Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.05.1998, Blaðsíða 15
Prestshjónin sr. Sigfús Baldvin Ingvason og Laufey Gísladóttir. Erfitt að tilkynna dauðs- fall Hvernig voru fyrstu mánuðirnir sem prestur? S: „Þeir voru ósköp skiýtnir. Ég hafði auðvitað mikla reynslu af barna- og æskulýðsstarfi, en hlutir tengdir messu- haldinu, t.d. tónið og messugjörðin, voru hlutir sem ég þurfti bara að læra. Svo fann ég að ég fór að ná betri tökum á starfinu og þá fór allt að ganga betur.“ En eins og gefur að skilja voru fleiri hlutir en þeir sem tengdust messuhald- inu sem reyndust Sigfúsi erfiðir fyrstu mánuðina. S: „Já, það var ýmislegt sem reyndist mér erfiðara en ég hafði búist við.“ L: „Það voru hlutir sem ég kunni ails ekki og þurfti að læra. Til dæmis þegar upp komu svipleg dauðsföll eða þegar ungt fólk dó eftir veikindi þá tók ég það mjög nærri mér. Yfir slíkum tilfellum grét ég heima og það reyndist mér nokkuð erfitt." S: „Sr. Ólafur Oddur sóknarprestur var mjög skilningsríkur og hjálplegur þegar dauðsföll urðu. Hann fól mér jarðarför mjög fljótlega. Þá hafði gamaii maður látist og ég tók að mér þá jarðar- för, sem betur fer, vegna þess að mjög fljótlega þurfti ég að tilkynna dauðsfall. Maður hafði látist í sviplegu slysi og ég þurfti að tilkynna fjölskyldunni það. Þessi fyrsta reynsla mín var mjög erfið. Ég man vel eftir því að ég þurfti að keyra þó nokkra vegalengd til fjölskyld- unnar og alla leiðina hugsaði ég mikið um þetta. Ég bað lil Guðs, að hann mætti gefa mér styrk til að geta yfir höf- uð sagt fólkinu frá þessu. Það má því segja að mér haíi verið dembt út í þenn- an blákalda veruleika mjög fljótt." Mótaður af sorgínni Hvernig gengur ykkur að taka erfið mál ekki of nærri ykkur? S: „Persónuleg reynsla mín af sorginni hefur mótað mjög prestinn í mér. Bæði í gegnum veikindi systra minna og svo fráfall annarrar þeirra. Þannig að ég skil kannski betur þjáninguna sem fylgir sorginni.“ L: „Það hefur lærst með tímanum. En svo auðvitað koma upp slys eða atvik sem verða tii þess að maður þjáist með fólkinu og líður af þeim sökum ekkert allt of vel. Annars á ég svo yndislegan mann sem hjálpar mér að takast á við þessi mál. Ég tek svona mál frekar nærri mér og er sorgmæddari yfir þeim. Þetta fer líka eftir þvi hvernig manni lið- ur sjálfum. Þeim mun nánara samfélag sem við eigum við Guð, þeim mun auð- veldara eigum við með að takast á við sorgina og það sem mætir okkur." „Dóttir" prestsins Eftir að hafa rætt þessi sálrænu og and- legu mál berst talið að fyrirmyndinni sem prestur óhjákvæmilega er, eða hvað? S: „Við eigum að vera fyrirmyndir. Ekki þannig að það séu gerðar yfimátt- úrulegar kröfur til okkar, það vill nú stundum henda, en fyrirmyndir eigum við jú að vera. Við erum að prédika fagnaðarerindið og að sjálfsögðu eigum við að breyta sjálfir eftir því sem við boðum.“ L: „Jú, mér finnst að prestar eigi hik- laust að vera fyrirmyndir og ég þarf líka að vera fyrirmynd. Ég fann fyrir því í upphafi að þegar við fórum eitthvert þar sem Sigfús var áberandi vegna stöðu sinnar, þá fannst mér ég bara vera ein- hver smástelpa. Og ég veit að gamia fólkinu fannst þetta skrýtið. Við hjónin fórum í sund um daginn og sátum í heita pottinum ásamt gömlum manni. Sigfús fór upp úr en ég sat eftir og þá spurði gamli maðurinn: „Var þetta ekki presturinn okkar?“ Og ég segi: „Jú, jú.“. „Já, hann er svo indæll," sagði þá sá gamli og fór að hrósa honum í hvívetna. Ég kunni þá ekki við annað en að segja eitthvað svo ég sagðist nú eiginlega eiga hann. Þá varð þeim gamla að orði: „Já, er þetta pabbi þinn?“. Keypti púttara og byrjaði að pútta Hvemig gekk ykkur að samlagast lífinu í Keflavík og Keflvíkingum? S: „Það gekk rnjög vel. Ég á mjög auð- velt með að kynnast fólki og það hefur nýst mér vel í starfi. Meðal eldri borgara á ég marga vini. Það vildi þannig til að ég var eitt sinn staddur á púttvellinum þar sem eldra fólk var að spila minigolf. Mig langaði að kynnast þessu fólki svo ég fór úti golfskála og keypti mér pútt- ara og byrjaði að spila með þeim og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.