Bjarmi - 01.03.1999, Blaðsíða 26
Þórarinn Björnsson
Hið sögulega
áslarsamband
ALLT GENGUR
(hvar icm er og hvenœr sem er
- við leik og slörl - úti og inni
og á góðra vina lundum - )
BETUR MEÐ COCA-COLA
drykkurinn scm hressir bezt, létlir skapið
og gerir liíið ánaogjulegra.
Auglýsing í Bjarma trá árinu 1969.
Hvers virði er að eiga sér
sögu? Skiptir gærdagurinn
yfir höjuð einhverju máli
þegar ég þarj að lakast á
við daginn í dag - eða undir-
búa morgundaginn?
Já, skyldi nokkur hætta vera litin al-
varlegri augum í nútímanum en að Jest-
ast í því liðna?
Getur verið að Jjölskrúðug ástarsam-
bönd nútímamannsins séu í eðli sínu
sögufjandsamleg? - Um það verður velt
vöngum í þessum pistli.1
Þegar allt er orðið nýtt
Eitt af því sem einkennir okkar kynslóð
er óslökkvandi ást hennar á nýjungum.
Við lifum á tímum sífelldra breytinga.
Það sem var nýtt í gær er úrelt á morg-
un. Krafa okkar er skilyrðislaus: Allt
þarf að vera nýtt. Þegar eldhúsinnrétt-
ingin mín er orðin gömul þarf ég að fá
nýja. Ekki af því að sú gamla geri ekki
lengur sitt gagn eða sé að verða ónýt.
Nei, hún er ekki lengur ný, ekki lengur
móðins!
Og þar sem allt er orðið nýtt - þar er
ekki lengur nein saga Jyrir hendi.
Þegar allt er ungt, fallegt
og skemmtilegt
Ástin á nýjungunum helst gjarnan í
hendur við systur sína, ástina á því sem
er ungt og það sem skilgreint hefur ver-
ið sem fallegt og helst skemmtilegt líka.
Auglýsingarnar snúast ílestar um þetta.
Þær hefja æskublómann upp til skýj-
anna. Sértu gamall, þá getum við bent
þér á ráð til að yngja þig upp. Sértu
ungur, sjáðu þá allt það fallega og
glæsilega sem þú átt völ á að kaupa þér.
Ef þér leiðist, þá höfum við gert bestu
grínmyndina einmitt fyrir þig. Lífið á
heimtingu á að vera skemmtilegt, Það er
æðsta gildi lífsins á okkar dögum. þess
vegna fá þeir líka best borgað sem laða
flesta í sýningahúsin og halda flestum
límdum við hjartfólginn sjónvarpsskjá-
inn. Fegurðin er nefnilega fyrir augun!
Ég öðlast fegurð með því að horfa á það
sem er fallegt, safna í kringum mig
hlutum sem eru fallegir.
Fáum dettur í hug að það sé hægt að
öðlast fegurð með því að kaupa minna
en gefa meira, með því að horfa minna
en hjálpa meira. Að fegurð sé eitthvað
sem augu mín eiga að geisla frá sér - en
ekki hrifsa til sín.
Þar sem allir eru ungir, Jallegir og
skemmtilegir - þar er engin saga orðin til.
Fáum dettur í hug að Ipað sé hægt að öðlastfegurð
með pví að kaupa minna en gefa meira,
með pví að horfa minna en hjálpa meira.
Aðfegurð sé eitthvað sem augu mín eiga
að geislafrá sér - en ekki hrifsa til sín.