Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1999, Síða 17

Bjarmi - 01.03.1999, Síða 17
Unglingsárin einkennast aftrúarlegu uppgjöri og endurmati með vaxandi efasemdum, t.d. um tilvist Guðs oggildi bæna. má álykta sem svo að enn elgi eftir að draga úr þáttöku 9. bekkinganna og væri einnig fróðlegt í þvi sambandi að kanna tíðni kirkjusóknar þeirra sem eru að byrja í framhaldsskóla. Lokaorð Þegar svör unglinganna sem þátt tóku í rannsókninni eru skoðuð kemur í ljós að bæði afstaðan til tilvistar Guðs og mikilvægis þess að trúa á hann og enn- fremur bænaiðkun og afstaðan til bæna er í samræmi við það sem gera mátti ráð fyrir út frá kenningum þróunarsálfræð- inga og trúarlífssálfræðinga. Unglingsár- in einkennast af trúarlegu uppgjöri og endurmati með vaxandi efasemdum, t.d. um tilvist Guðs og gildi bæna. Niður- stöður könnunarinnar benda tvímæla- laust til byrjandi endurmats og uppgjörs af því tagi meðal unglinga í 9. bekk en þær fela ekki í sér almenna trúarlega af- neitun meðal þeirra og trúin virðist skipta þá töluverðu máli. Sú spurning hlýtur hins vegar að vakna hvað hafi helst áhrif í því endurmati sem er að byija. Það var ekki kannað í rannsókn- inni. Hins vegar kemur í ljós að kirkjan virðist fjarverandi í lífi unglinganna einmitt á þeim árum sem það endurmat fer fram. Reglubundin þátttaka í kirkju- legu og kristilegu æskulýðsstarfi er kom- in niður íyrir 10% og virðist fara minnk- andi. Jafnframt er kristindóms- og trú- arbragðafræðslu skólans lokið einmitt á því aldursstigi sem vitsmunalegar for- sendur eru í alvöru fyrir hendi til að fást við trúarleg viðfangsefni og spumingar á óhlutbundinn hátt. Því er full ástæða til að velta því fyrir sér hvaða áhrif það hef- ur á trúarlegan þroska að um leið og hið trúarlega endurmat unglingsáranna á sér stað eru unglingamir ekki að fást við trúarleg viðfangsefni í skólanum og inn- an við eitt af hverjum tíu taka þátt í kristilegu æskulýðsstarfi árið eftir femi- ingu. Er eðlilegl að skólinn sniðgangi nánast alveg trúarbragðafræðslu í efstu bekkjum gmnnskóla og í framhaldskól- um?9 Er kirkjan úr leik? Höfðar kristi- legt æskulýðsstarf eins og það er skipu- lagt lítið sem ekkert til unglinga? Hvers vegna ætli svo sé? Við þessum spuming- um eru ekki einhlít svör. Niðurstöðumar i svörum unglinganna við þeim spum- ingum sem hér hafa verið kynntar hljóta hins vegar að vekja til alvarlegrar um- hugsunar um þær. Kirkjan getur ekki sætt sig við það að vera fjarverandi í lífl unglinga þegar eitt helsta mótunarskeið lífisins hefst, bamatrúin er tekin til end- urmats og sjálfsmynd, trú og gildismat tekur að mótast í alvöru. Svör ungling- anna benda alls ekki til trúarlegrar af- neitunar. Þeir telja mörg hver mikilvægt að trúa á Guð og þau eru mörg virkir biðjendur. En ljóst er að vaxandi efa- semda er farið að gæta og uppgjörið við bamatrúna haflð um leið og þátttakan í kirkjustarfinu er nánast horfin. Því þarf að leita leiða til að kirkjan og kristileg æskulýðsfélög geti tekið þátt í þvi upp- gjöri með unglingunum þannig að það leiði til aukins trúarlegs þroska og með- vitaðs kristins lífsviðhorfs. 1 Sjá einkum kenningar Jean Piagets um vitsmunaþroskann og stiggreiningu hans, t.d. Sigurjón Björnsson 1992. Formgerðir vitsmunalífsins: Kenningar Jean Piagets um vitsmunaþroskann, Hið íslenska bók- menntafélag, Reykjavík eða Ginsburg, H; Opper, S. 1988. Piaget's Theory of In- tellectual Development, Prentice-Hall, New Jersey. 2 Árið 1962 varði Goldman doktorsritgerð sína Some Aspects of Development of Religious Thinking in Childhood and Adolesence við háskólann í Birmingham. Ritgerðin innihélt niðurstöður rannsóknar hans á trúarlegum hugmyndaheimi barna og unglinga og þroskaferli trúarlegrar hugsunar. Hvatinn að baki rannsókn Gold- mans var m.a. kenning Piagets um stig- greiningu vitsmunaþroskans. Einnig átti lé- legur árangur og ýmsir erfiðleikar við kennslu í kristnum fræðum, ásamt and- stöðu ýmissa kennara við hana, sinn þátt í að hrinda rannsókn hans af stað. Doktors- ritgerð Goldmans var gefin út í einfaldaðri gerð í bókinni Religious Thinking from Childhood to Adolesence (útg. Routledge and Kegan Paul, London, 1964). Ári síðar gaf Goldman út bókina Readiness for Religion. A Basis for Developmental Religious Education (útg. Routledge and Kegan Paul, London, 1965) þar sem hann gerir nánar grein fyrir hugmyndum sínum og hvetur til róttækra breytinga á kennslu í kristnum fræðum og stjórnaði í framhaldi af því gerð kennsluefnis í greininni. Gold- man bendir á að unglingar á skeiði óhlut- bundinnar hugsunar séu oft mjög gagnrýn- ir og beinist sú gagnrýni gjarnan að ósam- ræmi milli náttúrulögmála og kristindóms eða trúarbragða. Hann telur þetta vera ákaflega mikilvægt aldursskeið því það er þá sem unglingurinn getur tileinkað sér kristindóminn persónulega og tekur gjarn- an afstöðu til þess hvort hann vill vera kristinn eður ei. 3 Ana-Maria Rizzuto frá Kanada hefir í bók sinni The Birth of the Living God. A psychoanalytic study (útg. The University of Chigago Press, Chigago, 1979), tekið upp þráðinn frá Sigmund Freud og Erik H. Erikson og fleirum sem rannsakað hafa þróun guðsmyndarinnar hjá einstaklingn- um. Hún er i hópi þeirra sem gagnrýna Freud fyrir að einblína um of á samband föður og sonar í mótun guðsmyndarinnar. Rizzuto er þeirrar skoðunar eins og Erikson að guðsmynd barns mótist m.a. af reynslu barnsins af sambandi sínu við báða foreldrana en telur jafnframt að aðrir mikilvægir einstaklingar í lífi þess komi þar við sögu. Fyrstu tengsl einstaklingsins við foreldrana verða ómeðvitað fyrirmynd að öllum síðari tilfinningatengslum, einnig við Guð. Á unglingsaldri sameinar einstakling- urinn persónulega guðsmynd sfna ýmsum ytri áhrifum, s.s. heimspekilegum og guð- fræðilegum hugmyndum, rökum og trúar- setningum sem hann kynnist. Það leiðir til þess að nýir þættir bætast í guðsmyndina en þeir eru að mati Rizzuto fyrst og fremst vitsmunalegir. Rannsókn Rizzuto byggðist á „klínískum" viðtölum og gerir hún grein fyrir niðurstöðum sínum og kenningum í bók sinni. 4 Þetta er í samræmi við niðurstöður úr al- þjóðlegri rannsókn á söguvitund unglinga sem gerð var í 26 löndum veturinn 1994- 95. Þar kemur t.d. fram að trú skiptir ís- lenska unglinga meira máli en t.d. jafn- aldra þeirra á hinum Norðurlöndunum. Sjá Angvik, M og von Borries, B. (Eds.). 1997. Youth and History. A Comparative European Survey on Historical Conscious- ness and Political Attitudes among Ado- lecents. Körber-Stiftung, Hamburg, Vol. A, s. 237 og Vol. B, s. 300. 5 Björn Björnsson og Pétur Pétursson. 1990. Trúarlíf íslendinga. (Ritröð Guð- fræðistofnunar nr. 3), Háskóli íslands, Reykjavík, s. 98-100. 6 Sját.d. Goldman, R. 1964. Religious Thinking from Childhood to Adolesence, s. 52 o.áfr. 7 Sjá Goldman, R. 1964. Religious Thinking from Childhood to Adolesence, s. 52 o.áfr., og Goldman, R. 1965. Readiness for Religion. A Basis for Developmental Religious Education, s. 21 og 133-134. 8 Björn Björnsson og Pétur Pétursson. 1990, s. 133-134. 9 Nefna má að könnunin sýndi að rúm 83% þátttakenda voru þeirrar skoðunar að kenna ætti kristin fræði í grunnskólum. Hlutfallið lækkar þó eftir aldri eða úr 96,5% í 5. bekk í 68,6% í 9. bekk. Þrátt fyrir það eru það ekki nema 18% unglinganna í 9. bekk sem telja kristinfræðikennsluna ( skólanum of mikla. 64% álíta að hún sé mátuleg og 17% að hún sé of lítil. í rann- sókn Björns og Péturs (1990, s. 83-84) kemur fram að um þriðjungur svarenda tel- ur að kristinfræðikennsla í grunnskólum sé hæfileg eins og nú er og þriðjungur að hún mætti vera meiri eða samtals um 68%. Að-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.