Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1999, Page 5

Bjarmi - 01.03.1999, Page 5
Jóhann Þorsteinsson, æskulýðs- fulltrúi í Hallgrímskirkju. Hronn Bolladóttir, prestur í Dómkirkjunni og miðbæjarprestur KFUM og KFUK. IHjördís Kristinsdóttir, æskulýðs- fulltrúi í Laugarneskirkju. unglingum. Sumir unglingar leita í KSS (Kristileg skólasamtök) um 15 ára ald- urinn og er það viss huggun. Þar er byggt ofan á grunninn sem byggður var í kirkjunni. Aldurshópurinn 16 til 18 ára er því að mestu óplægður akur og bíður og bíður og bíður. ÁVEXTIR Þegar fjalla á um æskulýðsstarf er nauðsynlegt að vera gagnrýninn og benda á hvað mætti betur fara. Ekki má þó gleyma því sem vel er gert og víða eru augljós dæmi um vel heppnað æskulýðsstarf. Það eru unglingar sem bera nú höfuðið hátt eftir mikið mótlæti á stuttri ævi, unglingar sem hafa gert Jesú Krist að fyrirmynd sinni og vilja ganga með honum. Einnig er æskulýðs- starf mikilvægt forvarnarstarf þegar áfengi og vímuefni eiga í hlut, ef rétt er að málum staðið. Því er nauðsynlegt að halda áfram og gera enn betur. SPJALL Hér á eftir fer samtal þriggja einstak- linga sem allir hafa mikla reynslu af æskulýðsstarfi. Hjördís Kristinsdóttir er æskulýðsfulltrúi í Laugarneskirkju, Jó- hann Þorsteinsson er æskulýðsfulltrúi i Hallgrímskirkju og Jóna Hrönn Bolla- dóttir er prestur i Dómkirkjunni og mið- bæjarprestur KFUM og KFUK. Bjarmi: Hver er staðan í æskulýðsmálum kirkjunnar? Jóna: Ég hef þá skoðun að það ríki alltof mikil meðalmennska í íslenskri kirkju hvað varðar bama- og unglinga- starf. Það þarf að vera meiri gæðastjóm- un, meiri agi og meiri metnaður. Einnig að boðunin sé skýr. Við emm ekki fyrst og fremst þjónustustofnun til að halda úti leikjanámskeiðum eða afþreyingu. Við eigum fyrst og fremst að vera boð- andi kirkja og sérstaklega til barna og unglinga, það eru þau sem erfa kirkj- una. Við eigum að ganga fram af mikl- um myndugleik. Við höfum ábyrgð og skyldur í skírnarfræðslu sem felst í barna- og unglingastarfi. Við þurfum þess vegna ekki að afsaka okkur neitt. Jóhann: Ég held að verkefni kirkjunnar séu viða orðin of rnikil miðað við íjölda starfsmanna. Það gerist því víða að barna- og æskulýðsstarf er það fyrsta sem skorið er niður og menn sætta sig við lágmarksþjónustu við þann hóp. Er það eðlilegt að 1-3% af tekjum sókna fari í bama- og æskulýðsslarf, sem jivi miður er algengt á höfuðborgarsvæð- inu? Jóna: í sumum kirkjum er það jafnvel þannig að álíka miklir fjármunir er sett- ir í blóm og skreytingar og í bama- og æskulýðsstarf. Jóhann: Ábyrgðin sem hvilir á kirkjunni er gríðarleg, t.d. gagnvart þeim sem eru að fermast, vegna þess að þetta sóknar- færi höfum við hvergi annars staðar en á þennan árgang. Yfir 90% af unglingum í 8. bekk fennast og em þess vegna heil-

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.