni suður hvatti sr. Bragi mig svo til að láta reyna á þetta og sjá svo til eftir eitt ár. Og það gerði ég, ákvað að prófa og síðan eru bráðum flmm ár.“ En hvað með Laufeyju, átti hún bara að fylgja með? L: „Við höfðum þann vamagla á þegar við ákváðum að fara til Keflavíkur, að Sigfús tæki þessu ekki nema ég fengi vinnu. Svo var það nokkrum mánuðum seinna, eða snemma sumars, að skóla- stjóri Myllubakkaskóla hringdi og sagði að ég gæti fengið kennslu í tveimur sex ára bekkjum.“ Leituðu til fólksins Sigfús og Laufey fluttu svo til Keflavíkur án þess þó að gera sér grein fyrir hvað biði þeirra. S: „Ég var ákveðinn í að taka hlutun- um eins og þeir kæmu fyrir. Þar hafði líka ýmislegt gengið á áður, og ég ákvað að setja mig ekki inn í það heldur byija bara á mínum forsendum. Ég var líka staðráðinn í að byrja ekki á of miklu í einu, heldur byrja á einhverju litlu og ljúka því almennilega og bæta svo frek- ar við.“ Þegar Sigfús byrjaði að starfa við Keflavíkurkirkju var fyrir gott fólk í safnaðarstarfinu. Þar á meðal voru hjónin Ragnar Snær Karlsson og Mál- fríður Jóhannsdóttir sem höfðu þá séð um sunnudagaskólann í mörg ár. S: „Ragnar og Málfriður hafa hjálpað okkur mjög mikið. Við nutum þeirra for- réttinda að fá að starfa með þeim hjón- um sem búa að mikilli reynslu í sunnu- dagaskólastarfi. Við höfum einnig farið af stað með bænanámskeið, biblíulestra og alfanámskeið.“ Sigfús og Laufey segja að aðalatriðið þegar gera á safnaðarstarf betra, sé að leita til fólksins og það gerðu þau. S: „Fólkið sem hefur sótt þessa hópa og námskeið sagði okkur hvað því fynndist að mætti betur fara og svo kom það með allskonar hugmyndir sem við höfum síðan framkvæmt. Það var margt sem mátti laga og breyta." Prestshjónin segja ávextina af öflugu safnaðarstarfi augljósa. Að fólk komi meira til kirkju og sé opnara fyrir trúnni, eða eins og Laufey orðar það: L: „Maður sér hvað það fólk sem hefur verið að sækja námskeiðin í kirkjunni hefur nálgast Guð á persónulegan hátt. Það hefur verið okkur mikil blessun að sjá þau áhrif sem öflugt safnaðarstarf hefur haft á einstaklingana.“

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.