Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 11
Dr. Sigurbjörn Einarsson svarar spurningunni: Af hverju verður truaður maður fyrir freistingu? Svar: Af hverju varð Jesús fyrir freist- ingu? Hans var freistað á allan hátt eins og vor. En án syndar (Hebr. 4,15). Við upphaf starfsferils sins varð hann að heyja úrslitastríð við freistingar (Matt. 4). Berum orðum er tvennt sagt um orsök þess stríðs. í fyrsta lagi: Andi Guðs, sem kom yfir Jesú í skírninni, leiddi hann út í það. í öðru lagi: Það var djöfullinn, sem hann stríddi við. Jesús hefur einhverntíma skýrt nánustu vinum frá inntaki þeirrar baráttu, sem hann háði í einveru og var inngangur að ævistarfi hans. Því er sú freist- ingasaga varðveitt í guðspjöllum. Jesús vann - með Guðs orð að vopni. Þegar hríðin var á enda í eyði- mörkinni, vék djöfullinn frá honum „að sinni", segir Lúkas. Jesús hafði unnið úrslitasigur þá þegar. En óvinurinn viðurkenndi ekki ósigur sinn þá og ekki heldur þegar hann tapaði til fulls á Golgata og pásk- um, hann hefur enn ekki játað sig sigraðan og mun ekki gera það fyrr en á efsta degi allrar sögu. Jesús varð áfram fyrir freistingum. Þegar hann var að ljúka holdsvist sinni sagði hann við lærisveina sína: „Þér eruð þeir, sem haflð verið stöðugir með mér í freist- ingum mínum" (Lúk.22,28). Þeir voru með honum frá upphafi. Og að lokum auðkennir hann líf sitt með þessu: Það var freistingar. Öðru nafni barátta, sem náði því hámarki í Getsemane, sem hélst uns yfir lauk. Og alla tíð vissi hann, að stríðið var háð sam- kvæmt Guðs vilja og með Guði gegn „höfðingja heimsins" eða „valdi myrkursins". Og hann gaf sínum trúuðu engin fyrirheit um að sleppa við freistingar. Þvert á móti. Hann kallar þá til stríðs með sér, „með mér í freistingum mínum", i stríði minu, í krossburði mínum, á þymum vöxnum vegi mínum til eilífs sig- urs. Hér ber að hafa í huga, að orðin „freisting" eða „freistni" merkja ekki aðeins áleitnar, óhollar, illar hugdettur, heldur alla áraun, hvers kyns vanda, sér í lagi þau vandamál, innri og ytri, sem beinlínis fylgja þvi að vera trúaður, kristinn maður. Lifandi trú veit hvað það er að „bera vanvirðu Krists" (Hebr. 13,13), „kenna í brjósti" líkt og hann og vera svo veikur og hrösull lærisveinn sem raun er á. í frumkristni og oft raun- ar endranær í sögunni vofði sú freisting yfir að guggna fyrir fyrir- litningu og ofsóknum almennings og yfirvalda. Sá háski er víða í fyrir- rúmi, þegar talað er um freistni í Nt. En „hvernig sem stríðið þá og þá er blandið", þá er lífið vígvöllur. Og hver mannssál. Freistingar eru „eld- leg skeyti hins vonda" (Ef. 6,16). En þær geta líka verið prófraunir frá Guði. Raunar eiga þær allar að verða það. En víða í Biblíunni er minnt á, að Guð prófar sína, reynir þá, agar þá, sem hann elskar, freistar þeirra í þeirri merkingu, að hann lætur reyna á það, hve trúin er heil (sbr. Abraham), viljinn einlægur, kærleikurinn traustur. Allar prófraunir Drottins eru elska og trú- festi. Og hann freistar ekki um megn fram (1. Kor. 10, 13). Sjötta beiðnin í bæninni, sem Jesús kenndi, er um það, að Guð láti mann ekki mæta þeirri raun, sem verður um megn (sbr. skýringu Lúthers í barna- lærdómnum). Að sjálfsögðu hlýtur maður að biðja um það, því hver getur treyst sjálfum sér, þegar á reynir? Jakob segir i bréfi sínu (1,13), að Guð freisti einskis manns. Þá á hann við þá freistni, sem lokkar til falls, stefnir manni í glötun. Þannig freistar Satan, aldrei Guð. Freistingar hins vonda eru gildrur, snör- ur, önglar með banvænni beitu. Guð getur þurft að leiða mann í lífsháska til þess að opna augun fyrir því, hvers virði lífið er. En tilgangur hans er ævinlega sigur eilífs lífs. Tilgangur óvinarins aldrei annað en sigur eilífs dauða. Trúaður kristinn maður er ekki friðaður fyrir freistingum né neinni áraun annarri eða áfalli hér í heimi. En hann er með Kristi í freist- ingum hans, í stríði hans gegn öllu myrkri. Jesús gerði allt mannlegt að sínu, freisting þín er hans, hann hefur í eitt skipti fyrir öll sigrað óvin mannsins og allt hans veldi. Sjálfur hefur hann þjáðst og hans verið freistað. Þess vegna er hann fær um að hjálpa þeim, er verða fyrir freistingu (Hebr. 2,18).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.