Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 5
ur f átökum lffsins Mér verður oft hugsað til mannsins, sem flaug frá Indlandi til New York, og þegar hann var lentur þá settist hann niður og beið eftir sálinni. Að staldra við í þægilegri heimsmynd nútímans, þar sem glansmyndir eru margar og lífið sett fram í tiltölulega þægilegum plast- umbúðum, er sjaldan rúm fyrir óþægi- legar glímur af trúartilvistarlegum toga. Einfaldar lausnir, skammtímalausnir, eru látnar duga og sá lærdómur, sem fá má hjá hinum eldri og reyndari, er lát- inn víkja fyrir smellnum tilsvörum þeirra sem telja núið vera viðmiðun alls. Við slíkar aðstæður á trúin undir högg að sækja því mann- eskjan er orðin viðmið- un sjálfrar sín. Trúin víkur sér ekki undan erfið- um spurningum og staðreynd- um lífsins, heldur ávarpar þær og ávarpar þann sem stendur frammi fyrir þeim. Stund- um er sagt að ganga sálgæslunnar liggi fram á brún hengiílugs þar sem hyldýpi þess sem leitar eftir sálgæslu blasir við. Á brún hengiflugsins getur margt gerst, en sú krafa hvílir ekki á sálusorgaran- um að falla harkalega með skjólstæðingi sínum á botn hyldýpisins. Það er ekki það sem felst í orðum Jesú: .....neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær“ (Matt. 5:41), heldur að leitast við að finna úrræði, svör sem duga, andspænis veruleika lífs og dauða. „Verið glaðir í voninni, þolin- móðir í þjáningunni og staðfastir í bæn- inni" (Róm. 12:12), sagði Páll postuli. Þjáningin hefur sinn tíma. Henni verður ekki vikið burt skyndilega, vegna þess að við höfum ekki tíma til að staldra við. Mér verður oft hugsað til mannsins, sem ílaug frá Indlandi til New York, og þegar hann var lentur þá settist hann niður og beið eftir sálinni. Trú, vori og kærleikur „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá“ (Hebr. 11:1). Ganga sál- gæslunnar getur verið löng og bæði sá sem leitar eftir og sá sem er til þjónustu þiggja á göngunni. Þetta er ekki ein- hliða samband, heldur tvíhliða. Hvenær sem er getur sá/sú sem er veitandi sálgæslunnar þurft að vera þiggjandi. Við vitum ekki hvenær dauðinn kveður dyra en við vit- um að sorgin gleymir engum. um, en þá mun ég g j ö r - þ e k k j a , eins og ég er sjálfur gjör- þekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur" (I. Kor. 13:11-13). Bragi Skúlason er sjúkrahúsprestur. Afi minn kenndi mér þá lexíu að horfast i augu við óttann. Þegar systir mín dó þá var það hann sem stuðlaði að því að ég var viðstaddur kistulagningu hennar. Ég hef margt að þakka Guði fyrir en mest þó fyrir það að eldri kyn- slóðin í þeim fjölskyldum, sem að mér standa, hafði trú, von og kærleika að leiðarljósi. Og það er hlutverk þeirra eldri, að leiða þá yngri, jafnvel þótt þeir yngri telji sig hafa höndlað allan sann- leikann í augnablikinu einu saman. „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og áfyktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltiða maður, lagði ég niður barna- skapinn. Nú sjáum vér svo sem í skugg- sjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í m o 1 -

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.