Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 7
Esther Gunnarsson. að hann hvatti okkur til að halda áfram að fylgja Jesú. Svo fór hann með bæn og bað Guð um að styrkja okkur og hugga. Hann sagði síðan við strákana okkar að þeir skyldu bara fara út og gera það sem þeir hefðu ætlað að gera og að ég myndi vera hjá honum. Þetta var föstudagskvöld. En þá vissum ekki að Guðni myndi deyja daginn eftir. Ég var Guði mjög þakklát að hann sendi góðan, trúaðan vin til okkar á 'sjúkrahúsið daginn eftir. Hann var hjá okkur þegar Guðni dó skyndilega og það var mér mikils virði. Þetta var mikið áfall og við þetta gjör- breyttist líf mitt. Ég hélt áfram að starfa að hjúkrun og strákarnir mínir voru ennþá heima svo að ég hafði nóg að gera. En allt það stúss sem tengdist Guðna og starfi hans, eins og t.d. að halda fundi héma heima, hjálpa honum að finna efni í ræður eða það sem hann var að skrifa, það var búið og ég sakn- aði þess mjög mikið. Ég var einmana og mér fannst erfitt að fara í kirkju og á samkomur þar sem við höfðum verið vön að fara saman. Þegar Gunnar sonur minn greindist með krabbamein í haust og var settur í sams konar meðferð og Guðni þá komu ósjálfrátt upp allar minningamar um Guðna, þrátt fyrir að okkur væm gefnar góðar vonir. Svo átti konan hans von á tvíburum. Meðgang- an var erfið og hún ekki heilsuhraust og þurfti því að liggja. Það var því mikið sem gekk á. Nú ert þú frá Bandaríkjunum. Var ekki erfitt að vera JjarriJjölskyldunni þar þeg- ar þú gekkst í gegnum þessa reynslu og þurftir á umhyggju og kærleika að halda? Það var vissulega erfitt. En það var hins vegar rnjög sérstakt hvemig trúað kristið fólk var í kringum mig og um- vafði mig allan þennan tíma sem Guðni var veikur. Strax fyrsta kvöldið kom trúaður vinur til okkar á sjúkrahúsið og bað fyrir okkur og að Guð styrkti Guðna og læknaði ef það væri hans vilji. Hann lagði einnig hendur yfir mig og bað Guð

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.