Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 17
HOLLYVOOD
INDÓNESÍA
Robert Duvall leik-
ur predikara
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Robert Duvall
hefur nýlega gert kvikmynd um hvitasunnu-
predikarann Euliss „Sonny" Dewey. Kvikmyndin
heitir „The Apostle" og fjallar um starf og boðskap
predikarans. Robert Duvall er sjálfur aðalframleið-
andi myndarinnar og skrifaði handritið auk þess
að leika aðalhlutverkið. Var hann tilnefndur til
Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Bandariska kvik-
myndatímaritið MovieGuide segir mikinn feng að
þessari mynd og að hún lýsi Guði, kirkjunni og
evangelískri trú á jákvæðan hátt.
Viðfangsefni myndarinnar er ekki algjörlega fram-
andi íýrir Duvall. Árið 1983 fékk hann Óskarsverð-
laun íýrir túlkun sína á kristna kántiý-söngvaran-
um Mac Sledge í kvikmyndinni Tender Mercies.
„Við búum til stórbrotnar myndir um glæpafor-
ingja. Hvers vegna ekki að gera svona myndir
einnig?“ spyr Duvall. Honum var hafnað af fimm
kvikmyndafyrirtækjum í Hollywood og varð þvi að
greiða sjálfur um fimm milljónir dollara til að
myndin gæti orðið að veruleika.
í kvikmyndinni leika fremur fáir atvinnuleikarar.
Hún var tekin upp í bandarisku hvítasunnusamfé-
lagi. í viðtali við Jay Lenno í sjónvarpsþættinum The
Tonight Show sagði Duvall frá því að einn „statist-
anna“ hafi frelsast meðan á einni upptökunni stóð.
Þúsundir á bæn
Kristnir menn í Indónesíu hafa haflð bænaher-
ferð vegna þeirrar efnahagslegu upplausnar
og óróleika sem þar ríkir. Haldnar eru bæna-
stundir á 600 stöðum í landinu þar sem fólk kem-
ur saman til bæna og föstu. Margir hafa snúið sér
til Guðs og kirkjur fyllast af fólki sem leitar frels-
unar. Samkvæmt frétt í sænska blaðinu Dagen
óttast kirkjuleiðtogar í Indónesíu þó að efnahags-
kreppan muni leiða lil aukinna ofsókna gegn
kristnum mönnum í landinu.
ENGLAND
Elsti útvarpsþáttur
í heimi
Elsti þátturinn á útvarpsstöðinni BBC er 70
ára. Hann er einnig elsti útvarpsþáttur í
heimi. Um er að ræða morgunhugvekju útvarps-
stöðvarinnar. Að jafnaði hlustar um hálf milljón
manns á hana. Þátturinn stendur í 14 og hálfa
minútu og hefur tekið litlum breytingum frá því
að honum var hleypt af stokkunum íýrir 70 árum.
Hann byggist upp af bæn, sálmi og hugvekju og er
sendur út frá ýmsum kirkjum.
SÚDAN
HEIMURINN
Þriðjungur jarðar-
búa kristinn
*
Ibúar jarðarinnar eru nú rétt tæpir sex milljarð-
ar. Af þeim eru tæpir tveir milljarðar kristnir
samkvæmt International Bulletin of Missionary
Researsch. Hlutfall kristinna sígur örlítið en hlut-
fall múslima og búddista eykst. Múslimar teljast
nú næstum 1,2 milljarðar og búddistar eru rúm-
lega 350 milljónir. Hindúar eru um 760 milljónir
og trúleysingar teljast álíka margir.
Kristnir kaupa
þræla
Kristniboðsfélög, sem starfa í Súdan, hafa und-
anfarið lagt töluverða fjármuni í að kaupa
þræla í þeim tilgangi að gefa þeim frelsi. Samtökin
Christian Solidarity International hafa lagt þar
mikið af mörkum. Meðal annars kostaði það um
eina miljón króna að kaupa 132 þræla af arabísk-
um þrælasala. Frá árinu 1995 hefur tekist að
kaupa um 800 þræla og gefa þeim frelsi.
HEIMURINN
Margar þjóðir bíða
biblíuþýðingar
DANMÖRK
Prestur segir upp
í mótmælaskyni
Sóknarpresturinn í Marstad á Æro í Dan-
mörku, Svend Mathias Hansen, hefur sótt um
lausn frá embætti í dönsku kirkjunni. Hann seg-
ist samviskunnar vegna ekki geta verið prestur í
kirkjunni eftir að farið var að vigja samvist sam-
kynhneigðra. Presturinn er sá fyrsti sem segir upp
starfi í dönsku kirkjunni af þessum sökum.
Iheiminum eru töluð um það bil 6000 mismun-
andi tungumál. í árslok 1996 hafði Biblían verið
þýdd í heild á 355 þeirra en hlutar hennar á 2167
tungumál. Enn hefur ekkert rit Biblíunnar verið
þýtt á tungumál um 350 milljón manns. Yfir 2000
tungumál bíða biblíuþýðingar samkvæmt upplýs-
ingum frá Norska Bibliufélaginu.