Bjarmi - 01.03.1999, Page 14
Trú á Guð
Fyrsti hluti rannsóknarinnar snerist um
að gera sér mynd af guðstrú og guðs-
mynd barnanna og unglinganna og
hvaða gildi trú á Guð hefur í þeirra
huga. Um þetta efni voru nokkrar
spurningar á spurningalistanum og
verður hér vikið að tveimur þeirra. í
fyrsta lagi var spurt: Telurðu að Guð sé
til? Gefnir voru upp þrír svarmöguleik-
ar, þ.e. já, nei og veit ekki. Svör við
spumingunni voru mjög á einn veg þeg-
ar horft er á hópinn í heild sinni.
Þannig merktu 81,5% við „já“, 3% við
„nei“ og 15,5% við „veit ekki“.
Þegar svör eru borin saman eftir
bekkjum kemur í ljós ákveðin þróun eft-
ir aldri. 92,4% i 5. bekk telja að Guð sé
til, 81,3% í 7. bekk og í 9. bekk er hlut-
fallið komið niður í 72,7%. Á móti fjölg-
ar einkum þeim sem telja sig ekki vita
hvort Guð sé til. Þróunin sést vel á
súluriti á mynd 1. Súlumar sem sýna
hlutfall þeirra sem merktu við „já“ fara
lækkandi með aldri en á móti hækka
súlurnar sem sýna hlutfall þeirra sem
merktu við „veit ekki“:
100 -
Já Nei Veit ekki
IVIynd 1: Telurðu að Guð sé til?
Skipting eftir bekkjum.
Hliðstæð þróun kemur í ljós þegar
skoðuð eru svör við spurningunni:
Finnst þér mikilvægt að trúa á Guð?
Svarmöguleikar voru fjórir, þ.e. mjög,
nokkuð, lítið og ekkert. Meirihluti þátt-
takenda taldi það mjög mikilvægt að
trúa á Guð eða 59,9%. Þeir sem töldu
það nokkuð mikilvægt vom 31,1%, lítið
mikilvægt 6,4% og ekkert mikilvægt
2,6%. Þegar borið er saman eftir bekkj-
um kemur í ljós martækt samband
(Spearman's rho fylgni 0,479,
p<0,0001) þannig að eftir því sem böm-
in em eldri fækkar þeim sem telja það
mjög mikilvægt að trúa á Guð. Á móti
fjölgar þeim sem telja það nokkuð eða
litið mikilvægt. Ef skoðað er saman
hlutfall þeirra sem merkja við „mjög“ og
„nokkuð“ annars vegar og „lítið“ og
„ekkert" hins vegar er breytingin mun
minni eða sú að í 5. bekk telja 96,7%
það mjög eða nokkuð mikilvægt að trúa
á Guð, í 7. bekk er hlutfallið 94,6% en í
9. bekk er það komið niður í 83,6%.
Breytingin eftir bekkjum er þvi mest á
milli svarmöguleikanna „mjög“ og
„nokkuð“. í öllum árgöngum er það því
áberandi hátt hlutfall sem telja það
mjög eða nokkuð mikilvægt að trúa á
Guð. Súlurit á mynd 2 sýnir vel þróun-
ina sem verður eftir aldri.
Þegar svör við þessum tveimur spum-
ingum eru skoðuð saman virðist mega
draga þá ályktun að 10-14 ára böm og
unglingar á íslandi séu almennt þeirrar
skoðunar að Guð sé til og að þau telji
það ýmist mjög eða nokkuð mikilvægt
að trúa á hann. Hlutfallið er þó lang
hæst í 5. bekk en fer svo lækkandi eftir
því sem börnin verða eldri. Það þarf
ekki að koma á óvart og er í samræmi
við það að á unglingsárum á sér stað
ákveðið uppgjör með auknum þroska,
vaxandi sjálfsvitund og sterkari áhrifum
úr íleiri áttum. Eitt af því sem tekið er
til endurskoðunar er barnatrúin svo-
kallaða. í ljósi nýrrar þekkingar og
áhrifa endurmetur unglingur trú sína
og tímabil efasemda tekur oft við af ör-
uggri bamatrúnni. Slíkt er eðlilegt og er
nauðsynlegur þáttur i trúarþroskanum.
Þetta kemur heim og saman við kenn-
ingar trúarlífssálfræðinga. Sem dæmi
má nefna lýsingu Ronalds Goldman á
þróun trúarþroskans2 og rannsókn
Ana-Maria Rizzuto á þróun guðsmynd-
arinnar.3
u ----1 — I ----------1 —
Mjög Nokkuð Lítiö Ekkert
Mynd 2: Finnst þér mikilvægt að trúa
á Guð? Skipting eftir bekkjum.
Svörin við spumingum um trú á Guð
í könnuninni eru í samræmi við þetta
þegar þau eru skoðuð eftir bekkjum.
Bæði minnkar hlutfall þeirra eftir aldri
sem telja að Guð sé til og einnig þeirra
sem telja mjög mikilvægt að trúa á
hann. Það vekur þó athygli að á móti
eykst ekki fyrst og fremst hlutfall þeirra
sem telja að Guð sé ekki til eða þeirra
sem álíta að það sé lítið eða ekkert mik-
ilvægt að trúa á hann, heldur eykst að-
allega hlutfall þeirra sem telja sig ekki
vita hvort Guð er til og þeirra sem telja
það nokkuð mikilvægl að trúa á hann.
Það bendir fremur til byijandi Irúarlegs
endurmats en afneitunar á Guði og trú
á hann. Trú á Guð skiptir unglinga i 9.
bekk eftir sem áður verulegu máli.4
Þess má geta að rúm 18% þeirra nefndu
trú sem eitt af þremur atriðunum sem
þeir töldu mikilvægust í lífi sínu og í
svörum þátttakenda við spurningunni:
Hvað er trú? kom m.a. fram að hlut-
fallslega fleiri unglingar en yngri börn
tala um að trúin veiti öryggi, traust og
skjól eða rúm 20% á móti 10%.
Bæn og bænaiðkun
Bæn er algengasta form trúariðkunar og
skipar hún mikilvægan s'ess i trúarlífi
fólks. í bæninni á einstaklingurinn
samfélag við Guð og það er hún öðru
fremur sem gerir persónulegt trúarlíf lif-
andi. Markmiðið með öðrum hluta
rannsóknarinnar var að gera sér mynd
af þætti bænar i trúariðkun barna og
unglinga, hversu mikið þau biðja, hvaða
bænir þau kunna og nota, hverjir hafi
helst kennt þeim bænir, hvað þau telji
að gerist við bæn og hvort þeim finnist
/ Ijósi nýrrar pekkingar og áhrifa endurmetur
unglingur trú sína og tímabil efasemda tekur
oft við aföruggri barnatrúnni. Slíkt er eðlilegt
og er nauðsynlegur páttur í trúarproskanum.