Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 31
hafa komist til lifandi trúar gegnum
starfsemi Livets Ord og sumir hafa verið
safnaðarmeðlimir um tíma. Vöxtur
starfsins hefur verið ævintýralegur svo
ekki verður á móti mælt. í söfnuðinum
eru nú um 2 þúsund manns. Allt starfið
er stórt kraftaverk Guðs, skapað á s.l.
15 árum fyrir bænir og trú fólks sem er
heilshugar við Krist og tileinkar sér íyr-
irheiti hans í Orðinu. Það er sérstakur
ferskleiki og gleði á samkomunum, ekki
síst á sumrin þegar Evrópumótið er í
gangi með yfir 12-13 þúsundum þátt-
takendum. Rússneska trúboðið er kafli
útaf fyrir sig með mörg hundruð dóttur-
og dótturdótturkirkjur í fyrrum Sovét-
ríkjum. Sumir söfnuðirnir er orðnir
risastórir og reka eigið kristniboðsstarf,
t.d. Afma Ata í Kazakstan sem er ennþá
múhameðstrúarland að nafninu til. Það
er eins og að lenda í miðri Postulasög-
unni að taka þátt í boðunarferð. Sjúkir
læknast, illir andar eru reknir út og
fagnaðarerindið er boðað með mikilli
djörfung en það kostar stundum fang-
elsun í hinum islömsku ríkjum Mið-
Asíu. Livets Ord rekur einnig viðamikið
starf sem miðar að því að hjálpa Gyð-
ingum heim til Israel.
Kæru vinir, Drottinn starfar kröftug-
lega í dag og kallar fólk sitt til þjónustu.
Jesús Kristur hefur verið að endurreisa
kirkju sina s.l. 400 ár, hver vakningin
hefur tekið við af annarri og öllum hefur
þeim verið mótmælt. Drottinn hefur gef-
ið kirkju sinni á ný náðargjafir Andans,
fimmföldu þjónustuna, sigurstöðu
gagnvart óvininum fyrir fyllingu Heilags
anda og sterkir söfnuðir eru að byggjast
upp úti um allan heiminn. Það er vakn-
ing en baráttan er hörð því Satan veit
að hann hefur nauman tíma. Við þurf-
um hinsvegar ekki að vera hrædd við
allt sem er í gangi þvi Jesús hefur allt
vald á himni og jörðu. „Farið því og
kristnið allar þjóðir." Það er gott að hafa
ráð Gamalíels farísea í heiðri, sbr. Post.
5.34-39. Það er vissulega satt að ekki er
allt gull sem glóir en ávextirnir sanna
hver við erum. Guð blessi tímaritið
Bjarma og gefi áfram ríkulega uppskeru
af 100 ára starfi KFUM-K. Þökk fyrir
birtingu þessara athugasemda með
kærri bróðurkveðju. - Eiður Einarsson
Eiður Eiðsson er bankamaður.
Spurt og svarað
Lesendum Bjarma gefst tækifæri til að senda blaðinu spurningar um trúmál. Oft
bijótum við heilann um ýmis atriði sem varða kristna trú, Biblíuna og boðskap hennar
eða önnur trúarleg málefni. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup hefur tekið að sér að svara
spumingum lesenda Bjarma. Lesendur em því hvattir til að senda blaðinu spumingar sem
þeir vilja fá svarað á síðum blaðsins. Bréfin skulu merki:
Bjarmi, tímarit
„Spurt og svarað"
Pósthólf 4060
124 Reykjavík
Vertu áskrifandi að Bjarma!
Áskriftarverð kr. 2.800,-
Nafn:
Kennitala:
Heimilisfang:
Póstnr. og staöur:
□
□
Vinsamiegast skuldfærið Kortanúmer:
á greiðslukort mitt
Gildistfml:
Vinsamlegast innheimtið með gíróseðli
□ □□□
□ □□□
□ □□□
□ □□□ □□□□
*«•' 9'
Póstfang: Bjarmi - tímarit um trúmól
Pósthólf4060 124Reykjavík