Bjarmi - 01.10.1998, Síða 24
Og eins ef kirkjan biður kristniboðana á
hinum stöðvunum að koma á fund til
Arba Minch, þá geta þeir ekki komist til
baka sama dag og þá verðum við að hafa
einhveija aðstöðu. Við vorum svo heppin
að þegar kristniboðið dró starfsfólk sitt úr
starfinu á sjúkrahúsinu þá losnuðu íbúð-
ir á sjúkrahúslóðinni og þær hafa síðan
verið notaðar sem gestahús.
Hvernig líst ykkur á að vera komin
heim?
Gulli: Það er ekki auðvelt eftir að hafa
búið í Eþíópíu um 15 ára skeið. Maður
er tengdur Eþíópíu tilfinningalegum
böndum og börnin okkar hafa verið
nánast alla sína ævi í Eþíópíu. Ýmislegt
sem hér þykir sjálfsagt að allir viti, vita
þau ekki. En að öðru leyti er auðvitað
gaman að koma aftur til íslands og fá
að taka þátt í starfi í Guðs ríki hér líka.
Vallý: Hjarta okkar er í Eþíópíu, það
verður eflaust alltaf þar.
Gulli: Hér finnur maður meira fyrir lífs-
gæðakapphlaupi og stressi.
Vallý: Eþíópar tala alltaf um að tíminn
komi. Hér er sagt að tíminn fari. Þar úti
hefur fólk tíma fyrir hvert annað því það
tekur sér tíma.
EJ einhver sem les viðtalið veltir þvíJyrir
sér hvort hann haji kristniboðsköllun,
hvernig getur hann orðið viss?
Gulli: Ef þú lifir í samfélagi við Guð og
lest orð hans og finnst að Guð sé að
benda þér á að það sé þörf fyrir kristni-
boða, þá koma fram áleitnar spurning-
ar eins og: „Er þetta kannski eitthvað
fyrir mig?“ Oft eiga menn í baráttu og
hugsa: „Nei, ég get þetta ekki,“ og reyna
að ýta þessu frá sér. Svo koma spurn-
ingarnar aftur og óróleiki. Það er merki
um að Guð er að kalla. Það getur komið
fram á svo margan hátt. Sumum finnst
þeir fá mjög ákveðin skilaboð frá Guði,
að hann sé að kalla á þá, en aðrir fá
óbeinni skilaboð með því að þeir vita
stöðugt um þörfina og verða ekki í
rónni fyrr en þeir gefast upp og segja:
„Ég er fús til að fara.“ Svo geta menn
reynt þetta kall og rætt við leiðtoga
kristniboðsins um það hvað sé best að
þeir geri.
Vallý: Ég held það sé mjög mikilvægt
fyrir þá sem eru að velta þessu fyrir sér
að biðja Guð allan tímann að sýna sér
hvort þetta sé hans vilji því ef Guð ætlar
mér ekki að fara út þá er ekki rétt að ég
fari. Auðvitað er þetta ekki alltaf jafn
skýrt, en við getum beðið Guð um leið-
sögn og að loka þá leiðum ef liann ætlar
sér eitthvað annað en við héldum.
Gulli: Ég held að mörgum í dag finnist
kristniboðið svo fjarlægt að það sé eitt-
hvert voðalegt átak að fara út en Guð
kallar okkur til að ávinna aðra menn.
Einu sinni heyrði ég mann segja að það
þyrfti eiginlega köllun til að fara ekki.
Guð segir skýrt í orði sínu: „Farið út
um allan heim.“ Og við ættum að hlýða
þessari skipun. Það þarf því ekkert síð-
ur sérstaka köllun til þess að gera eitt-
hvað annað. En auðvitað er þetta fyrst
og fremst spurning um það að vera fús
til þess að leyfa Guði að nota sig, til
þess sem hann vill.
Vallý: Hvort sem það er heima eða á
kristniboðsakrinum.
Viljið þið segja eitthvað Jleira að lokum?
Gulli: Við viljum gjarnan fá að þakka
þeim sem hafa staðið á bak við okkur
og beðið fyrir okkur. Það hefur verið
ómetanlegt, bæði fyrir okkur og börnin
okkar sem hafa verið á heimavist.
Þau eru athyglisverð þessi farartæki kristniboðanna.