Bjarmi - 01.10.1998, Side 26
NOREGUR
NOREGUR
Áhersla á aukið sjálf-
stæöi heimatrúboösins
innan kirkjunnar
Anfin Skaaheim, aðalframkvæmdastjóri
norska heimatrúboðsins, segir í viðtali að
hann vilji sjá heimatrúboðsfélögin þróast í átt til
meira sjálfstæðis innan kirkjunnar með eigin
kvöldmáltíðar- og skírnarathafnir. Samkvæmt
hefð er norska heimatrúboðið sjálfstæð hreyfing
innan norsku kirkjunnar og heimatrúboðsfólk
hefur gjarnan sótt kirkju á sunnudagsmorgnum
en komið síðan saman á eigin samkomum á
kvöldin.
Astæður fyrir áherslu á aukið sjálfstæði eru
einkum tvær að mati Skaaheims. Annars vegar
eru gömul landfræðileg sóknamörk úrelt og henta
ekki þörfum nútímans. Hins vegar er það kenn-
ingarlegur ágreiningur innan norsku kirkjunnar á
síðari árum, nú síðast varðandi málefni samkyn-
hneigðra. Skaaheim álítur að það sé í raun veru-
legur guðfræðilegur klofningur í norsku kirkjunni
nú um stundir sem geri það að verkum að það sé
víða orðið erfiðara en áður fyrir heimatrúboðsfólk
að taka þátt í opinberu starfi kirkjunnar. Heima-
trúboðsfólk hefur jafnan verið fúst til að taka að
sér ábyrgðarstörf í söfnuðunum, s.s. í sóknar-
nefndum og fleiru, en nú sé það ekki eins sjálf-
sagt, einkum ef það kemur niður á starfi þess fyr-
ir heimatrúboðsfélögin.
Skaaheim leggur áherslu á að ekki megi líta á
þessar nýju áherslur sem fyrsta skref heimatrú-
boðshreyfingarinnar út úr norsku kirkjunni og
hann er þeirrar skoðunar að eftir sem áður sé
hlutverk hreyfingarinnar innan þjóðkirkjunnar
mikilvægt.
ENGLAND
Anglikanskir biskupar
gegn samkynhneigö
Biskupar anglikönsku kirkjunnar í heiminum
komu saman til fundar fyrir skömmu en slík-
ur biskupafundur er haldinn tíunda hvert ár. Þar
var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta sú
ályktun að sambúð samkynhneigðra samræmdist
ekki boðskap heilagrar ritningar. 526 biskupar
greiddu ályktuninni alkvæði, 70 voru á móti og
45 sátu hjá. Það voru einkum biskupar frá Norð-
ur-Ameríku sem voru fylgjandi því að viðurkenna
samkynhneigð. Biskupafundurinn getur einungis
ályktað um málið þar sem hann hefur ekki vald
yfir anglikönskum kirkjum einstakra landa.
Ný plata meö
Solvi Hopland
Norska söngkonan Splvi Hopland, sem komið
hefur hingað til lands og er því mörgum ís-
lendingum að góðu kunn, gaf í vor út nýja geisla-
plötu undir heitinu „Den er min venn“. Þetta er
önnur platan hennar en sú fyrri hefur selst í yfir
2000 eintökum. Þá plötu gaf hún út sjálf en nú er
það hljómplötufyrirtækið Tylden & Co sem gefur
plötuna út. Splvi segist með plötunni vilja koma
því á framfæri að líf með Guði gefur jákvæða lífs-
gleði. Hún vill að fólk uppgötvi þá innri upp-
sprettu sem hún á í trúnni á Guð og taki sjálft að
leita hennar. Jafnframt vill hún benda á að krist-
in trú snertir daglegt líf. Ýmsir þekktir Norðmenn
koma við sögu á nýju plötunni, m.a. Kjell Magne
Bondevik forsætisráðherra, Valgerd Svarstad
Haugland barna- og fjölskyldumálaráðherra, An-
fin Skaaaheim aðalframkvæmdastjóri norska
heimatrúboðsins og fleiri.
ÍSRAEL
Mikil fjölgun
/
Israelsríki nútímans er 50 ára í ár. Ibúum hefur
fjölgað mikið á þessum 50 árum eða úr 800
þúsundum árið 1948 í 5,9 milljónir nú. 43%
þessarar fjölgunar, eða 2,7 milljónir, eru vegna
innflytjenda. Ekkert annað land í heiminum hefur
tekið á móti jafnmörgum innflytjendum ef miðað
er við hlutfall af íbúatölu.
ÍRAK
Stór farmur
af Biblíum
Stór flutningabíll flutti fyrr á árinu stóran farm
af Biblíum og skýringarritum til íraks. Meðal
annars var um að ræða 140 þúsund barnabiblíur,
tíu þúsund skýringarit við Biblíuna og 115 þús-
und dagatöl með biblíuversum. Það var Biblíufé-
lagið í Jórdaníu sem stóð að þessu. Nokkrir söfn-
uðir í Bagdad voru heimsóttir af þessu tilefni.
Áformað er að fara með aðra sendingu með um
200 þúsund Nýja testamentum sem stjórnvöld í
írak hafa heimilað að dreifa til kristilegra skóla í
landinu.