Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1999, Page 9

Bjarmi - 01.03.1999, Page 9
fjölmennt gegndi það íjölbreyUum hlut- verkum. Innan veggja þess hlaut fólk uppeldi sitt og menntun, þar stundaði það atvinnu sína, iðkaði menninguna og svalaði ílestum félagslegum þörfum sín- um og naut loks afþreyingar og hvíldar. Þar sem heimilinu sleppti tók kirkjan við. Hún leit eftir uppeldinu og heimilis- bragnum. Hún fylgdist með uppfræðsl- unni og bætti svolitlu við heimilisfræðsl- una fyrir ferminguna. Hún gaf reglu- bundin tækifæri til víðtækra manna- móta við guðsþjónustuna árið um kring og varðaði leið einstaklinga af einu ævi- skeiði á annað með athöfnum sínum á merkisdögum mannsævinnar. Nú á dögum hafa báðar stofnanimar - heimili og kirkja - mjög breytt um svip og hafa hætt að gegna flestum fyrri hfut- verkum sínum og um feið gfatað hæfni sinni til að gegna þeim. Kirkjan er ekki lengur helsta menntastofnun þjóðfélags- ins og annast ekki lengur almennt eftir- lit og félagslegt aðhald á vegum hins op- inbera. Hún er nú frjáfs að því að vera Kirkja og sinna einvörðungu hinum trú- arlegu þáttum mannlífsins. Þess ætti hún að njóta og það ætti hún að nýta! Þá hefur heimilið einnig mjög breytt um svip. Nú samanstanda langffest heimili af foreldrum (oft aðeins einu) og börnum (oftast 1-3). Slíkt heimili er ekki í stakk búið til að svara öllum þeim þörfum sem hið altæka heimili fyrri tíð- ar gat axlað vegna náins sambýlis stundum nokkurra kynslóða. Heimili dagsins í dag er raunar aðeins hvildar- og frístundaheimili og helsta hlutverk þess er að annast frumuppeldi ungra barna, fullnægja frumþörfum heimilis- fólks í húsnæði, fæði og klæðum og vonandi að skapað bærilegt nándarum- hverfi fyrir heimilismenn. Mikið meira verður ekki lagt á það fámenna nútíma- heimili sem við ílest búum á. Þær breytingar sem hér var lýst hafa gengið yfir á skömmum tíma og í raun skapað margs konar vanda bæði fyrir hina eldri og yngri - foreldra og böm eða unglinga. Vandi foreldranna felst ekki síst í þvi að ýmsar af stofnunum samfé- lagsins, þar á meðal kirkja og skóli, hafa tæplega horfst í augu við þær breytingar sem heimilið hefur gengið í gegnum. Enn er verið að kalla heimili nútímans til ábyrgðar og hlutverka sem hin altæku heimili fyrri tíðar gegndu oft með sóma en afþreyingar- og hvíldarheimili nútim- ans geta ekki gengið inn í. Kröfur af þessu tagi skapa uppgjöf og samviskubit hjá foreldrum sem fá þau skilaboð að þau hafi brugðist skyldum sínum og hlaupist á brott úr foreldrahlutverkinu. Sannleikurinn er hins vegar sá að heimili dagsins í dag em of smá, sameiginlegur tími fjölskyldunnar innan veggja þeirra á hverjum degi of skammur og hlutverk foreldra utan heimila of marg þætt og tímafrek til að heimilin geti þjónað sem sá fjölþætti vettvangur uppeldis og mót- unar sem raun var á fyrr á tíð. Svo er samfélagið fyrir utan svo lokkandi í augum hinna ungu að foreldrarnir og heimilið tapa mjög fljótt í samkeppninni um athygli og áhrif. Vandi unglinganna Vandi hinna ungu, barnanna, er ekki síður mikill í umróti þeirra þjóðfélags- breytinga sem gengið hafa yfir. Ugglaust brennur sá vandi sárast á unglingum. Hluti af þeim vanda felst í þvi að í stað heimilanna sem áður fullnægðu flestum þörfum barna og unglinga - auðvitað með feikilega mismunandi móti - hafa komið fjölmargar sérhæfðar stofrianir: Forskóli, grunnskóli, framhaldsskóli, hugsanlega tónlistar- og tómstundaskóli, íþrótta- og æskulýðsfélög og þannig mætti telja, lengi, lengi. Auðvitað eru flestar þessar stofnanir mjög til bóta. Vandinn er hins vegar hversu margar þær eru og hversu þröngt flestar þeirra skilgreina lilutverk sitt. Fæstar þessar stofnanir eða þeir sem innan þeirra starfa sjá unglinginn í heilu lagi, þrátt fyrir fögur orð og góðan vilja. Hvergi getur ungling- urinn heldur vænst þess að fá heildstæðar lausnir á vanda sínum. Þvert á móti eykst sérhæf- ingin stöðugt. Hitt er þó ef til vill alvarlegra að mörg af þeim verkefnum sem hin altæka kirkja og hin altæku heimili gegndu hafa týnst á gráum svæðum milli hinna nýju, sérhæfðu stofnana. Það var nefni- lega svo að áður fyrr gegndu bæði kirkj- an og heimilið ýmsum óformlegum og ómeðvituðum hlutverkum aðeins vegna þess hversu þéttofin félagsleg kerfi þau voru. Á okkar dögum er varla til neitt slíkt öryggisnet sem umlykur ungling- inn „frá toppi til táar". Auðvitað bregð- ast unglingar við þeim vanda sem hér um ræðir með því að skapa sér slíkt fé- lagskerfi sjálfir, það er þar sem vina- hópurinn, „klíkan", kemur inn í mynd- ina. Nú á dögum lokast æ íleiri ungling- ar inni í slíkum sérhæfðum, lokuðum hópi jafningja en einangrast jafnframt frá sér eldra og yngra fólki. Nú má ekki misskilja þann saman- burð sem hér hefur verið gerður né draga af honum rangar ályktanir. Það sem fyrir mér vakti var ekki að draga upp gyllta mynd af fortíðinni og bera hana saman við hina spilltu nútíð. Síð- ur en svo. Hin altæku heimili fyrri tíðar létu ekki alltaf í té ákjósanlegar uppeld- isaðstæður. Þegar illa vildi til voru þau jafnvel ósigranleg vígi fyrir andlegt og líkamlegt olbeldi. Ábyggilega höfum við aldrei búið yfir meiri þekkingu á þörfum ungmenna og fjölþættari „úrræðum" til að bregaðst við vanda þeirra en einmitt nú. Það sem fyrir mér vakti var aðeins að benda á að þjóðfélagsþróunin hefur þó ekki alltaf orðið til góðs heldur hefur hún á stundum skilið eftir sig tómarúm. Við höfum heldur ekki alltaf brugðist rétt við henni. Það er ekki vist að sér- hæfingin - lausnarorð nútímans - feli alltaf í sér bestu úrræðin. Ef til vill vantar okkur heildstæðari sýn á borð við þá sem réð ríkjum innan samfélags fyrri tíðar, bæði í kirkju og á heimilum. - Það er ekki þar með sagt að við þurfum að freista þess að endur- skapa fortíðina, samfé- lag hennar og stofn- anir, enda er það sem betur ekki hægt! fer

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.