Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 32

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 32
Sæludagar svíkja engan Sæludagar í Vatnaskógi eru áhugaverður möguleiki fyrir þá sem kjósa að eyða verslunarmannahelginni í fallegu umhverfi þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá. I ár halda Skógarmenn upp á 75 ára afmæli sumarbúðanna og verður þetta því nokkurs konar afmælishátíð. Sæludagar eru vímulaus hátíð fyrir alla aldurshópa þar sem útivist og skemmtun haldast í hendur við boðskap kirkjunnar. Skógurinn, vatnið, íþróttaaðstaðan, leiktækin og húsakynnin mynda ákjósanlegt umhverfi þar sem allir njóta sín. Skógarmenn KFUM eru gestgjafar, en njóta aðstoðar og góðrar samvinnu við einstaklinga og hópa innan kirkjunnar. Verið velkomin á Sæludaga í Vatnaskógi og bjóðið fjölskyldu og vinum með ! Velkomin í Vatnaskóg um verslunarmannahelgina!

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.