Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 16
þannig hef ég kynnst þeim ágætlega.
Svo spila ég reglulega bridds með hópi
eldri borgara. Þá hefur okkur hjónunum
verið mjög vel tekið hvar sem við höfum
komið. Þess má geta að í Keflavík tók
einnig á móti okkur góður hópur vina
okkar úr KFUM og K í Keflavík."
Margir leitandi
Hvað eruð þið ánægðust með í ykkar
starfi?
S: „Ætli það sé ekki hversu vel öllum
þessum nýjungum sem ég hef stungið
upp á hefur verið tekið. Ég er oft undr-
andi hversu langt ég hef fengið að ganga
með ýmsar nýjungar og að mörgu leyti
farið ótroðnar slóðir. Það hefur glatt mig
mjög að fá yfir höfuð að hafa frjálsar
hendur og gefa hugmyndafluginu laus-
an tauminn."
L: „Það sem hefur glatt mig mest er að
það eru miklu, miklu fleiri sem eru leit-
andi en ég hélt áður en ég fór að starfa
svona mikið innan kirkjunnar. Og sem
prestsmaki fæ ég mörg tækifæri til að
ræða trúmál við fólk og leyfist miklu
frekar að biðja með fólki. Fólk hleypir
manni ekki svona nærri sér að öðrum
kosti."
S: „Við höfum virkilega orðið fyrir
blessun Guðs í starfinu og finnum
hvemig Guð notar okkur. Það gerir það
að verkum að við erum ánægð og langar
til að vera þama áfram, auk þess sem
við höfum stórkostlegt samstarfsfólk.“
Er bæjarkirkjan betur til þess fallin
að ná til fólks heldur en borgarkirkjan?
S: „Já, ég held það. Þama hefur mað-
ur ákveðið samfélag sem maður er í en í
Reykjavík em nánast engin sóknarmörk
og þar nær maður ekki eins sterkri
safnaðarvitund og í Keflavík eða úti á
landi. Kirkjan á mikla möguleika. Það
þarf bara að finna þá og nýta.
Von á barni
Hvemig sjáið þið fýrir ykkur framtíðina?
L: „Það er mikil gleði framundan í lífl
okkar vegna þess að við eigum von á
barni."
S: „Já, vegna erfiðleika og vegna þess
að ég geng með ákveðinn sjúkdóm sem
hefur haft mikil áhrif á líf mitt, höfum
við Laufey tekið þá ákvörðun að fara til
Indlands og ættleiða barn þaðan. Við
vitum ekki nákvæmlega hvenær við för-
um en það gæti jafnvel orðið með
haustinu.“
L: „Erfiðleikar eins og þessir að geta
ekki eignast börn fannst okkur óyfir-
stíganlegir, en þegar við höfðum náð
áttum og sættumst við Guð opnuðust
augu okkar fyrir því að Guð hafði aðrar
leiðir, og ég trúi þvi að það sé tilgangur
með þessu öllu. Sumir horfa á okkur og
hugsa að prestshjónin hafi það svo gott
og þurfi ekki að takast á við erfiðleika.
En þegar við verðum komin með bömin
okkar sem eru ekki alveg eins á litinn
og við, þá kemur fólk til með að sjá að
við þurfum að ganga í gegnum erfiðleika
eins og allir aðrir."
S: „í þessum erfiðleikum okkar höfum
við fundið hversu gott það er að varpa
byrðinni á Guð og treysta honum íýrir
framvindu mála. Einnig hversu dýrmætt
það var að það var beðið fyrir okkur
eins og við fengum að finna. Guð á
alltaf útgönguleiðir sem við komum oft
ekki auga á strax. Allt í einu er hann
búinn að ryðja brautina og finna lausn.“
L: „Börnin okkar eru blessun Guðs
sem hann hefur gefið okkur. Það er svo
gott að hugsa til þess að þau eru inni í
áætlun Guðs eins og allt annað.“
Ragnar Schram er starfsmaður Fella- og Hólakirkju.
J
*