Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 4
Bragi Skúlason
v.«
Trú, von og kærlei
| g m síðustu jól var ég að
lesa bók sem nefnist
|| „Menntun, ást og sorg“
8 i eftir Sigurð Gylfa Magn-
ússon, sagnfræðing. í
bókinni er greint frá bréfaskriftum og
dagbókafærslum tveggja bræðra og
kemur i frásögn þeirra m.a. fram,
hversu mikilvægt það var í harðri lífs-
baráttu að jafna sig sem íyrst eftir áföll
og jafnvel að bæla þá eigin tilfinningar
svo þær yrðu mönnum ekki fjötur um
fót í krefjandi lífsbaráttu.
Æðruleysi
Föðurafi minn missti föður sinn úr
krabbameini þegar hann var 10 ára
gamall. Hreppurinn gerði þá upp heim-
ilið og langamma mín hélt einungis
tveimur yngstu börnum sínum af tíu
sem lifðu og leitaði við svo búið ásjár
hjá frændum sínum. Afi vildi
ekki fara frá
mömmu
sinni en
hans álit skipti þá engu máli og þegar
hann var kominn í fóstur þá hafði hann
það fyrir sið að á hverjum morgni fór
hann út í fjós og grét örlög sín. Lang-
amma treysti alltaf á að Guð myndi vel
fyrir öllu sjá. Von hennar var að fjöl-
skyldan sameinaðist að nýju og hún
hélt æðruleysi sínu alla tíð. Það var
kærleikur hennar, von og trú sem hélt
fjölskyldunni saman og sameinaði um
síðir (sjá Bragi Þórðarson: „Æðrulaus
mættu þau örlögum sínum'j.
Einkamál - opinber
umræða
Sorgin hefur á íslandi fram undir þetta
verið talin einkamál. En síðustu ár hef-
ur hún orðið fréttamatur. Sú þróun er
ekki endilega syrgjendum í hag. Vissu-
lega er opinber, fræðandi og styðjandi
umræða nauðsynleg, því við höf-
um lært það af fenginni reynslu
hversu dýru verði bæling
sorgar er keypt. Það er nauð-
synlegt að veita sorginni út-
rás í farvegi sem reynsla kyn-
slóðanna segir að sé góður. í Jó-
hannesarguðspjalli segir að Jesús
hafi verið „hrærður mjög“ við gröf
Lasarusar (Jóh. 11:33, 38) og síðan
„grét Jesús" (Jóh. 11:35). Þetta var þrátt
fyrir það stórkostlega kraftaverk sem á
eftir fylgdi. Upprisutrú okkar, kristinna
manna og kvenna, kemur ekki í veg fyr-
ir að við syrgjum ástvini okkar, en trúin
snýr hryggð okkar í fögnuð samkvæmt
orðum Jesú (Jóh. 16:20). Því dauðinn er
ekki endalok alls. Guð mun eiga síðasta
orðið.
Eg hitti hana á göngudeild. Fyrir
skömmu var hún fársjúk og vart hugað
líf. Hún var með hálsmen: Trú, von og
kærleikur. Hún sagði við mig um leið og
hún benti á hálsmenið: „Þetta hefur
aldrei brugðist mér“. Átti hún við háls-
menið, með krossi, akkeri og hjarta?
Nei, hún átti við þann styrk sem hún
öðlaðist fyrir samfélagið við Jesúm
Krist.
„Þótt ég talaði tungum manna og
engla, en hefði ekki kærleika, væri ég
hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi
alla leyndardóma og ætti alla þekking,
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú,
að færa mætti fjöll út stað, en hefði ekki
kærleika, væri ég ekki neitt“ (I. Kor.
13:1-2).
I þægilegri heimsmynd nútímans, þar sem glans-
myndir eru margar og lífið sett fram í tiltölulega
þægilegum plastumbúðum, er sjaldan rúm fyrir
óþægilegar glímur af trúartilvistarlegum toga.
Einfaldar lausnir, skammtímalausnir, eru látnar
duga og sá lærdómur, sem fá má hjá hinum eldri og
reyndari, er látinn víkja fyrir smellnum tilsvörum
þeirra sem telja núið vera viðmiðun alls.